Göngumennirnir illa haldnir þegar komið var að þeim Bjarki Sigurðsson skrifar 21. apríl 2024 12:29 Otti Rafn Sigmarsson er í björgunarsveitinni Þorbirni. Vísir/Vilhelm Björgunarsveitir björguðu í gær þremur göngumönnum sem höfðu ætlað sér að labba að gosstöðvunum við Litla-Hrút en urðu örmagna á leið sinni. Einn þeirra sem fór í útkallið segir mennina hafa verið illa haldna þegar komið var að þeim. Mennirnir eru erlendir ferðamenn og höfðu gengið í sex tíma þegar þeir hringdu á hjálp. Otti Rafn Sigmarsson, einn þeirra sem leituðu mannanna í gær, segir að þeir hafi verið illa haldnir þegar þeir fundust. „Það var mjög vont veður, bæði rok og rigning og mikil þoka. Svo eru miklar leysingar á svæðinu þannig það er mikil drulla og erfitt að komast um þarna á slóðanum. Þannig það var strax sent út öflugt viðbragð til þess að reyna að komast að þeim hratt og örugglega,“ segir Otti. Erfitt veður Það gekk vel að finna mennina og að komast að þeim. Þeir voru þokkalega vel búnir en veðrið í gær var alls ekki með þeim í liði. „Þeir voru bara þokkalega vel búnir og það var örugglega tuttugu til 25 metrar á sekúndu og úrhellisrigning allan daginn. Þannig það eru fá föt sem halda svoleiðis slagveðri í heilan dag uppi á fjalli,“ segir Otti. Fáir reyna að sjá eldgosið Gönguleiðin að Litla-Hrút er vinsæl leið og segir Otti það vera þónokkra umferð um svæðið. Færri freista þess að komast að eldgosinu sem er í gangi norðan við Grindavík. „Það er svona eitt og eitt dæmi en það er mjög lítið. Við höfum fengið mjög góðan frið gagnvart því. Það hefur ekki verið vandamál hingað til,“ segir Otti. „Ég held að það sýni því allir skilning að það er erfið staða í Grindavík og úthald viðbragðsaðila er ekki endalaust. Krafturinn hefur verið í og við Grindavík að sinna íbúum og aðstæðum þar. Fólk skilur það að þar þarf krafturinn að vera en ekki uppi á fjalli að skoða gosstöðvarnar.“ Eldgos og jarðhræringar Grindavík Björgunarsveitir Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Mennirnir eru erlendir ferðamenn og höfðu gengið í sex tíma þegar þeir hringdu á hjálp. Otti Rafn Sigmarsson, einn þeirra sem leituðu mannanna í gær, segir að þeir hafi verið illa haldnir þegar þeir fundust. „Það var mjög vont veður, bæði rok og rigning og mikil þoka. Svo eru miklar leysingar á svæðinu þannig það er mikil drulla og erfitt að komast um þarna á slóðanum. Þannig það var strax sent út öflugt viðbragð til þess að reyna að komast að þeim hratt og örugglega,“ segir Otti. Erfitt veður Það gekk vel að finna mennina og að komast að þeim. Þeir voru þokkalega vel búnir en veðrið í gær var alls ekki með þeim í liði. „Þeir voru bara þokkalega vel búnir og það var örugglega tuttugu til 25 metrar á sekúndu og úrhellisrigning allan daginn. Þannig það eru fá föt sem halda svoleiðis slagveðri í heilan dag uppi á fjalli,“ segir Otti. Fáir reyna að sjá eldgosið Gönguleiðin að Litla-Hrút er vinsæl leið og segir Otti það vera þónokkra umferð um svæðið. Færri freista þess að komast að eldgosinu sem er í gangi norðan við Grindavík. „Það er svona eitt og eitt dæmi en það er mjög lítið. Við höfum fengið mjög góðan frið gagnvart því. Það hefur ekki verið vandamál hingað til,“ segir Otti. „Ég held að það sýni því allir skilning að það er erfið staða í Grindavík og úthald viðbragðsaðila er ekki endalaust. Krafturinn hefur verið í og við Grindavík að sinna íbúum og aðstæðum þar. Fólk skilur það að þar þarf krafturinn að vera en ekki uppi á fjalli að skoða gosstöðvarnar.“
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Björgunarsveitir Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira