Greitt fyrir aðgengi andstæðinga þungunarrofs inn á heilbrigðismiðstöðvar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. apríl 2024 07:11 „Veljum lífið“ var yfirskrift mótmælagöngu sem farin var í Róm í fyrra, þar sem fólk hélt meðal annars á skiltum þar sem sagði að þungunarrof jafngilti barnsmorði. epa/Massimo Percossi Neðri deild ítalska þingsins samþykkti í gær frumvarp ríkisstjórnar Giorgiu Meloni sem meðal annars heimilar andstæðingum þungunarrofs aðgengi að heilbrigðismiðstöðvum þar sem veittar eru upplýsingar um þjónustuna. Gert er ráð fyrir að frumvarpið verði einnig samþykkt í efri deild þingsins. Hægri flokkar á Ítalíu hafa unnið að því síðustu misseri að þrengja að rétti kvenna til þungunarrofs og í sumum héruðum hefur aðgengi að þungunarrofslyfjum verið takmarkað. Þungunarrof var gert löglegt árið 1978. Meloni hefur heitið því að umræddum lögum verði ekki breytt en samkvæmt umfjöllun Guardian er að verða sífellt erfiðara að nálgast þjónustuna, þar sem mikill fjöldi lækna neitar að framkvæma þungunarrof af siðferðilegum eða trúarlegum ástæðum. Samkvæmt gögnum heilbrigðisráðuneytisins frá 2021 neita um 63 prósent kvensjúkdómalækna að framkvæma þungunarrof. Aðstoðarforsætisráðherrann Antonio Tajani segir að þrátt fyrir að það standi ekki til að breyta lögunum um þungunarrof megi ekki gera það ólöglegt að vera á móti þeim. Stjórnarandstæðingar segja lögin um aðgengi andstæðinga þungunarrofs að heilbrigðismiðstöðvunum hins vegar árás gegn frelsi kvenna. Áður en gengið var til atkvæðagreiðslu sagði Jacopo Coghe, talsmaður Pro Vita, sem eru stærstu samtök andstæðinga þungunarrofs, að samtökin hefðu ekki í hyggju að standa fyrir því að farið væri inn á umræddar heilbrigðismiðstöðvar. Þær ættu hins vegar að snúa sér að upprunalegum tilgangi sínum; að aðstoða konur við að finna önnur úrræði en þungunarrof. Ítalía Þungunarrof Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Gert er ráð fyrir að frumvarpið verði einnig samþykkt í efri deild þingsins. Hægri flokkar á Ítalíu hafa unnið að því síðustu misseri að þrengja að rétti kvenna til þungunarrofs og í sumum héruðum hefur aðgengi að þungunarrofslyfjum verið takmarkað. Þungunarrof var gert löglegt árið 1978. Meloni hefur heitið því að umræddum lögum verði ekki breytt en samkvæmt umfjöllun Guardian er að verða sífellt erfiðara að nálgast þjónustuna, þar sem mikill fjöldi lækna neitar að framkvæma þungunarrof af siðferðilegum eða trúarlegum ástæðum. Samkvæmt gögnum heilbrigðisráðuneytisins frá 2021 neita um 63 prósent kvensjúkdómalækna að framkvæma þungunarrof. Aðstoðarforsætisráðherrann Antonio Tajani segir að þrátt fyrir að það standi ekki til að breyta lögunum um þungunarrof megi ekki gera það ólöglegt að vera á móti þeim. Stjórnarandstæðingar segja lögin um aðgengi andstæðinga þungunarrofs að heilbrigðismiðstöðvunum hins vegar árás gegn frelsi kvenna. Áður en gengið var til atkvæðagreiðslu sagði Jacopo Coghe, talsmaður Pro Vita, sem eru stærstu samtök andstæðinga þungunarrofs, að samtökin hefðu ekki í hyggju að standa fyrir því að farið væri inn á umræddar heilbrigðismiðstöðvar. Þær ættu hins vegar að snúa sér að upprunalegum tilgangi sínum; að aðstoða konur við að finna önnur úrræði en þungunarrof.
Ítalía Þungunarrof Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira