Helga ekki tilbúin að henda inn handklæðinu Jakob Bjarnar skrifar 19. apríl 2024 09:58 Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar ætlar að sjá til enn að sinni, með framboð sitt. Hún hefur fulla trú á að hún eigi erindi. vísir/vilhelm Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi kallar eftir stuðningi landsmanna. Helga segist jarðtengd, hún viti að vonin sé ekki mikil en hún er ekki tilbúin að henda inn handklæðinu alveg strax. „Hvað getur maður sagt? Þessir lokametrar. Vika er langur tími í pólitík,“ segir Helga Þórisdóttir. En það er að koma á daginn að hún er ekki eins þekkt meðal almennings og hún hugði. Það segja skoðanakannanir. Helga er að átta sig á því að hún er óþekkti embættismaðurinn. Sem þýðir að hún á við mótsagnakennd atriði að eiga. Segist jarðtengd en ætlar að reyna enn um sinn „Þetta er klemma. Ég veit hvað ég hef uppá að bjóða og er alveg róleg í eigin skinni. Ég þoli þetta og kannski gerist kraftaverk. Kannski fer fólk að hlusta á mig,“ segir Helga. En hún hefur ekki verið að ríða feitum hesti frá skoðanakönnunum. En koma tímar, koma ráð. Helga hefur átt í vandræðum með að ná inn undirskriftum en það tekur hins vegar kipp um leið og hún fer út á meðal fólks. „Þess vegna er ég í þessu. Og ætla að halda ögn áfram. Mitt hjarta segir það líka. Ég er með fullkomna jarðtengdingu, er krabbi, í vatnsmerkinu og átta mig á því að staðan gæti verið betri. En ég er bara fullviss um og trúi á mína þekkingu og ætla að reyna ögn áfram. Hvort íslenska þjóðin átti sig ekki á dömunni. sjáum hvað setur, aðeins í viðbót.“ Helga segist að upplagi hógvær og það sé ekki alveg í hennar eðli að trana sér fram. En hún telur sig geta sinnt forsetaembættinu uppá tíu plús og hennar fólk hefur bent henni á að þær kannanir sem hafa verið kynntar, en þar er hún ekki að ríða feitum hesti frá, geti verið óáreiðanlegar. Og hún á við óvænt mótsagnakennd atriði að stríða. Hún er óþekkti embættismaðurinn „Ég er vonandi með nógu sterk bein og ég á góða að. En ást mín á íslensku samfélagi hefur alltaf verið mitt mottó í lífinu. Ég er greinilega þessi óþekkti embættismaður. Og opinberi geirinn sem þekkir mig þarf að gæta hlutleysis.“ Helga er nú að átta sig á því að það að vera forstjóri Persónuverndar, lögfræðingur í 29 ár í opinbera geiranum, er ekki endilega ákjósanlegt þegar þekktasti grínisti landsins og sjálfur forsætisráðherra bjóða sig fram. Vísir heldur áfram að fylgjast með forsetakjörinu og í dag klukkan eitt verður á dagskrá Pallborð þar sem þrír af þeim fjórum sem efstir eru í könnunum takast á, þau Baldur Þórhallsson, Jón Gnarr og Halla Hrund Logadóttir. Forsetakosningar 2024 Persónuvernd Tengdar fréttir Katrín á toppnum um allt land Katrín Jakobsdóttir er með nokkuð örugga forystu meðal frambjóðenda til embættis forseta Íslands samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. 18. apríl 2024 21:01 Forsetaframbjóðendur í Pallborðinu klukkan 13 á morgun Forsetaframbjóðendurnir Baldur Þórhallsson stjórnmálaprófessor, Jón Gnarr listamaður og Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri verða gestir Pallborðsins á morgun, þar sem til umræðu verða niðurstöður skoðanakannana og fyrstu vikur kosningabaráttunnar. 18. apríl 2024 12:06 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
„Hvað getur maður sagt? Þessir lokametrar. Vika er langur tími í pólitík,“ segir Helga Þórisdóttir. En það er að koma á daginn að hún er ekki eins þekkt meðal almennings og hún hugði. Það segja skoðanakannanir. Helga er að átta sig á því að hún er óþekkti embættismaðurinn. Sem þýðir að hún á við mótsagnakennd atriði að eiga. Segist jarðtengd en ætlar að reyna enn um sinn „Þetta er klemma. Ég veit hvað ég hef uppá að bjóða og er alveg róleg í eigin skinni. Ég þoli þetta og kannski gerist kraftaverk. Kannski fer fólk að hlusta á mig,“ segir Helga. En hún hefur ekki verið að ríða feitum hesti frá skoðanakönnunum. En koma tímar, koma ráð. Helga hefur átt í vandræðum með að ná inn undirskriftum en það tekur hins vegar kipp um leið og hún fer út á meðal fólks. „Þess vegna er ég í þessu. Og ætla að halda ögn áfram. Mitt hjarta segir það líka. Ég er með fullkomna jarðtengdingu, er krabbi, í vatnsmerkinu og átta mig á því að staðan gæti verið betri. En ég er bara fullviss um og trúi á mína þekkingu og ætla að reyna ögn áfram. Hvort íslenska þjóðin átti sig ekki á dömunni. sjáum hvað setur, aðeins í viðbót.“ Helga segist að upplagi hógvær og það sé ekki alveg í hennar eðli að trana sér fram. En hún telur sig geta sinnt forsetaembættinu uppá tíu plús og hennar fólk hefur bent henni á að þær kannanir sem hafa verið kynntar, en þar er hún ekki að ríða feitum hesti frá, geti verið óáreiðanlegar. Og hún á við óvænt mótsagnakennd atriði að stríða. Hún er óþekkti embættismaðurinn „Ég er vonandi með nógu sterk bein og ég á góða að. En ást mín á íslensku samfélagi hefur alltaf verið mitt mottó í lífinu. Ég er greinilega þessi óþekkti embættismaður. Og opinberi geirinn sem þekkir mig þarf að gæta hlutleysis.“ Helga er nú að átta sig á því að það að vera forstjóri Persónuverndar, lögfræðingur í 29 ár í opinbera geiranum, er ekki endilega ákjósanlegt þegar þekktasti grínisti landsins og sjálfur forsætisráðherra bjóða sig fram. Vísir heldur áfram að fylgjast með forsetakjörinu og í dag klukkan eitt verður á dagskrá Pallborð þar sem þrír af þeim fjórum sem efstir eru í könnunum takast á, þau Baldur Þórhallsson, Jón Gnarr og Halla Hrund Logadóttir.
Forsetakosningar 2024 Persónuvernd Tengdar fréttir Katrín á toppnum um allt land Katrín Jakobsdóttir er með nokkuð örugga forystu meðal frambjóðenda til embættis forseta Íslands samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. 18. apríl 2024 21:01 Forsetaframbjóðendur í Pallborðinu klukkan 13 á morgun Forsetaframbjóðendurnir Baldur Þórhallsson stjórnmálaprófessor, Jón Gnarr listamaður og Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri verða gestir Pallborðsins á morgun, þar sem til umræðu verða niðurstöður skoðanakannana og fyrstu vikur kosningabaráttunnar. 18. apríl 2024 12:06 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Katrín á toppnum um allt land Katrín Jakobsdóttir er með nokkuð örugga forystu meðal frambjóðenda til embættis forseta Íslands samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. 18. apríl 2024 21:01
Forsetaframbjóðendur í Pallborðinu klukkan 13 á morgun Forsetaframbjóðendurnir Baldur Þórhallsson stjórnmálaprófessor, Jón Gnarr listamaður og Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri verða gestir Pallborðsins á morgun, þar sem til umræðu verða niðurstöður skoðanakannana og fyrstu vikur kosningabaráttunnar. 18. apríl 2024 12:06