„Ég er neyddur til að vera með rándýra tunnu” Lovísa Arnardóttir skrifar 20. apríl 2024 17:05 Tunnan fyrir almennt og lífrænt er nánast ónotuð hjá Birni. Vísir/Steingrímur Dúi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði beiðni íbúa Reykjavíkurborgar um að sorptunnugjöld fyrir blandaðan heimilisúrgang og matarleifar yrðu felld niður. Björn Guðmundsson, efnafræðingur, kvartaði til nefndarinnar eftir að hann fékk rukkun frá borginni fyrir sorptunnugjaldi en hann notar hvoruga tunnuna. Sjálfur er hann með moltutunnun fyrir lífrænt rusl og fer með allt blandað í sorpvinnlustöðvar um leið og hann hendir gleri og málmum. „Ég er neyddur til að vera með rándýra tunnu. Það eru tvær tvískipta tunnur heima hjá mér. Önnur er fyrir pappír og plast og ég borga 10.500 á ári fyrir hana. En hin tunnan, sem ég þarf ekki á að halda, fyrir hana er mér gert að greiða 52.500 krónur á ári,“ segir Björn. Hann segir að allt frá því að hann fékk tunnuna hafi tunnan verið nærri tóm. „Þetta er svo lítið sem fellur til hjá mér að það ég fer bara með það í leiðinni þegar ég fer á Sorpu með málma og gler og ryksugupoka, sem ég mætti auðvitað setja í þetta svarta hólf,“ segir Björn. Það eru ekki allir jafn duglegir að flokka og Björn. Vísir/Arnar Hann telur ekki sanngjarnt að hann sé rukkaður fyrir tunnuna þegar hann er ekki að nota hana. Sanngjarnara væri að nota aðrar aðferðir við rukkun eins og að miða við þyngd eða magn úrgangs. „Það eru rök á báða bóga en rök borgarinnar eru að þeir mega þetta vegna þess að þetta sé kostnaður sem þeir hafa af þessu. En ef þetta væri sanngjarnt kerfi væri tunnan vigtuð. Þá myndirðu borga fyrir það sem þú lætur frá þér,“ segir Björn og ber það saman við bílastæðin í borginni. Þar borgi fólk fyrir notkun. Ósanngjörn rukkun Björn telur að hann sé ekki einn í þessari stöðu. Það séu margir í borginni með moltutunnu. Þau noti ekki lífrænu tunnunna og því sé enginn kostnaður af henni hjá þeim. Þau þurfi samt að borga og það sé ósanngjarnt. „Þeim er skylt að láta mig fá svona tunnu en þeim er ekki skylt að láta mig borga fyrir tunnu sem ég nota ekki,“ segir Björn og að hann telji að réttast væri að umbuna þeim sem séu dugleg að flokka með einhverjum hætti. Í úrskurði nefndarinnar er farið nokkuð ítarlega yfir málið en þar kemur fram að Björn hafi lagt fram kæru til nefndarinnar í janúar og krafist þess að gjaldið verði fellt niður. Sama dag barst honum álagning vegna fasteignagjalda fyrir árið 2024. Með álagningunni var kæranda gert að greiða gjald að fjárhæð kr. 52.500 vegna sorptunnu, fyrir lífrænan úrgang og óflokkað sorp. Tunnurnar eru geymdar þarna inni. Vísir/Steingrímur Dúi Í málsrökum sínum vísar hann til þess að eitt af markmiðum sorpflokkunar sé að minnka sem mest umfang óflokkaðs sorps. Hann hafi náð því markmiði með ítarlegri flokkun, enda sé óflokkað sorp frá heimilisrekstri hans sáralítið og sjái hann sjálfur um að fara með það á gámastöð. Í garði hans sé svokölluð moltutunna sem í fari allur lífúrgangur. Vegna þess sé ekki verjandi að krefja hann um að greiða rúmar 52 þúsund krónur á ári fyrir tæmingu á sorptunnu fyrir blandaðan heimilisúrgang og matarleifar sem standi ávallt tóm. Þrátt fyrir að á borginni hvíli lagaskylda til að hafa umrædda tunnu við heimili kæranda sjái hann ekki að lagastoð sé fyrir umræddu gjaldi fyrir tunnu sem aldrei þurfi að tæma. Skylt að afhenda tunnur og hirða sorp Í málsrökum Reykjavíkurborgar er vísað til laga um meðhöndlun úrgangs og að þar sé kveðið á um að það skuli koma upp sérstakri söfnun á heimilisúrgangi. Það sé nauðsynlegt til að uppfylla ákvæði laganna varðandi endurnýtingu úrgangs og koma í veg fyrir að úrgangur blandist öðrum úrgangi eða öðrum efniviði með aðra eiginleika. Tvær tvískiptar tunnur eru við heimili Björns. Vísir/Steingrímur Dúi Sérstök söfnun skuli vera á pappír og pappa, málmum, plasti, gleri, lífúrgangi, textíl og spilliefnum og að samkvæmt lögum skuli sveitarfélög innheimta gjald fyrir meðhöndlun úrgangs. Heimilt sé að ákveða fast gjald miðað við fjölda sorpíláta eða þjónustustig. Þá er í málsrökum borgarinnar farið yfir hin ýmsu lagaákvæði sem gilda um sorphirðu og hvernig hún megi vera. Þá kemur fram að einstaklingum og lögaðilum er skylt að flokka og að sveitarstjórn sé ábyrg fyrir reglulegri tæmingu og flutningi úrgangs frá heimilum. Ekki í sjálfsvald sett hvort þau nýti þjónustuna Auk þess skuli fasteignareigandi sjá til þess að fasteign hans fylgi nægilega mörg sorpílát og að þau séu endurnýjuð eftir þörfum. Þá kemur fram að þessi fyrirmæli taki mið af því að meðhöndlun sorps sé grunnþjónusta í sveitarfélagi. Hún þurfi að vera í föstum skorðum og sé þess eðlis að hún megi ekki falla niður þótt einhverjir íbúar nýti sér hana ekki. Að sama skapi sé íbúum ekki í sjálfsvald sett hvort að þeir nýta sér þjónustuna eða ekki. Borgin útvegi ílát til notkunar og að í samræmi við lög verði að líta svo á að íbúum sé skylt að greiða fyrir þá þjónustu við sorphirðu sem þeim standi til boða, eins og öðrum íbúum í sveitarfélaginu. Þá segir einnig að samkvæmt lögum skuli sveitarfélög innheimta gjald fyrir alla meðhöndlun úrgangs en að það eigi að vera sem næst raunkostnaði við viðkomandi þjónustu. Svo sem með því að miða gjaldið við magn úrgangs, gerð úrgangs, losunartíðni, frágang úrgangs og aðra þætti sem áhrif hafa á kostnað við meðhöndlun úrgangs viðkomandi aðila. Þó sé heimilt að færa innheimtu gjalda að nokkru á milli úrgangsflokka í því skyni að stuðla að markmiðum laganna auk þess að heimilað er að ákveða gjaldið sem fast gjald á hverja fasteignareiningu Heima hjá Birni er svona tvískipt tunna sem hann greiðir um 52 þúsund fyrir á ári. Hann notar hana eiginlega ekkert. Mynd/Reykjavíkurborg Í umfjöllun borgarinnar er vísað til þess hvenær gjaldið var ákveðið, hversu hátt það er og um þau sjónarmið sem liggja að baki því. Sé til dæmis ekki hægt að reikna nákvæmlega kostnaðarliti sé hægt að byggja gjald á skynsamlegri áætlun og miða við svo kallað jafnaðargjald. Þá kemur fram í úrskurði nefndarinnar að við meðferð málsins hafi nefndin óskað eftir upplýsingum um útreikninga á sorphirðugjaldi Reykjavíkurborgar og að miðað við útreikninga sé gjaldið löglegt og byggt á skynsamlegri áætlun. Með hliðsjón af þessu er krafa Björns um að fella úr gildi rukkun frá borginni hafnað. Reykjavík Sorphirða Sorpa Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Vill að borgin sekti eða rifti samningi við Terra Íbúi í Vesturbæ segir það hafa verið vandamál svo árum skipti að grenndargámar fyllist á augabragði og rusl safnast við þá í marga daga. Hann hvetur borgina til að segja upp samningi við Terra um tæmingu gámanna og beita dagsektum þegar sorp safnast við þá. 26. júlí 2023 22:51 Gjaldskrárhækkanir hafi numið tugum og jafnvel hundruðum prósenta Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir vel hægt að komast hjá gjaldskrárhækkunum sem tóku gildi hjá borginni nú um áramót. Standa þurfi öðruvísi að rekstrinum svo fjölskyldur súpi ekki seyðið af hækkunum. 8. janúar 2024 12:32 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira
Sjálfur er hann með moltutunnun fyrir lífrænt rusl og fer með allt blandað í sorpvinnlustöðvar um leið og hann hendir gleri og málmum. „Ég er neyddur til að vera með rándýra tunnu. Það eru tvær tvískipta tunnur heima hjá mér. Önnur er fyrir pappír og plast og ég borga 10.500 á ári fyrir hana. En hin tunnan, sem ég þarf ekki á að halda, fyrir hana er mér gert að greiða 52.500 krónur á ári,“ segir Björn. Hann segir að allt frá því að hann fékk tunnuna hafi tunnan verið nærri tóm. „Þetta er svo lítið sem fellur til hjá mér að það ég fer bara með það í leiðinni þegar ég fer á Sorpu með málma og gler og ryksugupoka, sem ég mætti auðvitað setja í þetta svarta hólf,“ segir Björn. Það eru ekki allir jafn duglegir að flokka og Björn. Vísir/Arnar Hann telur ekki sanngjarnt að hann sé rukkaður fyrir tunnuna þegar hann er ekki að nota hana. Sanngjarnara væri að nota aðrar aðferðir við rukkun eins og að miða við þyngd eða magn úrgangs. „Það eru rök á báða bóga en rök borgarinnar eru að þeir mega þetta vegna þess að þetta sé kostnaður sem þeir hafa af þessu. En ef þetta væri sanngjarnt kerfi væri tunnan vigtuð. Þá myndirðu borga fyrir það sem þú lætur frá þér,“ segir Björn og ber það saman við bílastæðin í borginni. Þar borgi fólk fyrir notkun. Ósanngjörn rukkun Björn telur að hann sé ekki einn í þessari stöðu. Það séu margir í borginni með moltutunnu. Þau noti ekki lífrænu tunnunna og því sé enginn kostnaður af henni hjá þeim. Þau þurfi samt að borga og það sé ósanngjarnt. „Þeim er skylt að láta mig fá svona tunnu en þeim er ekki skylt að láta mig borga fyrir tunnu sem ég nota ekki,“ segir Björn og að hann telji að réttast væri að umbuna þeim sem séu dugleg að flokka með einhverjum hætti. Í úrskurði nefndarinnar er farið nokkuð ítarlega yfir málið en þar kemur fram að Björn hafi lagt fram kæru til nefndarinnar í janúar og krafist þess að gjaldið verði fellt niður. Sama dag barst honum álagning vegna fasteignagjalda fyrir árið 2024. Með álagningunni var kæranda gert að greiða gjald að fjárhæð kr. 52.500 vegna sorptunnu, fyrir lífrænan úrgang og óflokkað sorp. Tunnurnar eru geymdar þarna inni. Vísir/Steingrímur Dúi Í málsrökum sínum vísar hann til þess að eitt af markmiðum sorpflokkunar sé að minnka sem mest umfang óflokkaðs sorps. Hann hafi náð því markmiði með ítarlegri flokkun, enda sé óflokkað sorp frá heimilisrekstri hans sáralítið og sjái hann sjálfur um að fara með það á gámastöð. Í garði hans sé svokölluð moltutunna sem í fari allur lífúrgangur. Vegna þess sé ekki verjandi að krefja hann um að greiða rúmar 52 þúsund krónur á ári fyrir tæmingu á sorptunnu fyrir blandaðan heimilisúrgang og matarleifar sem standi ávallt tóm. Þrátt fyrir að á borginni hvíli lagaskylda til að hafa umrædda tunnu við heimili kæranda sjái hann ekki að lagastoð sé fyrir umræddu gjaldi fyrir tunnu sem aldrei þurfi að tæma. Skylt að afhenda tunnur og hirða sorp Í málsrökum Reykjavíkurborgar er vísað til laga um meðhöndlun úrgangs og að þar sé kveðið á um að það skuli koma upp sérstakri söfnun á heimilisúrgangi. Það sé nauðsynlegt til að uppfylla ákvæði laganna varðandi endurnýtingu úrgangs og koma í veg fyrir að úrgangur blandist öðrum úrgangi eða öðrum efniviði með aðra eiginleika. Tvær tvískiptar tunnur eru við heimili Björns. Vísir/Steingrímur Dúi Sérstök söfnun skuli vera á pappír og pappa, málmum, plasti, gleri, lífúrgangi, textíl og spilliefnum og að samkvæmt lögum skuli sveitarfélög innheimta gjald fyrir meðhöndlun úrgangs. Heimilt sé að ákveða fast gjald miðað við fjölda sorpíláta eða þjónustustig. Þá er í málsrökum borgarinnar farið yfir hin ýmsu lagaákvæði sem gilda um sorphirðu og hvernig hún megi vera. Þá kemur fram að einstaklingum og lögaðilum er skylt að flokka og að sveitarstjórn sé ábyrg fyrir reglulegri tæmingu og flutningi úrgangs frá heimilum. Ekki í sjálfsvald sett hvort þau nýti þjónustuna Auk þess skuli fasteignareigandi sjá til þess að fasteign hans fylgi nægilega mörg sorpílát og að þau séu endurnýjuð eftir þörfum. Þá kemur fram að þessi fyrirmæli taki mið af því að meðhöndlun sorps sé grunnþjónusta í sveitarfélagi. Hún þurfi að vera í föstum skorðum og sé þess eðlis að hún megi ekki falla niður þótt einhverjir íbúar nýti sér hana ekki. Að sama skapi sé íbúum ekki í sjálfsvald sett hvort að þeir nýta sér þjónustuna eða ekki. Borgin útvegi ílát til notkunar og að í samræmi við lög verði að líta svo á að íbúum sé skylt að greiða fyrir þá þjónustu við sorphirðu sem þeim standi til boða, eins og öðrum íbúum í sveitarfélaginu. Þá segir einnig að samkvæmt lögum skuli sveitarfélög innheimta gjald fyrir alla meðhöndlun úrgangs en að það eigi að vera sem næst raunkostnaði við viðkomandi þjónustu. Svo sem með því að miða gjaldið við magn úrgangs, gerð úrgangs, losunartíðni, frágang úrgangs og aðra þætti sem áhrif hafa á kostnað við meðhöndlun úrgangs viðkomandi aðila. Þó sé heimilt að færa innheimtu gjalda að nokkru á milli úrgangsflokka í því skyni að stuðla að markmiðum laganna auk þess að heimilað er að ákveða gjaldið sem fast gjald á hverja fasteignareiningu Heima hjá Birni er svona tvískipt tunna sem hann greiðir um 52 þúsund fyrir á ári. Hann notar hana eiginlega ekkert. Mynd/Reykjavíkurborg Í umfjöllun borgarinnar er vísað til þess hvenær gjaldið var ákveðið, hversu hátt það er og um þau sjónarmið sem liggja að baki því. Sé til dæmis ekki hægt að reikna nákvæmlega kostnaðarliti sé hægt að byggja gjald á skynsamlegri áætlun og miða við svo kallað jafnaðargjald. Þá kemur fram í úrskurði nefndarinnar að við meðferð málsins hafi nefndin óskað eftir upplýsingum um útreikninga á sorphirðugjaldi Reykjavíkurborgar og að miðað við útreikninga sé gjaldið löglegt og byggt á skynsamlegri áætlun. Með hliðsjón af þessu er krafa Björns um að fella úr gildi rukkun frá borginni hafnað.
Reykjavík Sorphirða Sorpa Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Vill að borgin sekti eða rifti samningi við Terra Íbúi í Vesturbæ segir það hafa verið vandamál svo árum skipti að grenndargámar fyllist á augabragði og rusl safnast við þá í marga daga. Hann hvetur borgina til að segja upp samningi við Terra um tæmingu gámanna og beita dagsektum þegar sorp safnast við þá. 26. júlí 2023 22:51 Gjaldskrárhækkanir hafi numið tugum og jafnvel hundruðum prósenta Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir vel hægt að komast hjá gjaldskrárhækkunum sem tóku gildi hjá borginni nú um áramót. Standa þurfi öðruvísi að rekstrinum svo fjölskyldur súpi ekki seyðið af hækkunum. 8. janúar 2024 12:32 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira
Vill að borgin sekti eða rifti samningi við Terra Íbúi í Vesturbæ segir það hafa verið vandamál svo árum skipti að grenndargámar fyllist á augabragði og rusl safnast við þá í marga daga. Hann hvetur borgina til að segja upp samningi við Terra um tæmingu gámanna og beita dagsektum þegar sorp safnast við þá. 26. júlí 2023 22:51
Gjaldskrárhækkanir hafi numið tugum og jafnvel hundruðum prósenta Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir vel hægt að komast hjá gjaldskrárhækkunum sem tóku gildi hjá borginni nú um áramót. Standa þurfi öðruvísi að rekstrinum svo fjölskyldur súpi ekki seyðið af hækkunum. 8. janúar 2024 12:32