Lét leikmenn Tindastóls heyra það: Fólk hérna á þetta ekki skilið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. apríl 2024 08:31 Grindvíkingar hafa fengið mikið af troðslum, sniðskotum og opnum þriggja stiga skotum í einvíginu á móti Tindastól. Vísir/Vilhelm Titilvörn Tindastóls hefur verið ein sú lélegasta í sögunni og aðeins algjör hugarfarsbreyting og söguleg endurkoma getur bjargað úrslitakeppninni hjá liðinu. Kannski væri góð byrjun að hlusta aðeins á sérfræðing Körfuboltakvölds. Tindastólsliðið er 2-0 undir í einvígi sínu á móti Grindavík eftir tap á heimavelli í öðrum leiknum. Aðeins sigur í Smáranum annað kvöld kemur í veg fyrir snemmbúið sumarfrí hjá Stólunum. Stólarnir hentu leiknum frá sér í fyrri hálfleik og frábær fjórði leikhluti gerði ekkert annað en að bjarga andlitinu þegar stefndi í stórtap. Fengu á sig 64 stig í fyrri hálfleik á heimavelli Körfuboltakvöld mætti í Síkið á Sauðárkróki og fylgdist vel með öðrum leik liðanna. Í hálfleik, þegar Grindavík var búið að skora 64 stig gegn aðeins 41 stigi frá heimamönnum í Tindastóls þá fannst Herði Unnsteinssyni, sérfræðingi í Subway Körfuboltakvöldi, kominn tími á það að láta stjörnurnar í Tindastólsliðinu heyra það. Klippa: Subway Körfuboltakvöld: Hörður lét Stólana heyra það „Varnarframmistaða Tindastóls er hræðileg. Þeir spila letilega skiptivörn þar sem þeir skipta á fyrstu hindrun. Svo ef einhver kemst inn í miðjuna, guð hjálpi þeim. Þá er hjálparvörnin of sein og Grindvíkingar velja um það að skora annað hvort beint úr sniðskoti eða taka opið þriggja stiga skot í horninu,“ sagði Ómar Sævarsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds, en svo var komið að Herði. Búið að vera skelfilegt „Alveg frá byrjun varnarinnar þá er þetta búið að vera skelfilegt í rauninni,“ sagði Hörður. „Þeir eru búnir að labba framhjá nánast hverjum einasta manni sem er fyrir framan þá og þá sérstaklega Dedrick Basile,“ sagði Hörður. Hörður Unnsteinsson.S2 Sport „Ómar minnist á þessa skiptivörn en skiptivörnin er herfileg. Skiptivörn er latasta form af vörn því það auðveldasta sem þú getur gert er að skipta á boltahindrunum. Það verður að vera, ekki fara svona fake orka, það verður að vera sjálfbær orka allan tímann í vörninni,“ sagði Hörður. „Það er ofboðslega erfitt að sitja hérna og gagnrýna þjálfarana Helga (Frey Margeirsson) og Svavar (Atla Birgisson) fyrir þá stöðu sem þeir eru í. Hérna verða bara leikmennirnir að taka smá ábyrgð. Vissulega er leikplanið ekki gott. Þeir eru búnir að fá á sig 64 stig og þrjátíu plús stig í tveimur leikhlutum í röð,“ sagði Hörður. Verið að borga þeim mikinn pening „Þetta eru leikmennirnir inn á vellinum, sem er verið að borga mikinn pening, reyndir leikmenn sem hafa unnið titil. Þeir verða að taka smá ábyrgð á sjálfum sér inn á vellinum. Ekki bara væla yfir því að það sé svo lélegt gameplan,“ sagði Hörður. „Þetta er bara ömurleg frammistaða sem þetta fólk hér í húsinu á ekki skilið að vera að horfa á. Ég væri brjálaður ef ég væri Skagfirðingur í húsinu,“ sagði Hörður. Þriðji leikur liðanna er annað kvöld í Smáranum. Subway-deild karla Tindastóll Körfuboltakvöld Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira
Tindastólsliðið er 2-0 undir í einvígi sínu á móti Grindavík eftir tap á heimavelli í öðrum leiknum. Aðeins sigur í Smáranum annað kvöld kemur í veg fyrir snemmbúið sumarfrí hjá Stólunum. Stólarnir hentu leiknum frá sér í fyrri hálfleik og frábær fjórði leikhluti gerði ekkert annað en að bjarga andlitinu þegar stefndi í stórtap. Fengu á sig 64 stig í fyrri hálfleik á heimavelli Körfuboltakvöld mætti í Síkið á Sauðárkróki og fylgdist vel með öðrum leik liðanna. Í hálfleik, þegar Grindavík var búið að skora 64 stig gegn aðeins 41 stigi frá heimamönnum í Tindastóls þá fannst Herði Unnsteinssyni, sérfræðingi í Subway Körfuboltakvöldi, kominn tími á það að láta stjörnurnar í Tindastólsliðinu heyra það. Klippa: Subway Körfuboltakvöld: Hörður lét Stólana heyra það „Varnarframmistaða Tindastóls er hræðileg. Þeir spila letilega skiptivörn þar sem þeir skipta á fyrstu hindrun. Svo ef einhver kemst inn í miðjuna, guð hjálpi þeim. Þá er hjálparvörnin of sein og Grindvíkingar velja um það að skora annað hvort beint úr sniðskoti eða taka opið þriggja stiga skot í horninu,“ sagði Ómar Sævarsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds, en svo var komið að Herði. Búið að vera skelfilegt „Alveg frá byrjun varnarinnar þá er þetta búið að vera skelfilegt í rauninni,“ sagði Hörður. „Þeir eru búnir að labba framhjá nánast hverjum einasta manni sem er fyrir framan þá og þá sérstaklega Dedrick Basile,“ sagði Hörður. Hörður Unnsteinsson.S2 Sport „Ómar minnist á þessa skiptivörn en skiptivörnin er herfileg. Skiptivörn er latasta form af vörn því það auðveldasta sem þú getur gert er að skipta á boltahindrunum. Það verður að vera, ekki fara svona fake orka, það verður að vera sjálfbær orka allan tímann í vörninni,“ sagði Hörður. „Það er ofboðslega erfitt að sitja hérna og gagnrýna þjálfarana Helga (Frey Margeirsson) og Svavar (Atla Birgisson) fyrir þá stöðu sem þeir eru í. Hérna verða bara leikmennirnir að taka smá ábyrgð. Vissulega er leikplanið ekki gott. Þeir eru búnir að fá á sig 64 stig og þrjátíu plús stig í tveimur leikhlutum í röð,“ sagði Hörður. Verið að borga þeim mikinn pening „Þetta eru leikmennirnir inn á vellinum, sem er verið að borga mikinn pening, reyndir leikmenn sem hafa unnið titil. Þeir verða að taka smá ábyrgð á sjálfum sér inn á vellinum. Ekki bara væla yfir því að það sé svo lélegt gameplan,“ sagði Hörður. „Þetta er bara ömurleg frammistaða sem þetta fólk hér í húsinu á ekki skilið að vera að horfa á. Ég væri brjálaður ef ég væri Skagfirðingur í húsinu,“ sagði Hörður. Þriðji leikur liðanna er annað kvöld í Smáranum.
Subway-deild karla Tindastóll Körfuboltakvöld Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira