Baldur segir lygasögur ekki hafa nein áhrif á þá Felix Jón Þór Stefánsson skrifar 19. apríl 2024 14:18 Jón Gnarr, Baldur Þórhallsson, og Halla Hrund Logadóttir eru gestir Pallborðsins í dag. Vísir/Vilhelm Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi telur að allir sem sækist eftir embættinu megi búast við því að skrökvað verði um sig. Facebook-síðan Bessastaðabaráttan, sem nú hefur verið tekin niður, hélt úti rætinni herferð gegn Baldri. „Ég held að við lendum öll í því sem stígum svona fram, sérstaklega varðandi þetta embætti, að fá einhverjar svona skrökvusögur á okkur.“ sagði Baldur í Pallborðinu á Vísi í dag, en þar ræddi hann, Jón Gnarr og Halla Hrund Logadóttir um komandi forsetakosningar. „Við sem munum eftir kosningabaráttunni fyrir átta árum þegar Guðni var kosinn, Ólafur Ragnar 1996, og síðan Vigdís 1980. Það voru auðvitað alveg ótrúlegar sögur sem gengu þá um.“ Baldur sagði sig og eiginmann hans, fjölmiðlamanninn Felix Bergsson, vera með sterka skrápa og lygasögur fengju ekki á þá „Þetta bara fylgir þessu, og þetta hefur engin áhrif á okkur Felix,“ sagði Baldur og bætti við að þeir sem væru samkynhneigðir hefðu upplifað áreiti sem þetta í gegnum tíðina. Jón Gnarr sagði í Pallborðinu að hann ætti von á því að kosningabaráttan yrði ljúf og þægileg. Þá var hann spurður út í ummæli hans um Katrínu Jakobsdóttur, sem einnig gefur kost á sér í kosningunum, en Jón sagði að honum þætti sérstakt að forsætisráðherra væri að bjóða sig fram. „Ég verð bara að segja það sem mér finnst ef mér finnst það skipta máli, jafnvel þegar það getur verið óþægilegt,“ sagði Jón og rifjaði upp þegar hann var borgarstjóri og hann var spurður spurningu sem hann vissi ekki svarið við. „Þá sagði ég það: Ég bara veit það ekki. Það var mjög óþægilegt. Einhverjum fannst að ég hefði ekki átt að segja það. En þetta var bara sannleikurinn þá.“ Þrátt fyrir það sagðist Jón eiga von á því að kosningabaráttan yrði skemmtileg. „Mér finnst vera veisla, lýðræðisveisla, að sjá svona margt fólk koma úr ólíkum hlutum samfélagsins til þess að taka þátt í þessu.“ Ætlar að vinna heiðarlegan sigur Gestirnir voru spurðir að ýmsu varðandi forsetaembættið og hlutverkið. Halla Hrund lagði áherslu á að forseti yrði að vera hafinn yfir dægurþras. Hún sagði mestu máli skipta að hver og einn frambjóðandi leiði sína sýn. Svo sé það kjósenda að dæma. „Varðandi þá sem eru hér og eru ekki hér, verð að segja, horfandi á þetta fólk, að ég fyllist bjartsýni hve margt frábært fólk er að bjóða sig fram,“ sagði Halla Hrund. Hundruð sjálfboðaliða komi að þessum framboðum. „Ef það er ekki góðs viti fyrir samfélagið þá veit ég ekki hvað. Ég fer bjartsýn í baráttuna um að vinna hana heiðarlega. Vitandi það líka að það getur gengið á ýmsu. Hefur fulla trú á að þetta verði skemmtileg og góð vegferð fyrir lýðræðið sem ekki megi taka sem sjálfsögðum hlut.“ Pallborðið í heild má sjá að neðan. Pallborðið Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tengdar fréttir Sver af sér rætna herferð gegn Baldri Ástþór Magnússon sver af sér öll tengsl við Facebook-síðuna Bessastaðabaráttan, þar sem rætinni herferð gegn Baldri Þórhallssyni hefur verið haldið úti. Sama dag og tengslin voru borin upp á Ástþór var síðunni eytt. 7. apríl 2024 13:03 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
„Ég held að við lendum öll í því sem stígum svona fram, sérstaklega varðandi þetta embætti, að fá einhverjar svona skrökvusögur á okkur.“ sagði Baldur í Pallborðinu á Vísi í dag, en þar ræddi hann, Jón Gnarr og Halla Hrund Logadóttir um komandi forsetakosningar. „Við sem munum eftir kosningabaráttunni fyrir átta árum þegar Guðni var kosinn, Ólafur Ragnar 1996, og síðan Vigdís 1980. Það voru auðvitað alveg ótrúlegar sögur sem gengu þá um.“ Baldur sagði sig og eiginmann hans, fjölmiðlamanninn Felix Bergsson, vera með sterka skrápa og lygasögur fengju ekki á þá „Þetta bara fylgir þessu, og þetta hefur engin áhrif á okkur Felix,“ sagði Baldur og bætti við að þeir sem væru samkynhneigðir hefðu upplifað áreiti sem þetta í gegnum tíðina. Jón Gnarr sagði í Pallborðinu að hann ætti von á því að kosningabaráttan yrði ljúf og þægileg. Þá var hann spurður út í ummæli hans um Katrínu Jakobsdóttur, sem einnig gefur kost á sér í kosningunum, en Jón sagði að honum þætti sérstakt að forsætisráðherra væri að bjóða sig fram. „Ég verð bara að segja það sem mér finnst ef mér finnst það skipta máli, jafnvel þegar það getur verið óþægilegt,“ sagði Jón og rifjaði upp þegar hann var borgarstjóri og hann var spurður spurningu sem hann vissi ekki svarið við. „Þá sagði ég það: Ég bara veit það ekki. Það var mjög óþægilegt. Einhverjum fannst að ég hefði ekki átt að segja það. En þetta var bara sannleikurinn þá.“ Þrátt fyrir það sagðist Jón eiga von á því að kosningabaráttan yrði skemmtileg. „Mér finnst vera veisla, lýðræðisveisla, að sjá svona margt fólk koma úr ólíkum hlutum samfélagsins til þess að taka þátt í þessu.“ Ætlar að vinna heiðarlegan sigur Gestirnir voru spurðir að ýmsu varðandi forsetaembættið og hlutverkið. Halla Hrund lagði áherslu á að forseti yrði að vera hafinn yfir dægurþras. Hún sagði mestu máli skipta að hver og einn frambjóðandi leiði sína sýn. Svo sé það kjósenda að dæma. „Varðandi þá sem eru hér og eru ekki hér, verð að segja, horfandi á þetta fólk, að ég fyllist bjartsýni hve margt frábært fólk er að bjóða sig fram,“ sagði Halla Hrund. Hundruð sjálfboðaliða komi að þessum framboðum. „Ef það er ekki góðs viti fyrir samfélagið þá veit ég ekki hvað. Ég fer bjartsýn í baráttuna um að vinna hana heiðarlega. Vitandi það líka að það getur gengið á ýmsu. Hefur fulla trú á að þetta verði skemmtileg og góð vegferð fyrir lýðræðið sem ekki megi taka sem sjálfsögðum hlut.“ Pallborðið í heild má sjá að neðan.
Pallborðið Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tengdar fréttir Sver af sér rætna herferð gegn Baldri Ástþór Magnússon sver af sér öll tengsl við Facebook-síðuna Bessastaðabaráttan, þar sem rætinni herferð gegn Baldri Þórhallssyni hefur verið haldið úti. Sama dag og tengslin voru borin upp á Ástþór var síðunni eytt. 7. apríl 2024 13:03 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Sver af sér rætna herferð gegn Baldri Ástþór Magnússon sver af sér öll tengsl við Facebook-síðuna Bessastaðabaráttan, þar sem rætinni herferð gegn Baldri Þórhallssyni hefur verið haldið úti. Sama dag og tengslin voru borin upp á Ástþór var síðunni eytt. 7. apríl 2024 13:03