„Taktlaust og ósmekklegt“ Atli Ísleifsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 16. apríl 2024 11:40 Inga Sæland er fyrsti flutningsmaður vantrauststillögunnar. Hún vill þingkosningar í september. Vísir/Arnar „Okkur þykir það einstaklega slæm skilaboð að það að axla ábyrgð sé að komast upp með það að fara ekki eftir neinum reglum sem um störf þessara aðila gilda eins og þau hafa sýnt og sannað. Við teljum það ekki vera að axla ábyrgð á ganga á milli ráðuneyta í stað þess að stíga til hliðar og viðurkenna að það að maður hafi gerst brotlegur í starfi.“ Þetta segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, um þá vantrauststillögu þingmanna flokks hennar og Pírata sem lögð hefur verið fram á þingi. Í tillögunni er vantraust lýst yfir á ríkisstjórnina í heild sinni, að hér verði þingrof og boðað verði til þingkosninga í september. Hún segir það afskaplega taktlaust og ósmekklegt að ráðherrann [Bjarni Benediktsson] sem hafi flæmst úr fjármálaráðuneytinu og gert sig að utanríkisráðherra sé nú orðinn forsætisráðherra. „Okkur þykir líka taktlaust að matvælaráðherrann [Svandís Svavarsdóttir] sem var líka brotlegur við stjórnsýslulögin og jafnvel stjórnarskrá lýðveldisins skuli vera búin að færast upp um stiga líka og sé orðinn innviðaráðherra,“ segir Inga. Vonast til að verði tekin fyrir á morgun Inga segir að flutningsmenn tillögunnar hafi talað við alla þingmenn stjórnarandstöðunnar varðandi það að vera meðflutningsmenn. „Við töluðum við alla. Þau ákváðu að vera ekki á vantrausttillögunni sjálfri. Mér skilst að flestir – ég held bara allir – muni greiða atkvæði með vantraustinu vegna þess að við höfum öll gefið það út, stjórnarandstaðan eins og hún leggur sig, að við treystum ekki þessari ríkisstjórn.“ Inga segist vonast til að tillagan verði tekin fyrir á morgun, enda eigi að taka svona tillögur fyrir eins fljótt og kostur sé. Vonandi verði hægt að taka málið fyrir áður en umræður hefjast um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Hverjar telur þú líkurnar á að þetta verði samþykkt? „Ég tel þær afskaplega litlar. Þeir eru með 38 þingmenn og þeir eru ekki að fara að lýsa vantrausti á sjálfa sig. Ég gat ekki betur séð en að þau hafi verið að faðmast voðalega mikið eftir þetta áfall að Katrín ákvað að yfirgefa skútuna, fyrst allra. Þau eru svo sem ekkert að líta á hvert annað einhverjum hlýleikaaugum en það breytir þó ekki þeirri staðreynd að þau reyna að halda út eins og kostur sé þar til einhver önnur bomba springur hjá þeim.“ Inga segir tillagan nú sé fyrst og fremst táknræn aðgerð. „Á bak við þessa aðgerð eru líka á milli 40 og 50 þúsund kjósendur og einstaklingar sem hafa skrifað undir undirskriftarlista og mótmælt því að Bjarni Benediktsson skuli vera orðinn yfir öllum valdrastrúktúr framkvæmdavaldsins í landinu.“ Alþingi Flokkur fólksins Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Þetta segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, um þá vantrauststillögu þingmanna flokks hennar og Pírata sem lögð hefur verið fram á þingi. Í tillögunni er vantraust lýst yfir á ríkisstjórnina í heild sinni, að hér verði þingrof og boðað verði til þingkosninga í september. Hún segir það afskaplega taktlaust og ósmekklegt að ráðherrann [Bjarni Benediktsson] sem hafi flæmst úr fjármálaráðuneytinu og gert sig að utanríkisráðherra sé nú orðinn forsætisráðherra. „Okkur þykir líka taktlaust að matvælaráðherrann [Svandís Svavarsdóttir] sem var líka brotlegur við stjórnsýslulögin og jafnvel stjórnarskrá lýðveldisins skuli vera búin að færast upp um stiga líka og sé orðinn innviðaráðherra,“ segir Inga. Vonast til að verði tekin fyrir á morgun Inga segir að flutningsmenn tillögunnar hafi talað við alla þingmenn stjórnarandstöðunnar varðandi það að vera meðflutningsmenn. „Við töluðum við alla. Þau ákváðu að vera ekki á vantrausttillögunni sjálfri. Mér skilst að flestir – ég held bara allir – muni greiða atkvæði með vantraustinu vegna þess að við höfum öll gefið það út, stjórnarandstaðan eins og hún leggur sig, að við treystum ekki þessari ríkisstjórn.“ Inga segist vonast til að tillagan verði tekin fyrir á morgun, enda eigi að taka svona tillögur fyrir eins fljótt og kostur sé. Vonandi verði hægt að taka málið fyrir áður en umræður hefjast um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Hverjar telur þú líkurnar á að þetta verði samþykkt? „Ég tel þær afskaplega litlar. Þeir eru með 38 þingmenn og þeir eru ekki að fara að lýsa vantrausti á sjálfa sig. Ég gat ekki betur séð en að þau hafi verið að faðmast voðalega mikið eftir þetta áfall að Katrín ákvað að yfirgefa skútuna, fyrst allra. Þau eru svo sem ekkert að líta á hvert annað einhverjum hlýleikaaugum en það breytir þó ekki þeirri staðreynd að þau reyna að halda út eins og kostur sé þar til einhver önnur bomba springur hjá þeim.“ Inga segir tillagan nú sé fyrst og fremst táknræn aðgerð. „Á bak við þessa aðgerð eru líka á milli 40 og 50 þúsund kjósendur og einstaklingar sem hafa skrifað undir undirskriftarlista og mótmælt því að Bjarni Benediktsson skuli vera orðinn yfir öllum valdrastrúktúr framkvæmdavaldsins í landinu.“
Alþingi Flokkur fólksins Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira