Uppgjörið: HK - FH 0-2 | Tveir sigrar í röð hjá FH-ingum Sverrir Mar Smárason skrifar 20. apríl 2024 15:55 Björn Daníel Sverrisson skoraði flott mark í Kórnum í dag. Vísir/Diego FH-ingar unnu sinn annan sigur í röð í Bestu deild karla í fótbolta í dag þegar Hafnfirðingar sóttu þrjú stig í Kórinn. FH vann 2-0 sigur á HK þar sem bæði mörkin komu í seinni hálfleik. Fyrri hálfleikur var algjörlega eign gestanna í FH en því miður þeirra vegna tókst þeim ekki að vera nægilega skilvirkir í kringum vítateig HK til þess að nýta þau tækifæri sem þeir fengu til að gera mörk. Heimamenn fengu fyrsta færi leiksins þegar Birnir Breki náði fínum skalla sem Sindri Kristinn varði. Eftir það tóku gestirnir yfir leikinn. Eftir daufan fyrri hálfleik var staðan markalaus þegar liðin gengu til búningsherbergja. Síðari hálfleikur byrjaði alveg eins og sá fyrri endaði. FH sótti að marki HK en án árangurs framan af. Loksins dró þó til tíðinda á 67. mínútu en þá hafði FH gert breytingu á sínu liði og inn kom Arnór Borg Guðjohnsen. Hann var ekki lengi að láta til sín taka, renndi boltanum vel í gegn á Ástbjörn Þórðarson sem kláraði sitt færi snyrtilega í gegnum klof Arnars Freys í marki HK. Gestirnir komnir 0-1 yfir. Áfram héldu FH-ingar því að á 80. mínútu var komið að fyrirliðanum sem hafði spilað mjög góðan leik fram að þessu. Ísak Óli sendi langa sendingu fram völlinn á Björn Daníel sem virtist óvaldaður við vítateig HK. Með boltann á lofti allan tímann tók hann við honum og smellti honum svo í netið framhjá Arnari Frey í marki HK. Frábært mark og sigurinn vís. Tveimur mínútum síðar missti Atli Hrafn Andrason hausinn og fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt. Logi Hrafn setti pressu á hann aftan frá og Atli Hrafn sló frá sér. Heimskulegt brot og HK án hans í næsta leik. FH sigldi sigrinum heim manni fleiri og eru því með 6 stig eftir 3 leiki. HK í fallsæti með 1 stig. Atvik leiksins Fyrsta markið hjá Ástbirni. Það í raun gekk bara frá þessum leik því HK var svo langt frá því að vera líklegt til þess að skora. Huggulega gert hjá Arnóri Borg í aðdragandanum, nýkominn inná sem varamaður. Stjörnur og skúrkar Björn Daníel Sverrisson var maður leiksins. Allt í öllu hjá FH og gefur liðinu svo svakalega mikið í þessu frjálsa hlutverki á miðjunni. Skoraði seinna markið og stýrði öllum sóknaraðgerðum. Ástbjörn Þórðarson átti góðan leik. Skoraði fyrra mark FH, var ekki í neinum vandræðum varnarlega og ógnaði nokkrum sinnum með góðum sprettum. Skúrkarnir eru tveir og HK þarf svo sannarlega að fá meira frá þeim ætli þeir sér ekki að falla. Atli Hrafn Andrason gat ekkert á þeim 82 mínútum sem hann spilaði áður en hann lét svo reka sig útaf. George Nunn sömuleiðis, gaf liðinu bara alls ekki neitt. Ef við værum í körfubolta þá væri hann útlendingur sem yrði sendur heim eftir þessa fyrstu þrjá leiki. Dómarinn Flottur leikur hjá Elíasi Inga. Nokkur gul spjöld sem hann lyfti sá ég ekki alveg brotið sem átti sér stað en maður heyrir heldur ekki allt sem fram fer á vellinum. Nokkuð þægilegt dagsverk hjá honum. Stemning og umgjörð Stemningin í Kórnum í síðustu tveimur leikjum hefur verið mun betri en spilamennska heimamanna. Blackoutið fyrir leik er skemmtilegt en það vantar spotlight á leikmennina eða eitthvað ljósashow. Upphitunartreyjur HK eru til fyrirmyndar, þær eru algjörlega trylltar. Umgjörðin í Kórnum er fín, það mætti reyndar nánast enginn á þennan flotta Bar Fólksins en það vonandi dettur inn. Viðtöl Besta deild karla HK FH
FH-ingar unnu sinn annan sigur í röð í Bestu deild karla í fótbolta í dag þegar Hafnfirðingar sóttu þrjú stig í Kórinn. FH vann 2-0 sigur á HK þar sem bæði mörkin komu í seinni hálfleik. Fyrri hálfleikur var algjörlega eign gestanna í FH en því miður þeirra vegna tókst þeim ekki að vera nægilega skilvirkir í kringum vítateig HK til þess að nýta þau tækifæri sem þeir fengu til að gera mörk. Heimamenn fengu fyrsta færi leiksins þegar Birnir Breki náði fínum skalla sem Sindri Kristinn varði. Eftir það tóku gestirnir yfir leikinn. Eftir daufan fyrri hálfleik var staðan markalaus þegar liðin gengu til búningsherbergja. Síðari hálfleikur byrjaði alveg eins og sá fyrri endaði. FH sótti að marki HK en án árangurs framan af. Loksins dró þó til tíðinda á 67. mínútu en þá hafði FH gert breytingu á sínu liði og inn kom Arnór Borg Guðjohnsen. Hann var ekki lengi að láta til sín taka, renndi boltanum vel í gegn á Ástbjörn Þórðarson sem kláraði sitt færi snyrtilega í gegnum klof Arnars Freys í marki HK. Gestirnir komnir 0-1 yfir. Áfram héldu FH-ingar því að á 80. mínútu var komið að fyrirliðanum sem hafði spilað mjög góðan leik fram að þessu. Ísak Óli sendi langa sendingu fram völlinn á Björn Daníel sem virtist óvaldaður við vítateig HK. Með boltann á lofti allan tímann tók hann við honum og smellti honum svo í netið framhjá Arnari Frey í marki HK. Frábært mark og sigurinn vís. Tveimur mínútum síðar missti Atli Hrafn Andrason hausinn og fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt. Logi Hrafn setti pressu á hann aftan frá og Atli Hrafn sló frá sér. Heimskulegt brot og HK án hans í næsta leik. FH sigldi sigrinum heim manni fleiri og eru því með 6 stig eftir 3 leiki. HK í fallsæti með 1 stig. Atvik leiksins Fyrsta markið hjá Ástbirni. Það í raun gekk bara frá þessum leik því HK var svo langt frá því að vera líklegt til þess að skora. Huggulega gert hjá Arnóri Borg í aðdragandanum, nýkominn inná sem varamaður. Stjörnur og skúrkar Björn Daníel Sverrisson var maður leiksins. Allt í öllu hjá FH og gefur liðinu svo svakalega mikið í þessu frjálsa hlutverki á miðjunni. Skoraði seinna markið og stýrði öllum sóknaraðgerðum. Ástbjörn Þórðarson átti góðan leik. Skoraði fyrra mark FH, var ekki í neinum vandræðum varnarlega og ógnaði nokkrum sinnum með góðum sprettum. Skúrkarnir eru tveir og HK þarf svo sannarlega að fá meira frá þeim ætli þeir sér ekki að falla. Atli Hrafn Andrason gat ekkert á þeim 82 mínútum sem hann spilaði áður en hann lét svo reka sig útaf. George Nunn sömuleiðis, gaf liðinu bara alls ekki neitt. Ef við værum í körfubolta þá væri hann útlendingur sem yrði sendur heim eftir þessa fyrstu þrjá leiki. Dómarinn Flottur leikur hjá Elíasi Inga. Nokkur gul spjöld sem hann lyfti sá ég ekki alveg brotið sem átti sér stað en maður heyrir heldur ekki allt sem fram fer á vellinum. Nokkuð þægilegt dagsverk hjá honum. Stemning og umgjörð Stemningin í Kórnum í síðustu tveimur leikjum hefur verið mun betri en spilamennska heimamanna. Blackoutið fyrir leik er skemmtilegt en það vantar spotlight á leikmennina eða eitthvað ljósashow. Upphitunartreyjur HK eru til fyrirmyndar, þær eru algjörlega trylltar. Umgjörðin í Kórnum er fín, það mætti reyndar nánast enginn á þennan flotta Bar Fólksins en það vonandi dettur inn. Viðtöl
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti