Guardiola: Palmer bað um að fá að fara í tvö ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. apríl 2024 12:31 Pep Guardiola gefur hér Cole Palmer fyrirmæli þegar strákurinn var leikmaður Manchester City. Getty/Nick Potts Cole Palmer hefur slegið í gegn hjá Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í vetur og hann verður í sviðljósinu á móti sínum gömlu félögum í undanúrslitaleik ensku bikarsins í dag. Chelsea mætir þá ríkjandi bikarmeisturum í Manchester City á Wembley. City þarf nú að reyna að stöðva sjóðheitan leikmann sem var leikmaður liðsins fyrir ári síðan. Manchester City seldi Palmer til Chelsea síðasta sumar fyrir 42,5 milljónir punda. Hann hefur verið ein af kaupum ársins enda búinn að skora 23 mörk í öllum keppnum þar af tuttugu mörk í ensku úrvalsdeildinni. Pep Guardiola on Cole Palmer: He was asking for two seasons to leave Man City. I said: stay. He wanted to leave. What can we do?! . He s an exceptional player with super potential... I didn't give him the minutes he deserves that he now has at Chelsea . pic.twitter.com/RSXKINPk3P— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 19, 2024 Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, var spurður um það á blaðamannafundi hvort að það hafi verið mistök að leyfa þessum efnilega knattspyrnumanni að fara. Hinn 21 árs gamli Palmer fékk fá tækifæri hjá Guardiola og vildi fara. „Hann er einstakur leikmaður,“ sagði Guardiola sem átti ekki auðvelt með að svara spurningunni. „Ég hef sagt þetta mörgum sinnum. Ég gaf honum ekki mínúturnar sem hann átti skilið að fá og hann er nú að fá hjá Chelsea. Ég skil þetta fullkomlega,“ sagði Guardiola. „Hann er feiminn gaur með mikla möguleika. Þannig er það bara. Hann er að spila frábærlega og hvað get ég sagt? Þessi ákvörðun var margþætt. Hann var búinn að biðja um að fá að fara í tvö ár,“ sagði Guardiola. „Ég sagði honum að vera áfram. Hann sagði að hann vildi fara. Hvað gátum við gert? Ég sagði honum að vera áfram að því að Riyad [Mahrez] væri farinn en hann vildi fara í tvö tímabil,“ sagði Guardiola. Leikur Chelsea og Manchester City verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 í dag. Leikurinn sjálfur hefst klukkan 16.15 en upphitun á Stöð 2 Sport 2 hefst klukkan 16.00. Pep Guardiola is challenged on Cole Palmer and is asked whether it was a 'mistake' selling him pic.twitter.com/HJ8RXTxpmM— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 19, 2024 Enski boltinn Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Körfubolti Fleiri fréttir Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Sjá meira
Chelsea mætir þá ríkjandi bikarmeisturum í Manchester City á Wembley. City þarf nú að reyna að stöðva sjóðheitan leikmann sem var leikmaður liðsins fyrir ári síðan. Manchester City seldi Palmer til Chelsea síðasta sumar fyrir 42,5 milljónir punda. Hann hefur verið ein af kaupum ársins enda búinn að skora 23 mörk í öllum keppnum þar af tuttugu mörk í ensku úrvalsdeildinni. Pep Guardiola on Cole Palmer: He was asking for two seasons to leave Man City. I said: stay. He wanted to leave. What can we do?! . He s an exceptional player with super potential... I didn't give him the minutes he deserves that he now has at Chelsea . pic.twitter.com/RSXKINPk3P— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 19, 2024 Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, var spurður um það á blaðamannafundi hvort að það hafi verið mistök að leyfa þessum efnilega knattspyrnumanni að fara. Hinn 21 árs gamli Palmer fékk fá tækifæri hjá Guardiola og vildi fara. „Hann er einstakur leikmaður,“ sagði Guardiola sem átti ekki auðvelt með að svara spurningunni. „Ég hef sagt þetta mörgum sinnum. Ég gaf honum ekki mínúturnar sem hann átti skilið að fá og hann er nú að fá hjá Chelsea. Ég skil þetta fullkomlega,“ sagði Guardiola. „Hann er feiminn gaur með mikla möguleika. Þannig er það bara. Hann er að spila frábærlega og hvað get ég sagt? Þessi ákvörðun var margþætt. Hann var búinn að biðja um að fá að fara í tvö ár,“ sagði Guardiola. „Ég sagði honum að vera áfram. Hann sagði að hann vildi fara. Hvað gátum við gert? Ég sagði honum að vera áfram að því að Riyad [Mahrez] væri farinn en hann vildi fara í tvö tímabil,“ sagði Guardiola. Leikur Chelsea og Manchester City verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 í dag. Leikurinn sjálfur hefst klukkan 16.15 en upphitun á Stöð 2 Sport 2 hefst klukkan 16.00. Pep Guardiola is challenged on Cole Palmer and is asked whether it was a 'mistake' selling him pic.twitter.com/HJ8RXTxpmM— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 19, 2024
Enski boltinn Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Körfubolti Fleiri fréttir Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Sjá meira