Allir frá Litháen en tengsl liggja ekki fyrir Bjarki Sigurðsson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 21. apríl 2024 16:05 Jón Gunnar Þórhallsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. Vísir Lögreglan á Suðurlandi fer fram á gæsluvarðhald fram í næstu viku yfir mönnunum fjórum sem handteknir voru í gær í tengslum við andlát í sumarbústaðahverfinu Kiðjabergi. Yfirlögregluþjónn segir tengsl milli mannanna fjögurra og hins látna ekki liggja fyrir að svo stöddu. Lögreglan á Suðurlandi óskaði í dag eftir því að fjórir karlmenn yrðu úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna rannsóknar á andláti manns á fertugsaldri í sumarbústaðabyggð í Árnessýslu. Enn er beðið eftir úrskurði. Samkvæmt heimildum fréttastofu er umrædd sumarbústaðabyggð í Kiðjabergi. Heimildir herma einnig að allir mennirnir, bæði hinir handteknu og hinn látni, eru frá Litháen. „Fyrsta tilkynning berst þarna á öðrum tímanum til okkar um meðvitundarleysi. Og þá er náttúrlega hefðbundið útkall. Viðbragðsaðilar hérna á svæðinu sem fara á staðinn,“ segir Jón Gunnar Þórhallsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. „Þegar það er komið á vettvang vaknar strax þessi grunur um að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti, alla vegana ekki eðlilegum hætti,“ segir Jón Gunnar. Í kjölfarið hafi fjórir aðilar verið handteknir. Síðan hafi rannsókn verið í fullum gangi og aðilar fluttir á lögreglustöðina á Selfoss. Atvikið á að hafa átt sér stað í Kiðjabergi. vísir „Við erum að fara fram á gæsluvarðhald fram í næstu viku,“ segir Jón Gunnar og að vænta megi úrskurðar í dag. Aðspurður segir hann að farið sé fram á gæsluvarðhald yfir öllum fjórum mönnunum. Hann segist ekki geta sagt til um hvernig áverkar voru á hinum látna, en aðstæður hafi verið þannig að það grunur vaknaði um að ekki væri allt með felldu. Þá getur hann ekki tjáð sig um hvort fleiri hafi verið á svæðinu en mennirnir fimm. Er eitthvað vitað um hvort atvikið hafi átt sér stað þarna um tvöleytið eða hvort það hafi átt sér stað fyrr um nóttina? „Það er bara hluti af því sem við erum að rannsaka núna.“ Jón Gunnar segir það ekki komið á hreint hver tengsl mannanna fimm séu. Að sama skapi sé til rannsóknar hvort fíkniefni hafi verið í spilinu, en ekki hafi fengist svör við því. Hann ítrekar að málið sé á algjöru frumstigi. Hver eru ykkar næstu skref? „Það eru frekari skýrslutökur, og að sjálfsögðu bíða úrskurðar. Verði þeir úrskurðaðir í gæsluvarðhald þá verða þeir vistaðir á Hólmsheiði. Rannsóknin heldur áfram, vettvangsrannsóknir og yfirheyrslur.“ Loks segist hann hvorki geta svarað um hvort mennirnir fjórir hafi verið samvinnuþýðir eða hvort þeir hafi sjálfir haft einhverja áverka. Lögreglumál Grímsnes- og Grafningshreppur Manndráp í Kiðjabergi Tengdar fréttir Rannsókn á andlátinu enn á frumstigi Rannsókn á andláti manns á fertugsaldri í sumarhúsi í Árnessýslu er enn á algjöru frumstigi. Greint var frá því síðdegis í fær að fjórir hefði verið handteknir vegna andlátsins sem er rannsakað sem manndráp. 21. apríl 2024 09:38 Maður á fertugsaldri talinn hafa verið myrtur í sumarhúsi Grunur er um manndráp í sumarhúsi í Árnessýslu. Fjórir hafa verið handteknir á grundvelli rannsóknarhagsmuna að sögn lögreglunnar. Rannsókn málsins er á frumstigi og segir lögreglan að því verði ekki veittar frekari upplýsingar að svo stöddu. 20. apríl 2024 18:01 Mest lesið Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi óskaði í dag eftir því að fjórir karlmenn yrðu úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna rannsóknar á andláti manns á fertugsaldri í sumarbústaðabyggð í Árnessýslu. Enn er beðið eftir úrskurði. Samkvæmt heimildum fréttastofu er umrædd sumarbústaðabyggð í Kiðjabergi. Heimildir herma einnig að allir mennirnir, bæði hinir handteknu og hinn látni, eru frá Litháen. „Fyrsta tilkynning berst þarna á öðrum tímanum til okkar um meðvitundarleysi. Og þá er náttúrlega hefðbundið útkall. Viðbragðsaðilar hérna á svæðinu sem fara á staðinn,“ segir Jón Gunnar Þórhallsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. „Þegar það er komið á vettvang vaknar strax þessi grunur um að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti, alla vegana ekki eðlilegum hætti,“ segir Jón Gunnar. Í kjölfarið hafi fjórir aðilar verið handteknir. Síðan hafi rannsókn verið í fullum gangi og aðilar fluttir á lögreglustöðina á Selfoss. Atvikið á að hafa átt sér stað í Kiðjabergi. vísir „Við erum að fara fram á gæsluvarðhald fram í næstu viku,“ segir Jón Gunnar og að vænta megi úrskurðar í dag. Aðspurður segir hann að farið sé fram á gæsluvarðhald yfir öllum fjórum mönnunum. Hann segist ekki geta sagt til um hvernig áverkar voru á hinum látna, en aðstæður hafi verið þannig að það grunur vaknaði um að ekki væri allt með felldu. Þá getur hann ekki tjáð sig um hvort fleiri hafi verið á svæðinu en mennirnir fimm. Er eitthvað vitað um hvort atvikið hafi átt sér stað þarna um tvöleytið eða hvort það hafi átt sér stað fyrr um nóttina? „Það er bara hluti af því sem við erum að rannsaka núna.“ Jón Gunnar segir það ekki komið á hreint hver tengsl mannanna fimm séu. Að sama skapi sé til rannsóknar hvort fíkniefni hafi verið í spilinu, en ekki hafi fengist svör við því. Hann ítrekar að málið sé á algjöru frumstigi. Hver eru ykkar næstu skref? „Það eru frekari skýrslutökur, og að sjálfsögðu bíða úrskurðar. Verði þeir úrskurðaðir í gæsluvarðhald þá verða þeir vistaðir á Hólmsheiði. Rannsóknin heldur áfram, vettvangsrannsóknir og yfirheyrslur.“ Loks segist hann hvorki geta svarað um hvort mennirnir fjórir hafi verið samvinnuþýðir eða hvort þeir hafi sjálfir haft einhverja áverka.
Lögreglumál Grímsnes- og Grafningshreppur Manndráp í Kiðjabergi Tengdar fréttir Rannsókn á andlátinu enn á frumstigi Rannsókn á andláti manns á fertugsaldri í sumarhúsi í Árnessýslu er enn á algjöru frumstigi. Greint var frá því síðdegis í fær að fjórir hefði verið handteknir vegna andlátsins sem er rannsakað sem manndráp. 21. apríl 2024 09:38 Maður á fertugsaldri talinn hafa verið myrtur í sumarhúsi Grunur er um manndráp í sumarhúsi í Árnessýslu. Fjórir hafa verið handteknir á grundvelli rannsóknarhagsmuna að sögn lögreglunnar. Rannsókn málsins er á frumstigi og segir lögreglan að því verði ekki veittar frekari upplýsingar að svo stöddu. 20. apríl 2024 18:01 Mest lesið Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Sjá meira
Rannsókn á andlátinu enn á frumstigi Rannsókn á andláti manns á fertugsaldri í sumarhúsi í Árnessýslu er enn á algjöru frumstigi. Greint var frá því síðdegis í fær að fjórir hefði verið handteknir vegna andlátsins sem er rannsakað sem manndráp. 21. apríl 2024 09:38
Maður á fertugsaldri talinn hafa verið myrtur í sumarhúsi Grunur er um manndráp í sumarhúsi í Árnessýslu. Fjórir hafa verið handteknir á grundvelli rannsóknarhagsmuna að sögn lögreglunnar. Rannsókn málsins er á frumstigi og segir lögreglan að því verði ekki veittar frekari upplýsingar að svo stöddu. 20. apríl 2024 18:01