Það er kominn tími til að tala um frið Lea María Lemarquis skrifar 21. apríl 2024 15:30 Reglulega er leitast eftir stuðningi Íslands við stríð. Íslensk stjórnvöld svara kallinu og styðja hernað gegnum hernaðarbandalagið NATÓ. Á hverju ári eru haldnar heræfingar á landinu og gistinóttum bandarískra hermanna í Keflavík fjölgar. Enn eru fjölskyldur að syrgja ástvini sem myrtir voru með stuðningi Íslands í Írak, Afganistan og Líbíu. En það er VAL að taka þátt í hernaði. Lítið ríki getur lagt sitt af mörkum til að stuðla að friði í stað þess að hvetja til hernaðar. Við eigum að reka sjálfstæða utanríkisstefnu með frið að leiðarljósi! Íslensk stjórnvöld hafa ekki látið innrás Ísraels á Gaza trufla sig mikið. Engar aðgerðir til að stöðva þjóðarmorð. Engar skammir til landránsnýlendunnar frekar en venjulega. Ekki viðskiptaþvinganir og blússandi diplómatískt samstarf milli Íslands og Ísrael. Jú það var smá lífsmark þegar utanríkisráðherrann Bjarni Benediktsson frysti lífsnauðsynlega aðstoð til Gaza um leið og vinir hans í Likud-flokki Netanyahu hnipptu í hann. Aðgerðir íslenskra stjórnvalda hafa verið herskáar. Engar fordæmingar á blóðbaðinu. En íslenskir ráðamenn voru ekki lengi að fordæma drónaárásir Írana. Árásir þar sem enginn lét lífið og voru andsvar við árásum Ísraels. Drónaárásir sem voru tilkynntar með fyrirvara til þess að þeim yrði örugglega eytt í lofti. Eins og í leiknum “Yfir” þar sem hitt liðið er látið vita til að geta gripið boltann. Í þetta sinn brugðust Bjarni og Kolbrún skjótt við til að fordæma. Því spyr ég: Er árás á sumar þjóðir alvarlegri en árás á aðrar? Er ekki maður það sama og maður? Krefjumst þess að ríkisstjórn Íslands fordæmi árásir Ísraela. RÍKISSTJÓRN FORDÆMIÐ ÞJÓÐARMORÐ. Í lok síðasta árs kom í ljós að Suður Afríka myndi sækja mál fyrir Alþjóðadómstólnum í tilraun til að koma í veg fyrir þjóðarmorð Ísraela á palestínsku þjóðinni. Þá höfðu drápin staðið yfir í marga mánuði og ljóst að ásetningurinn var að eyðileggja alla innviði, drepa fólk, svelta, og hrekja á flótta. Málsókn Suður Afríku vakti von um að alþjóðasamfélagið myndi ekki standa hjá andspænis svo miklum manngerðum hryllingi. Svo vongóð var ég að ég stofnaði undirskriftalista til að hvetja íslensk stjórnvöld til að styðja málsóknina. Á skömmum tíma skrifuðu 10 þúsund manns undir. Hvatningin var stíluð á Katrínu Jakobsdóttur þáverandi forsætisráðherra og Bjarna Benediktsson þáverandi utanríkisráðherra. Katrín vildi ekkert með málið hafa. Ég skrifaði pósta, hringdi í forsætisráðuneytið og kom skilaboðum til ráðuneytisstjórans. Alltaf sama svarið: Katrín neitaði að taka við listanum, hún sæi ekki um utanríkismálin. Utanríkisstefna hennar eigin ríkisstjórnar var henni alveg óviðkomandi! Bjarni tók aldrei við listanum. Hann var ýmist erlendis eða það var svo erfitt að finna 5 mínútur til að taka við listanum. Mér var boðið að skilja listann eftir í anddyri ráðuneytisins. Loks fékk ég boð um að það yrði aðstoðarmaður utanríkisráðherra sem tæki við undirskriftunum. Þarna, eftir 18 daga stapp við að reyna að afhenda utanríkisráðherra listann, gafst ég upp. Utanríkisráðuneytið gaf út að Ísland styddi Alþjóðadómstólinn en ekki einstaka mál. Gott og vel. Nú liggur úrskurður fyrir í málinu: Ísrael á að koma í veg fyrir þjóðarmorð. Þá er komið að því að sýna stuðning við Alþjóðadómstólinn í verki. Ríkisstjórnin verður að fordæma drápin og beita sér til að stöðva hryllinginn! Fyrir 10 dögum tók nýr utanríkisráðherra til starfa en Þórdís Kolbrún hefur sinnt embættinu áður. Þegar hún ávarpaði Allsherjarráð Sameinuðu Þjóðanna árið 2022 sagði hún: “Mannkynsins vegna, verður Úkraína að sigra”. Hún sagði ekki: “Mannkynsins vegna verður að stöðva stríðið. Mannkynsins vegna þarf að efla friðarviðræður” eða “Mannkynsins vegna þurfa stórveldin að eyða kjarnorkuvopnum sínum.” Nei, ræðum ekki diplómatískar leiðir. Fórnum frekar mannslífum og sendum vopn úr fjarlægð. Því miður bendir flest til þess að Þórdís Kolbrún sé jafn herská og Bjarni. En við erum hér og við höfnum hernaðarhyggjunni. Friður er alltaf mögulegur. Krefjumst þess að Ísland reki sjálfstæða utanríkisstefnu. Við viljum standa utan hernaðarbandalaga. Við viljum afvopnun. Við viljum að fólk í Palestínu geti lifað frjálst í eigin landi. Við viljum frið og réttlæti í Palestínu! Höfundur er í stjórn Menningar og friðarsamtakanna MFÍK Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öryggis- og varnarmál Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Reglulega er leitast eftir stuðningi Íslands við stríð. Íslensk stjórnvöld svara kallinu og styðja hernað gegnum hernaðarbandalagið NATÓ. Á hverju ári eru haldnar heræfingar á landinu og gistinóttum bandarískra hermanna í Keflavík fjölgar. Enn eru fjölskyldur að syrgja ástvini sem myrtir voru með stuðningi Íslands í Írak, Afganistan og Líbíu. En það er VAL að taka þátt í hernaði. Lítið ríki getur lagt sitt af mörkum til að stuðla að friði í stað þess að hvetja til hernaðar. Við eigum að reka sjálfstæða utanríkisstefnu með frið að leiðarljósi! Íslensk stjórnvöld hafa ekki látið innrás Ísraels á Gaza trufla sig mikið. Engar aðgerðir til að stöðva þjóðarmorð. Engar skammir til landránsnýlendunnar frekar en venjulega. Ekki viðskiptaþvinganir og blússandi diplómatískt samstarf milli Íslands og Ísrael. Jú það var smá lífsmark þegar utanríkisráðherrann Bjarni Benediktsson frysti lífsnauðsynlega aðstoð til Gaza um leið og vinir hans í Likud-flokki Netanyahu hnipptu í hann. Aðgerðir íslenskra stjórnvalda hafa verið herskáar. Engar fordæmingar á blóðbaðinu. En íslenskir ráðamenn voru ekki lengi að fordæma drónaárásir Írana. Árásir þar sem enginn lét lífið og voru andsvar við árásum Ísraels. Drónaárásir sem voru tilkynntar með fyrirvara til þess að þeim yrði örugglega eytt í lofti. Eins og í leiknum “Yfir” þar sem hitt liðið er látið vita til að geta gripið boltann. Í þetta sinn brugðust Bjarni og Kolbrún skjótt við til að fordæma. Því spyr ég: Er árás á sumar þjóðir alvarlegri en árás á aðrar? Er ekki maður það sama og maður? Krefjumst þess að ríkisstjórn Íslands fordæmi árásir Ísraela. RÍKISSTJÓRN FORDÆMIÐ ÞJÓÐARMORÐ. Í lok síðasta árs kom í ljós að Suður Afríka myndi sækja mál fyrir Alþjóðadómstólnum í tilraun til að koma í veg fyrir þjóðarmorð Ísraela á palestínsku þjóðinni. Þá höfðu drápin staðið yfir í marga mánuði og ljóst að ásetningurinn var að eyðileggja alla innviði, drepa fólk, svelta, og hrekja á flótta. Málsókn Suður Afríku vakti von um að alþjóðasamfélagið myndi ekki standa hjá andspænis svo miklum manngerðum hryllingi. Svo vongóð var ég að ég stofnaði undirskriftalista til að hvetja íslensk stjórnvöld til að styðja málsóknina. Á skömmum tíma skrifuðu 10 þúsund manns undir. Hvatningin var stíluð á Katrínu Jakobsdóttur þáverandi forsætisráðherra og Bjarna Benediktsson þáverandi utanríkisráðherra. Katrín vildi ekkert með málið hafa. Ég skrifaði pósta, hringdi í forsætisráðuneytið og kom skilaboðum til ráðuneytisstjórans. Alltaf sama svarið: Katrín neitaði að taka við listanum, hún sæi ekki um utanríkismálin. Utanríkisstefna hennar eigin ríkisstjórnar var henni alveg óviðkomandi! Bjarni tók aldrei við listanum. Hann var ýmist erlendis eða það var svo erfitt að finna 5 mínútur til að taka við listanum. Mér var boðið að skilja listann eftir í anddyri ráðuneytisins. Loks fékk ég boð um að það yrði aðstoðarmaður utanríkisráðherra sem tæki við undirskriftunum. Þarna, eftir 18 daga stapp við að reyna að afhenda utanríkisráðherra listann, gafst ég upp. Utanríkisráðuneytið gaf út að Ísland styddi Alþjóðadómstólinn en ekki einstaka mál. Gott og vel. Nú liggur úrskurður fyrir í málinu: Ísrael á að koma í veg fyrir þjóðarmorð. Þá er komið að því að sýna stuðning við Alþjóðadómstólinn í verki. Ríkisstjórnin verður að fordæma drápin og beita sér til að stöðva hryllinginn! Fyrir 10 dögum tók nýr utanríkisráðherra til starfa en Þórdís Kolbrún hefur sinnt embættinu áður. Þegar hún ávarpaði Allsherjarráð Sameinuðu Þjóðanna árið 2022 sagði hún: “Mannkynsins vegna, verður Úkraína að sigra”. Hún sagði ekki: “Mannkynsins vegna verður að stöðva stríðið. Mannkynsins vegna þarf að efla friðarviðræður” eða “Mannkynsins vegna þurfa stórveldin að eyða kjarnorkuvopnum sínum.” Nei, ræðum ekki diplómatískar leiðir. Fórnum frekar mannslífum og sendum vopn úr fjarlægð. Því miður bendir flest til þess að Þórdís Kolbrún sé jafn herská og Bjarni. En við erum hér og við höfnum hernaðarhyggjunni. Friður er alltaf mögulegur. Krefjumst þess að Ísland reki sjálfstæða utanríkisstefnu. Við viljum standa utan hernaðarbandalaga. Við viljum afvopnun. Við viljum að fólk í Palestínu geti lifað frjálst í eigin landi. Við viljum frið og réttlæti í Palestínu! Höfundur er í stjórn Menningar og friðarsamtakanna MFÍK
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun