Boðflennusæfíll hrellir Kanadamenn Bjarki Sigurðsson skrifar 17. apríl 2024 13:41 Það er ekki vinsælt þegar Emerson kemur sér fyrir á umferðargötum. Rúmlega tvöhundruð kílóa sæfíllinn Emerson hefur verið yfirvöldum í Bresku-Kólumbíu í Kanada til mikils ama síðastliðið ár. Þrátt fyrir að hafa keyrt með Emerson tugi kílómetra frá allri byggð þá tekst honum alltaf að snúa aftur. Sæfíla má einna helst finna við Suðurskautslandið, suðurhluta Suður-Ameríku og svo á vesturströnd Bandaríkjanna og Kanada. Þeir eyða flestum sínum stundum ofan í sjónum og geta haldið inni í sér andanum í yfir einn og hálfan klukkutíma. Þeir koma upp á land reglulega, þá sérstaklega til þess að makast og svo til þess að hleypa hömum. Og það er einmitt það sem Emerson er að gera núna. Finnst gott að fara í sólbað Emerson er tveggja ára gamall og var hann alinn upp af sjálfboðaliðum fyrstu mánuðina eftir að móðir hans yfirgaf hann. Í fyrra byrjaði hann að birtast á ströndum í kringum borgina Victoria í Bresku-Kólumbíu og varð hann geysivinsæll meðal íbúa borgarinnar þegar fólk fór að ræða sín á milli um sæfílinn sem lagði sig í sólinni og stundum á bílastæðum nærri ströndunum. Og síðustu vikur, eftir að hann fór að hleypa hömum, hefur hann birst á stöðum þar sem hann er ekki alveg jafn velkominn, til dæmis í blómabeðum, almenningsgörðum og á umferðargötum. Yfirvöld í Bresku-Kólumbíu gripu til þess ráðs að sækja Emerson, koma honum fyrir í sendiferðabíl og keyra með hann eftir vesturströndinni og skilja hann eftir á strönd fjarri allri byggð. Þannig væri hægt að koma í veg fyrir að fólk kæmi sér í hættu með því að freista þess að klappa honum eða taka ljósmyndir með honum. Það hafði ekki dugað að setja upp skilti og girða af svæði svo hann gæti verið í friði. Emerson líður vel með að kíkja upp á land. Vill ekki fara neitt Það má ætla að Emerson hafi ekki verið ánægður með þessa aðför yfirvalda gegn sér því hann sneri aftur örfáum dögum síðar. Hann synti rúmlega tvö hundruð kílómetra leið aftur til Victoria og virðist honum líða hvað best þar. Í grein The Guardian um Emerson segir að yfirvöld muni að öllum líkindum ferja hann aftur í burtu þar sem það valdi þeim áhyggjum hve margir eru að áreita sæfílinn. Sumir hafi gengið svo langt að fá börn til þess að fara og klappa honum. „Ef fólk heldur áfram að trufla sæfílinn þá mun einhver slasast. Það væri æskilegt að komast hjá því að flytja hann í burtu svo Emerson geti fengið að hleypa hömum á þeim stað sem hann vill gera það,“ er haft eftir talsmanni verndunarsamtaka á svæðinu í greininni. Kanada Dýr Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Sæfíla má einna helst finna við Suðurskautslandið, suðurhluta Suður-Ameríku og svo á vesturströnd Bandaríkjanna og Kanada. Þeir eyða flestum sínum stundum ofan í sjónum og geta haldið inni í sér andanum í yfir einn og hálfan klukkutíma. Þeir koma upp á land reglulega, þá sérstaklega til þess að makast og svo til þess að hleypa hömum. Og það er einmitt það sem Emerson er að gera núna. Finnst gott að fara í sólbað Emerson er tveggja ára gamall og var hann alinn upp af sjálfboðaliðum fyrstu mánuðina eftir að móðir hans yfirgaf hann. Í fyrra byrjaði hann að birtast á ströndum í kringum borgina Victoria í Bresku-Kólumbíu og varð hann geysivinsæll meðal íbúa borgarinnar þegar fólk fór að ræða sín á milli um sæfílinn sem lagði sig í sólinni og stundum á bílastæðum nærri ströndunum. Og síðustu vikur, eftir að hann fór að hleypa hömum, hefur hann birst á stöðum þar sem hann er ekki alveg jafn velkominn, til dæmis í blómabeðum, almenningsgörðum og á umferðargötum. Yfirvöld í Bresku-Kólumbíu gripu til þess ráðs að sækja Emerson, koma honum fyrir í sendiferðabíl og keyra með hann eftir vesturströndinni og skilja hann eftir á strönd fjarri allri byggð. Þannig væri hægt að koma í veg fyrir að fólk kæmi sér í hættu með því að freista þess að klappa honum eða taka ljósmyndir með honum. Það hafði ekki dugað að setja upp skilti og girða af svæði svo hann gæti verið í friði. Emerson líður vel með að kíkja upp á land. Vill ekki fara neitt Það má ætla að Emerson hafi ekki verið ánægður með þessa aðför yfirvalda gegn sér því hann sneri aftur örfáum dögum síðar. Hann synti rúmlega tvö hundruð kílómetra leið aftur til Victoria og virðist honum líða hvað best þar. Í grein The Guardian um Emerson segir að yfirvöld muni að öllum líkindum ferja hann aftur í burtu þar sem það valdi þeim áhyggjum hve margir eru að áreita sæfílinn. Sumir hafi gengið svo langt að fá börn til þess að fara og klappa honum. „Ef fólk heldur áfram að trufla sæfílinn þá mun einhver slasast. Það væri æskilegt að komast hjá því að flytja hann í burtu svo Emerson geti fengið að hleypa hömum á þeim stað sem hann vill gera það,“ er haft eftir talsmanni verndunarsamtaka á svæðinu í greininni.
Kanada Dýr Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira