Kennedy-fjölskyldan lýsir yfir stuðningi við Biden Kjartan Kjartansson skrifar 18. apríl 2024 23:51 Fulltrúar Kennedy-ættarinnar kynna Joe Biden á kosningafundi í Fíladelfíu í dag. AP/Alex Brandon Að minnsta kosti fimmtán manns úr Kennedy-fjölskyldunni lýstu yfir stuðningi við Joe Biden í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í dag. Það gerðu þeir þrátt fyrir að Robert F. Kennedy yngri sé í framboði. Hópur úr Kennedy-fjölskyldunni frægu kom fram á kosningafundi með Biden í Fíladelfíu í dag. Fjölskyldan hefur verið áhrifamikil í bandarískum stjórnmálum og Demókrataflokknum um áratugaskeið. John F. Kennedy, fyrrverandi forseti, og Robert F. Kennedy, dómsmálaráðherra hans, voru ættarlaukarnir en báðir voru myrtir á sjöunda áratug síðustu aldar. „Við viljum gera kýrskýrt að okkur finnst farsælast fyrir Bandaríkin að kjósa aftur Joe Biden og Kamölu Harris til næstu fjögurra ára,“ sagði Kerry Kennedy, dóttir Roberts F. Kennedy. Hún nefndi ekki bróður sinn Robert F. Kennedy yngri á nafn en sagði aðeins tvo frambjóðendur í boði sem hefðu raunverulegan möguleika á sigri, að sögn AP-fréttastofunnar. Bróðir hennar er í framboði sem óháður frambjóðandi. Kennedy yngri naut nokkurar hylli sem baráttumaður fyrir umhverfismálum á sínum tíma en í seinni tíð hefur hann aðhyllst stoðlausar samsæriskenningar um meinta skaðsemi bóluefna, bæði gegn kórónuveirunni og ýmsum sjúkdómum sem ollu mannskaða fyrr á árum. Hann gerði lítið úr stuðningsyfirlýsingu fjölskyldu sinnar við Biden. Fjölskyldan væri klofin í skoðunum sínum en sameinuð í ást sinni. Hann hefur þegar þurft að biðjast afsökunar á auglýsingu sem stuðningshópur hans keypti í hálfleik í sjónvarpsútsendingu frá Ofurskálinni þar sem myndefni af John föðurbróður hans í forsetaframboði var notað. Þá fordæmdu ættingjar Kennedy yngri ummæli sem hann lét falla um að svo virtist sem að nýtt afbrigði kórónuveirunnar hefði verið hannað til þess að leggjast fremur á hvítt og svart fólk en gyðinga eða Kínverja. AP segir að samkoman með Kennedy-fjölskyldunni í dag sýni hversu alvarlega Biden taki þann möguleika að framboð Kennedy yngri taki af honum atkvæði í forsetakosningnum þar sem litlu munar á honum og Donald Trump, frambjóðanda repúblikana. Sérfræðingar segja þó ekki ljóst hvort að Kennedy yngri sé líklegri til þess að taka atkvæði af Biden eða Trump. Bernard Tamas, sérfræðingur í framboðum utan stóru flokkanna tveggja, segir AP að Kennedy yngri hafi fátt að bjóða frjálslyndum kjósendum annað en ættarnafnið. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Tengdar fréttir Sagði SARS-CoV-2 hannaða til að leggjast þyngra á hvíta og svarta Nánir ættingjar forsetaframbjóðandans Robert Kennedy Jr. hafa fordæmt ummæli sem hann lét falla um helgina þess efnis að svo virtist sem SARS-CoV-2 veirunni hefði verið breytt til að leggjast þyngra á hvítt og svart fólk en gyðinga og Kínverja. 18. júlí 2023 07:28 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Hópur úr Kennedy-fjölskyldunni frægu kom fram á kosningafundi með Biden í Fíladelfíu í dag. Fjölskyldan hefur verið áhrifamikil í bandarískum stjórnmálum og Demókrataflokknum um áratugaskeið. John F. Kennedy, fyrrverandi forseti, og Robert F. Kennedy, dómsmálaráðherra hans, voru ættarlaukarnir en báðir voru myrtir á sjöunda áratug síðustu aldar. „Við viljum gera kýrskýrt að okkur finnst farsælast fyrir Bandaríkin að kjósa aftur Joe Biden og Kamölu Harris til næstu fjögurra ára,“ sagði Kerry Kennedy, dóttir Roberts F. Kennedy. Hún nefndi ekki bróður sinn Robert F. Kennedy yngri á nafn en sagði aðeins tvo frambjóðendur í boði sem hefðu raunverulegan möguleika á sigri, að sögn AP-fréttastofunnar. Bróðir hennar er í framboði sem óháður frambjóðandi. Kennedy yngri naut nokkurar hylli sem baráttumaður fyrir umhverfismálum á sínum tíma en í seinni tíð hefur hann aðhyllst stoðlausar samsæriskenningar um meinta skaðsemi bóluefna, bæði gegn kórónuveirunni og ýmsum sjúkdómum sem ollu mannskaða fyrr á árum. Hann gerði lítið úr stuðningsyfirlýsingu fjölskyldu sinnar við Biden. Fjölskyldan væri klofin í skoðunum sínum en sameinuð í ást sinni. Hann hefur þegar þurft að biðjast afsökunar á auglýsingu sem stuðningshópur hans keypti í hálfleik í sjónvarpsútsendingu frá Ofurskálinni þar sem myndefni af John föðurbróður hans í forsetaframboði var notað. Þá fordæmdu ættingjar Kennedy yngri ummæli sem hann lét falla um að svo virtist sem að nýtt afbrigði kórónuveirunnar hefði verið hannað til þess að leggjast fremur á hvítt og svart fólk en gyðinga eða Kínverja. AP segir að samkoman með Kennedy-fjölskyldunni í dag sýni hversu alvarlega Biden taki þann möguleika að framboð Kennedy yngri taki af honum atkvæði í forsetakosningnum þar sem litlu munar á honum og Donald Trump, frambjóðanda repúblikana. Sérfræðingar segja þó ekki ljóst hvort að Kennedy yngri sé líklegri til þess að taka atkvæði af Biden eða Trump. Bernard Tamas, sérfræðingur í framboðum utan stóru flokkanna tveggja, segir AP að Kennedy yngri hafi fátt að bjóða frjálslyndum kjósendum annað en ættarnafnið.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Tengdar fréttir Sagði SARS-CoV-2 hannaða til að leggjast þyngra á hvíta og svarta Nánir ættingjar forsetaframbjóðandans Robert Kennedy Jr. hafa fordæmt ummæli sem hann lét falla um helgina þess efnis að svo virtist sem SARS-CoV-2 veirunni hefði verið breytt til að leggjast þyngra á hvítt og svart fólk en gyðinga og Kínverja. 18. júlí 2023 07:28 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Sagði SARS-CoV-2 hannaða til að leggjast þyngra á hvíta og svarta Nánir ættingjar forsetaframbjóðandans Robert Kennedy Jr. hafa fordæmt ummæli sem hann lét falla um helgina þess efnis að svo virtist sem SARS-CoV-2 veirunni hefði verið breytt til að leggjast þyngra á hvítt og svart fólk en gyðinga og Kínverja. 18. júlí 2023 07:28