Markið hennar Selmu dugði þó skammt því Frankfurt svaraði með fjórum mörkum og vann öruggan 4-1 sigur.
Selma kom Nürnberg liðinu í 1-0 strax á fyrstu mínútu þegar hún skoraði beint úr hornspyrnu. Hún sendi fasta spyrnu á nærstöngina og boltinn endaði í markinu.
Frankfurt jafnaði metin með marki Sara Doorsoun-Khajeh aðeins þremur mínútum eftir mark Selmu og var komið í 3-1 fyrir hálfleik með mörkum Nicole Anyomi á 31. og 43. mínútu.
Fjórða markið skoraði Lara Prasnikar á 64. mínútu og fjórum mínútum síðar fór Selma af velli.
Þetta var annað mark Selmu fyrir Nürnberg en hún skoraði einnig á móti Bayer Leverkusen í febrúar.