„Særð dýr eru hættulegustu dýrin“ Smári Jökull Jónsson skrifar 19. apríl 2024 21:48 Svavar Birgisson þjálfari Tindastóls. Vísir/Vilhelm Svavar Atli Birgisson var stoltur af sínu liði eftir frammistöðu kvöldsins gegn Grindavík þó lið Tindastóls hafi fallið úr leik í 8-liða úrslitum. Hann viðurkenndi að tímabilið væri búið að vera erfitt. „Ég er stoltur af því hvernig strákarnir mættu í dag og ætla að taka það út úr þessum leik. Þessi leikur hefði alveg eins getað endað okkar megin eins og þeirra,“ sagði Svavar Atli Birgisson þjálfari Tindastóls eftir tapið gegn Grindavík í kvöld. Tapið þýðir að Íslandsmeistarar Tindastóls eru úr leik keppni í Subway-deildinni en fyrir tímabilið spáðu því flestir að liðið myndi verja titilinn sem það vann eftirminnilega í fyrra. „Hlutirnir hafa verið að ganga svolítið fyrir þá og síður fyrir okkur. Það er bara eins og það er.“ „Drungilas er bara minn maður“ Eftir frábæran fyrsta leikhluta misstu Stólarnir niður 19 stiga forskot fyrir síðari hálfleikinn. Svavar segir að leikmenn hafi þó verið vel stemmdir í hálfleik. „Við ætluðum bara að fara aftur í það sem við vorum að gera og virkaði vel í fyrri hálfleik. Síðan þróast hlutirnir ekki alveg með okkur. Við missum Adomas út og (Sigtryggur) Arnar er bara meiddur og hlutirnir virkuðu ekki alveg fyrir okkur. Mér fannst samt strákarnir sem tóku við svara vel.“ Svavar segist ekki vera svekktur út í Drungilas sem fékk á sig tæknivillu í þriðja leikhluta fyrir tuð í dómurum en hann hafði fengið óíþróttamannslega villu fyrr í leiknum og var því rekinn af velli. „Ég get ekkert verið það. Við fáum fullt af góðum hlutum frá honum, líka slæma hluti eins og þú sást. Það hefur bara verið þannig og Drungilas er bara minn maður.“ „Búið að vera hunderfitt“ Það hefur mikið gengið á hjá Tindastóli á tímabilinu. Fyrir utan erfitt gengi innan vallar þá þurfti Pavel Ermolinskij þjálfari liðsins að stíga til hliðar og vara í veikindaleyfi. Svavar Atli og Helgi Freyr Margeirsson tóku við liðinu og stýrðu því til loka tímabilsins. „Ég held það séu 6-7 vikur síðan við tókum við þessu. Það er búið að vera ólgusjór og búið að ganga á ýmsu. Margt sem hefur komið fram og annað ekki. Við fengum þetta í fangið og maður skorast ekkert undan því þó þetta sé langt frá því að vera auðvelt eða ákjósanlegt.“ „Veturinn er búinn að vera erfiður eins og þú þekkir. Þetta er búið að vera hunderfitt.“ Hann sagði Stólana þurfa að safna liði. „Við erum pínu særðir í augnablikinu. Eins og þú þekkir þá eru særð dýr hættulegustu dýrin. Ég á von á því að við komumst sterkari til baka á næsta ári.“ Subway-deild karla UMF Grindavík Tindastóll Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Sjá meira
„Ég er stoltur af því hvernig strákarnir mættu í dag og ætla að taka það út úr þessum leik. Þessi leikur hefði alveg eins getað endað okkar megin eins og þeirra,“ sagði Svavar Atli Birgisson þjálfari Tindastóls eftir tapið gegn Grindavík í kvöld. Tapið þýðir að Íslandsmeistarar Tindastóls eru úr leik keppni í Subway-deildinni en fyrir tímabilið spáðu því flestir að liðið myndi verja titilinn sem það vann eftirminnilega í fyrra. „Hlutirnir hafa verið að ganga svolítið fyrir þá og síður fyrir okkur. Það er bara eins og það er.“ „Drungilas er bara minn maður“ Eftir frábæran fyrsta leikhluta misstu Stólarnir niður 19 stiga forskot fyrir síðari hálfleikinn. Svavar segir að leikmenn hafi þó verið vel stemmdir í hálfleik. „Við ætluðum bara að fara aftur í það sem við vorum að gera og virkaði vel í fyrri hálfleik. Síðan þróast hlutirnir ekki alveg með okkur. Við missum Adomas út og (Sigtryggur) Arnar er bara meiddur og hlutirnir virkuðu ekki alveg fyrir okkur. Mér fannst samt strákarnir sem tóku við svara vel.“ Svavar segist ekki vera svekktur út í Drungilas sem fékk á sig tæknivillu í þriðja leikhluta fyrir tuð í dómurum en hann hafði fengið óíþróttamannslega villu fyrr í leiknum og var því rekinn af velli. „Ég get ekkert verið það. Við fáum fullt af góðum hlutum frá honum, líka slæma hluti eins og þú sást. Það hefur bara verið þannig og Drungilas er bara minn maður.“ „Búið að vera hunderfitt“ Það hefur mikið gengið á hjá Tindastóli á tímabilinu. Fyrir utan erfitt gengi innan vallar þá þurfti Pavel Ermolinskij þjálfari liðsins að stíga til hliðar og vara í veikindaleyfi. Svavar Atli og Helgi Freyr Margeirsson tóku við liðinu og stýrðu því til loka tímabilsins. „Ég held það séu 6-7 vikur síðan við tókum við þessu. Það er búið að vera ólgusjór og búið að ganga á ýmsu. Margt sem hefur komið fram og annað ekki. Við fengum þetta í fangið og maður skorast ekkert undan því þó þetta sé langt frá því að vera auðvelt eða ákjósanlegt.“ „Veturinn er búinn að vera erfiður eins og þú þekkir. Þetta er búið að vera hunderfitt.“ Hann sagði Stólana þurfa að safna liði. „Við erum pínu særðir í augnablikinu. Eins og þú þekkir þá eru særð dýr hættulegustu dýrin. Ég á von á því að við komumst sterkari til baka á næsta ári.“
Subway-deild karla UMF Grindavík Tindastóll Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Sjá meira