„Sérlega sérstakur“ hellir í Mývatnssveit áfram lokaður Jón Þór Stefánsson skrifar 18. apríl 2024 12:50 Hellirinn fannst fyrir rúmu ári síðan Umhverfisstofnun Hellir sem fannst í Mývatnssveit snemma árs í fyrra verður áfram lokaður, eða í sex mánuði til viðbótar til nítjánda október næstkomandi. Þetta kemur fram á vef Umhverfisstofnunar, en hún tekur ákvörðunina um þetta. Þar segir að umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hafi staðfest ákvörðunina. „Þörf er á lengri tíma til að vinna að og leita varanlegra lausna sem snúa að verndun hellisins og telur Umhverfisstofnun því nauðsynlegt að hellirinn verði áfram lokaður,“ segir í tilkynningunni. Hellirinn er sagður sérlega sérstakurUmhverfisstofnun Fram kemur að samráð hafi verið haft við hagsmunaaðila þegar ljóst var að þörf væri á framlengingu lokunarinnar. Meðan á lokuninni stendur getur stofnunin veitt leyfi fyrir ferðum sem tengjast könnun hellisins og rannsóknum á honum, en fullyrt er að öll önnur umferð verði óheimil. Þá segir stofnuninni sé heimilt að opna svæðið fyrr ef ástandið sé metið þannig að ekki sé lengur talin hætta á skemmdum. Hellirinn verður lokaður þangað til í október.Umhverfisstofnun Þá segir að Umhverfisstofnun muni, á meðan lokunin er í gildi, hefja vinnu við friðlýsingu hellisins til að tryggja verndun útfellinga í honum til frambúðar. Útfellingar eru útskýrðar á vef Umhverfisstofnunar, en þar er tekið fram að hellirinn sé mjög sérstakur. „Jarðhitaútfellingar sem fundust í hellinum eru einsdæmi á Íslandi. Við greiningu kom í ljós að um er að ræða útfellingar kalsíumkarbónats (CaCO3) sem telst afar sjaldgæft í hraunhellum á heimsvísu. Það sem gerir þennan helli sérlega sérstakan er að útfellingarnar hafa þarna fallið úr jarðhita, en á heimsvísu myndast sambærilegar útfellingar í grunnvatni sem drýpur úr lofti. Útfellingarnar dreifast um allan hellinn og hafa þar vaxið helst á gólfi og veggjum hans. Hellirinn er í hrauni sem talið er vera um 8000 ára gamalt og var hann einangraður frá yfirborði jarðar í árþúsundir. Viðvarandi jarðhiti í hellinum skapaði heitar og rakar aðstæður sem útfellingarnar mynduðust í. Útfellingarnarnar eru því jarðmyndanir sem teljast hafa mjög hátt verndargildi sökum sérstöðu og fágætis og markmiðið með lokuninni er því að tryggja að jarðmyndanirnar í hellinum verði ekki fyrir óafturkræfu raski.“ Umhverfismál Þingeyjarsveit Norðurþing Tengdar fréttir Halda hellinum áfram lokuðum Umhverfisstofnun hefur ákveðið að loka nýfundnum helli við Jarðböðin í Mývatnssveit á ný. Markmiðið með lokuninni er að tryggja að jarðmyndanir í hellinum verði ekki fyrir óafturkræfu raski. 5. apríl 2023 13:47 Loka nýfundnum helli við Jarðböðin í Mývatnssveit Umhverfisstofnun hefur ákveðið að loka nýfundnum helli við Jarðböðin í Mývatnssveit í tvær vikur í ljósi fágætra og viðkvæmra jarðhitaútfellinga sem þar hafa fundist. 14. mars 2023 11:16 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Fleiri fréttir Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Umhverfisstofnunar, en hún tekur ákvörðunina um þetta. Þar segir að umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hafi staðfest ákvörðunina. „Þörf er á lengri tíma til að vinna að og leita varanlegra lausna sem snúa að verndun hellisins og telur Umhverfisstofnun því nauðsynlegt að hellirinn verði áfram lokaður,“ segir í tilkynningunni. Hellirinn er sagður sérlega sérstakurUmhverfisstofnun Fram kemur að samráð hafi verið haft við hagsmunaaðila þegar ljóst var að þörf væri á framlengingu lokunarinnar. Meðan á lokuninni stendur getur stofnunin veitt leyfi fyrir ferðum sem tengjast könnun hellisins og rannsóknum á honum, en fullyrt er að öll önnur umferð verði óheimil. Þá segir stofnuninni sé heimilt að opna svæðið fyrr ef ástandið sé metið þannig að ekki sé lengur talin hætta á skemmdum. Hellirinn verður lokaður þangað til í október.Umhverfisstofnun Þá segir að Umhverfisstofnun muni, á meðan lokunin er í gildi, hefja vinnu við friðlýsingu hellisins til að tryggja verndun útfellinga í honum til frambúðar. Útfellingar eru útskýrðar á vef Umhverfisstofnunar, en þar er tekið fram að hellirinn sé mjög sérstakur. „Jarðhitaútfellingar sem fundust í hellinum eru einsdæmi á Íslandi. Við greiningu kom í ljós að um er að ræða útfellingar kalsíumkarbónats (CaCO3) sem telst afar sjaldgæft í hraunhellum á heimsvísu. Það sem gerir þennan helli sérlega sérstakan er að útfellingarnar hafa þarna fallið úr jarðhita, en á heimsvísu myndast sambærilegar útfellingar í grunnvatni sem drýpur úr lofti. Útfellingarnar dreifast um allan hellinn og hafa þar vaxið helst á gólfi og veggjum hans. Hellirinn er í hrauni sem talið er vera um 8000 ára gamalt og var hann einangraður frá yfirborði jarðar í árþúsundir. Viðvarandi jarðhiti í hellinum skapaði heitar og rakar aðstæður sem útfellingarnar mynduðust í. Útfellingarnarnar eru því jarðmyndanir sem teljast hafa mjög hátt verndargildi sökum sérstöðu og fágætis og markmiðið með lokuninni er því að tryggja að jarðmyndanirnar í hellinum verði ekki fyrir óafturkræfu raski.“
Umhverfismál Þingeyjarsveit Norðurþing Tengdar fréttir Halda hellinum áfram lokuðum Umhverfisstofnun hefur ákveðið að loka nýfundnum helli við Jarðböðin í Mývatnssveit á ný. Markmiðið með lokuninni er að tryggja að jarðmyndanir í hellinum verði ekki fyrir óafturkræfu raski. 5. apríl 2023 13:47 Loka nýfundnum helli við Jarðböðin í Mývatnssveit Umhverfisstofnun hefur ákveðið að loka nýfundnum helli við Jarðböðin í Mývatnssveit í tvær vikur í ljósi fágætra og viðkvæmra jarðhitaútfellinga sem þar hafa fundist. 14. mars 2023 11:16 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Fleiri fréttir Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Sjá meira
Halda hellinum áfram lokuðum Umhverfisstofnun hefur ákveðið að loka nýfundnum helli við Jarðböðin í Mývatnssveit á ný. Markmiðið með lokuninni er að tryggja að jarðmyndanir í hellinum verði ekki fyrir óafturkræfu raski. 5. apríl 2023 13:47
Loka nýfundnum helli við Jarðböðin í Mývatnssveit Umhverfisstofnun hefur ákveðið að loka nýfundnum helli við Jarðböðin í Mývatnssveit í tvær vikur í ljósi fágætra og viðkvæmra jarðhitaútfellinga sem þar hafa fundist. 14. mars 2023 11:16