Uppgjör, viðtöl og myndir: Víkingur R. - Breiðablik 4-1 | Meistararnir sýndu styrk sinn Smári Jökull Jónsson skrifar 21. apríl 2024 21:10 Víkingar fagna hér fyrra marki Ara í leiknum. Vísir/Pawel Víkingar eru áfram með fullt hús stiga í Bestu deild karla í knattspyrnu eftir 4-1 sigur á Breiðablik á heimavelli sínum í Víkinni í kvöld. Víkingar skoruðu tvö mörk með stuttu millibili bæði í fyrri og seinni hálfleik í dag og sigur þeirra sanngjarn. Benjamin Stokke með fyrirgjöf þegar Ingvar Jónsson er kominn langt út úr marki sínu.Vísir/Pawel Eftir ágæta byrjun Blika fyrstu fimm mínútur leiksins voru það Víkingar sem tóku völdin. Þeir sköpuðu usla í föstum leikatriðum og virtust oft á tíðum eiga greiða leið í gegnum miðju Blikaliðsins. Nikolaj Hansen fagnar sínu marki.Vísir/Pawel Anton Ari Einarsson í marki Blika var búinn að verja vel í tvígang frá Pablo Punyed og Ara Sigurpálssyni áður en Ari kom Víkingum í forystu með góðu skoti úr teignum. Það leið síðan ekki nema rúm ein og hálf mínúta áður en Nikolaj Hansen kom Víkingum í 2-0 með skallamarki á fjærstönginni og á þessum tímapunkti leit út fyrir að Víkingar myndu keyra yfir gestina úr Kópavogi. Svo fór hins vegar ekki. Benjamin Stokke skoraði mark á 31. mínútu sem var dæmt af vegna rangstöðu en aðeins sex mínútum síðar skoraði Kristófer Ingi Kristinsson löglegt mark. Damir Muminovic skaut þá föstu skoti sem breytti um stefnu á hæl Kristófers og endaði í netinu. Gunnar Vatnhamar er lykilmaður í liði Víkinga.Vísir/Pawel Blikar byrjuðu síðari hálfleikinn vel. Þeir virkuðu grimmari en í þeim fyrri og áttu færi til að jafna leikinn og meðal annars bjargaði Gunnar Vatnhamar á línu eftir mistök Ingvars Jónssonar í markinu. Víkingar tóku hins vegar völdin á ný og gengu frá leiknum rétt fyrir lokakaflann. Aftur skoruðu þeir tvö mörk með skömmu millibili. Fyrst skoraði Damir Muminovic sjálfsmark eftir góða fyrirgjöf varamannsins Helga Guðjónssonar og Ari bætti síðan við sínu öðru marki þegar hann skoraði með frábæru skoti úr vítateignum. Víkingar fagna marki.Vísir/Pawel Sigur Víkinga var sanngjarn. Þeir voru betra liðið heilt yfir og þrátt fyrir góða byrjun Blika í báðum hálfleikum þá er það ekki nóg gegn jafn góðu liði og Víkingum. Atvik leiksins Benjamin Stokke skoraði mark í fyrri hálfleik sem var dæmt af vegna rangstöðu. Við fyrstu sýn virtist sem aðstoðardómarinn hafi haft rétt fyrir sér en á samfélagsmiðlum hefur mynd verið dreift þar sem varnarmaður Víkinga virðist vera fyrir innan Stokke. Aron Bjarnason sækir að Karli Friðleifi Gunnarssyni.Vísir/Pawel Hefði markið staðið hefði Stokke minnkað muninn í 2-1 sem Kristófer Ingi gerði svo reyndar skömmu síðar. Það er svo alveg hægt að tala um sekúndurnar 100 sem liðu á milli fyrstu marka Víkings sem atvik leiksins. Þá sköpuðu þeir sér góða stöðu sem Blikar náðu ekki að breyta. Stjörnur og skúrkar Ari Sigurpálsson skoraði tvö mörk í leiknum í dag. Hann kláraði afskaplega vel í bæði skiptin en hraði hans og áræðni veldur öllum varnarmönnum áhyggjum. Pablo Punyed er sá sem límir Víkingsliðið saman á fullkominn hátt og hann átti góðan leik í kvöld eins og svo oft áður. Pablo Punyed klár að taka aukaspyrnu.Vísir/Pawel Það er enginn einn sérstakur skúrkur í Blikaliðinu, þeir voru einfaldlega bara ekki nógu góðir í dag. Það hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir Halldór þjálfara að það gerist tvívegis að liðið fái á sig tvö mörk með mjög litlu millibili. Dómarinn Vilhjálmur Alvar dæmdi leikinn heilt yfir vel. Það er auðvelt að missa svona leiki í vitleysu. Það er mikið undir, tilfinningarnar miklar og rígur á milli félaganna. Vilhjálmur Alvar Þórarinsson stóð í ströngu í kvöld.Vísir/Pawel Við verðum hins vegar að setja spurningamerki við atvikið þegar Stokke skorar mark sem dæmt er af. Ef í ljós kemur þegar atvikið verður skoðað að dómurinn var rangur þá eru það vissulega stór mistök. Stemmning og umgjörð Umgjörðin á þessum stórleik í Víkinni var í hæsta klassa. Áhorfendur voru mættir snemma enda nóg um að vera á stuðningsmannasvæðinu. Mætingin var sömuleiðis frábær, stúkan troðfull og var orðin það töluvert fyrir upphafsflaut. Það var frábær mæting í Víkinni í kvöld.Vísir/Pawel Víkingarnir voru einfaldlega með allt upp á tíu og miðað við mína reynslu í þessum fyrstu umferðum Bestu deildarinnar hafa félögin tekið umgjörð leikja upp á næsta “level”. Viðtöl Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Breiðablik Víkingur Reykjavík
Víkingar eru áfram með fullt hús stiga í Bestu deild karla í knattspyrnu eftir 4-1 sigur á Breiðablik á heimavelli sínum í Víkinni í kvöld. Víkingar skoruðu tvö mörk með stuttu millibili bæði í fyrri og seinni hálfleik í dag og sigur þeirra sanngjarn. Benjamin Stokke með fyrirgjöf þegar Ingvar Jónsson er kominn langt út úr marki sínu.Vísir/Pawel Eftir ágæta byrjun Blika fyrstu fimm mínútur leiksins voru það Víkingar sem tóku völdin. Þeir sköpuðu usla í föstum leikatriðum og virtust oft á tíðum eiga greiða leið í gegnum miðju Blikaliðsins. Nikolaj Hansen fagnar sínu marki.Vísir/Pawel Anton Ari Einarsson í marki Blika var búinn að verja vel í tvígang frá Pablo Punyed og Ara Sigurpálssyni áður en Ari kom Víkingum í forystu með góðu skoti úr teignum. Það leið síðan ekki nema rúm ein og hálf mínúta áður en Nikolaj Hansen kom Víkingum í 2-0 með skallamarki á fjærstönginni og á þessum tímapunkti leit út fyrir að Víkingar myndu keyra yfir gestina úr Kópavogi. Svo fór hins vegar ekki. Benjamin Stokke skoraði mark á 31. mínútu sem var dæmt af vegna rangstöðu en aðeins sex mínútum síðar skoraði Kristófer Ingi Kristinsson löglegt mark. Damir Muminovic skaut þá föstu skoti sem breytti um stefnu á hæl Kristófers og endaði í netinu. Gunnar Vatnhamar er lykilmaður í liði Víkinga.Vísir/Pawel Blikar byrjuðu síðari hálfleikinn vel. Þeir virkuðu grimmari en í þeim fyrri og áttu færi til að jafna leikinn og meðal annars bjargaði Gunnar Vatnhamar á línu eftir mistök Ingvars Jónssonar í markinu. Víkingar tóku hins vegar völdin á ný og gengu frá leiknum rétt fyrir lokakaflann. Aftur skoruðu þeir tvö mörk með skömmu millibili. Fyrst skoraði Damir Muminovic sjálfsmark eftir góða fyrirgjöf varamannsins Helga Guðjónssonar og Ari bætti síðan við sínu öðru marki þegar hann skoraði með frábæru skoti úr vítateignum. Víkingar fagna marki.Vísir/Pawel Sigur Víkinga var sanngjarn. Þeir voru betra liðið heilt yfir og þrátt fyrir góða byrjun Blika í báðum hálfleikum þá er það ekki nóg gegn jafn góðu liði og Víkingum. Atvik leiksins Benjamin Stokke skoraði mark í fyrri hálfleik sem var dæmt af vegna rangstöðu. Við fyrstu sýn virtist sem aðstoðardómarinn hafi haft rétt fyrir sér en á samfélagsmiðlum hefur mynd verið dreift þar sem varnarmaður Víkinga virðist vera fyrir innan Stokke. Aron Bjarnason sækir að Karli Friðleifi Gunnarssyni.Vísir/Pawel Hefði markið staðið hefði Stokke minnkað muninn í 2-1 sem Kristófer Ingi gerði svo reyndar skömmu síðar. Það er svo alveg hægt að tala um sekúndurnar 100 sem liðu á milli fyrstu marka Víkings sem atvik leiksins. Þá sköpuðu þeir sér góða stöðu sem Blikar náðu ekki að breyta. Stjörnur og skúrkar Ari Sigurpálsson skoraði tvö mörk í leiknum í dag. Hann kláraði afskaplega vel í bæði skiptin en hraði hans og áræðni veldur öllum varnarmönnum áhyggjum. Pablo Punyed er sá sem límir Víkingsliðið saman á fullkominn hátt og hann átti góðan leik í kvöld eins og svo oft áður. Pablo Punyed klár að taka aukaspyrnu.Vísir/Pawel Það er enginn einn sérstakur skúrkur í Blikaliðinu, þeir voru einfaldlega bara ekki nógu góðir í dag. Það hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir Halldór þjálfara að það gerist tvívegis að liðið fái á sig tvö mörk með mjög litlu millibili. Dómarinn Vilhjálmur Alvar dæmdi leikinn heilt yfir vel. Það er auðvelt að missa svona leiki í vitleysu. Það er mikið undir, tilfinningarnar miklar og rígur á milli félaganna. Vilhjálmur Alvar Þórarinsson stóð í ströngu í kvöld.Vísir/Pawel Við verðum hins vegar að setja spurningamerki við atvikið þegar Stokke skorar mark sem dæmt er af. Ef í ljós kemur þegar atvikið verður skoðað að dómurinn var rangur þá eru það vissulega stór mistök. Stemmning og umgjörð Umgjörðin á þessum stórleik í Víkinni var í hæsta klassa. Áhorfendur voru mættir snemma enda nóg um að vera á stuðningsmannasvæðinu. Mætingin var sömuleiðis frábær, stúkan troðfull og var orðin það töluvert fyrir upphafsflaut. Það var frábær mæting í Víkinni í kvöld.Vísir/Pawel Víkingarnir voru einfaldlega með allt upp á tíu og miðað við mína reynslu í þessum fyrstu umferðum Bestu deildarinnar hafa félögin tekið umgjörð leikja upp á næsta “level”. Viðtöl
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti