#Katrín er minn forseti Elín Hirst skrifar 19. apríl 2024 14:31 Leiðir okkar Katrínar Jakobsdóttur lágu fyrst saman á fréttastofu RÚV fyrir rúmum 20 árum þar sem hún vann sem ungur íslenskufræðingur við að lesa yfir fréttatexta og koma með tillögur til fréttamanna um betra málfar. Ég var fréttastjóri á þessum tíma og mér féll strax vel við þessa ungu og vandvirku konu, sem tók brosandi á móti textum frá okkur fréttafólkinu sem voru margir misjafnlega góðir íslensku og færði til betri vegar. Næst urðum við samstarfsmenn á Alþingi en þingmenn fyrir ólíka flokka. Hennar fallega framkoma, rökfesta, gáfur og virðing fyrir öðru fólki heillaði mig sem fyrr. Samskipti urðu síðan nánari þegar við voru sessunautar í þingsal einn þingvetur. Minn flokkur var í stjórn en flokkur Katrínar í stjórnarandstöðu. En Katrín hafði svo mikla úgeislun og góða nærveru að það var afar gott að hafa hana við hlið sér. Glatt á hjalla á fundi í utanríkisnefnd Alþingis árið 2015. Frá vinstri: þingmennirnir Katrín Jakobsdóttir, Össur Skarphéðinsson, Elín Hirst og Birgitta Jónsdóttir. Snemma ár árinu 2023 fékk ég svo tækifæri að starfa náið með Katrínu í nokkra mánuði í forsætisráðuneytinu þar sem ég skipulagði meðal annars hringferð hennar um landið til þess að hún sem forsætisráðherra átti samtal við landsmenn um stefnumótun fyrir Sjálfbært Ísland, þ.e. um að hvernig við við snúum af þeirri vegferð að ofnýta auðlindir Jarðar sem mun koma niður á velsæld afkomenda okkar. Unga konan sem hafði staðið sig svo vel í hlutverki málfarsráðunautar á fréttastofu RÚV, var nú orðin forsætisráðherra og það var yndilegt að fylgjast með þvi hvernig hún skilaði því verki. Yfirleitt var hún mætt fyrst til vinnu í stjórnarráðshúsinu, alltaf var opið inn til hennar þegar hún var ekki með fundi, hún var afar vel inn í öllum þeim fjölmörgu málum sem heyrðu undir forsætisráðuneytið, og hafði víðtæka yfirsýn. Ég fylgdist einnig af aðdáun með glæsilegri framkomu á alþjóðavettvangi, fylltist stolti fyrir Íslands hönd og þótti hún bera af í hópi helstu leiðtoga heims og næsta dag var hún komin aftur á fullt í ráðuneytinu. Ég var því afar ánægð þegar Katrín ákvað að gefa kost á sér sem næsti forseti Íslands, því engan þekki ég sem myndi sóma sér betur í því embætti. #Katrín er minn forseti. Höfundur er fyrrverandi fréttastjóri Stöðvar 2 og RÚV sjónvarps og alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Elín Hirst Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Leiðir okkar Katrínar Jakobsdóttur lágu fyrst saman á fréttastofu RÚV fyrir rúmum 20 árum þar sem hún vann sem ungur íslenskufræðingur við að lesa yfir fréttatexta og koma með tillögur til fréttamanna um betra málfar. Ég var fréttastjóri á þessum tíma og mér féll strax vel við þessa ungu og vandvirku konu, sem tók brosandi á móti textum frá okkur fréttafólkinu sem voru margir misjafnlega góðir íslensku og færði til betri vegar. Næst urðum við samstarfsmenn á Alþingi en þingmenn fyrir ólíka flokka. Hennar fallega framkoma, rökfesta, gáfur og virðing fyrir öðru fólki heillaði mig sem fyrr. Samskipti urðu síðan nánari þegar við voru sessunautar í þingsal einn þingvetur. Minn flokkur var í stjórn en flokkur Katrínar í stjórnarandstöðu. En Katrín hafði svo mikla úgeislun og góða nærveru að það var afar gott að hafa hana við hlið sér. Glatt á hjalla á fundi í utanríkisnefnd Alþingis árið 2015. Frá vinstri: þingmennirnir Katrín Jakobsdóttir, Össur Skarphéðinsson, Elín Hirst og Birgitta Jónsdóttir. Snemma ár árinu 2023 fékk ég svo tækifæri að starfa náið með Katrínu í nokkra mánuði í forsætisráðuneytinu þar sem ég skipulagði meðal annars hringferð hennar um landið til þess að hún sem forsætisráðherra átti samtal við landsmenn um stefnumótun fyrir Sjálfbært Ísland, þ.e. um að hvernig við við snúum af þeirri vegferð að ofnýta auðlindir Jarðar sem mun koma niður á velsæld afkomenda okkar. Unga konan sem hafði staðið sig svo vel í hlutverki málfarsráðunautar á fréttastofu RÚV, var nú orðin forsætisráðherra og það var yndilegt að fylgjast með þvi hvernig hún skilaði því verki. Yfirleitt var hún mætt fyrst til vinnu í stjórnarráðshúsinu, alltaf var opið inn til hennar þegar hún var ekki með fundi, hún var afar vel inn í öllum þeim fjölmörgu málum sem heyrðu undir forsætisráðuneytið, og hafði víðtæka yfirsýn. Ég fylgdist einnig af aðdáun með glæsilegri framkomu á alþjóðavettvangi, fylltist stolti fyrir Íslands hönd og þótti hún bera af í hópi helstu leiðtoga heims og næsta dag var hún komin aftur á fullt í ráðuneytinu. Ég var því afar ánægð þegar Katrín ákvað að gefa kost á sér sem næsti forseti Íslands, því engan þekki ég sem myndi sóma sér betur í því embætti. #Katrín er minn forseti. Höfundur er fyrrverandi fréttastjóri Stöðvar 2 og RÚV sjónvarps og alþingismaður.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar