„Mun stærri sigur en ég bjóst við“ Hinrik Wöhler skrifar 21. apríl 2024 22:17 vísir / anton brink Valur gerði sér lítið fyrir og sigraði rúmenska liðið CS Minaur Baia Mare með átta mörkum í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Evrópubikar EHF í kvöld. Það var einstaklega góð stemning og umgjörð kringum leikinn í kvöld og var Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, stoltur af leikmönnum sem og stuðningsfólki. „Þegar við erum komnir með dúkinn á gólfið þá er þetta viðburður, stjórnin og allir búnir að vinna kringum þetta í dag og í gær. Mikið af fólki og hörkustemning, Strætóskýlið [stuðningsmannasveit Vals] frábært og Baldur Bongó einnig og það kallar fram auka orku,“ sagði Óskar Bjarni skömmu eftir leik. „Vörnin var frábær líkt og Björgvin Páll. Það var góð keyrsla á okkur, þeir réðu illa við hraðann og við vorum að keyra vel. Mun stærri sigur en ég bjóst við.“ Valur lagði Steaua Búkarest af velli í 8-liða úrslitum Evrópubikarsins og fengu Minaur Baia Mare í undanúrslitum sem er rúmenskt lið líkt og Steaua. Baia Mare er í þriðja sæti í rúmensku deildinni og fyrir fram taldir mun sterkari en Steaua, þrátt fyrir það sá rúmenska liðið aldrei til sólar í leiknum í dag. „Þetta er öðruvísi lið, Steaua getur spilað meira upp á línumenn og einfaldara spil milli tveggja manna sem reyndist okkur illa. Þetta lið í dag er stöðugt að skjóta og koma mjög hratt á. Við náðum einhvern veginn, oftast nær, að mæta þeim hátt og fara í þá og gerðum þeim lífið leitt að ná þeim í skotunum. Það verður að vera eins út í Rúmeníu, það er rosalegur þungi og annar taktur en hjá Steaua. Við áttum í mestum vandræðum með [Stefan] Vujic og [Stevan] Vujovic, þeir eru mjög svipaðir gaurar,“ sagði Óskar varðandi muninn á rúmensku liðunum. Leikmenn Vals héldu uppi miklum hraða í sóknarleiknum gegnum allan leikinn og voru gestirnir í talsverðum vandræðum með sóknarleik og vel útfærða seinni bylgju Valsmanna. „Við vissum það eftir að við tókum tölfræðina saman. Við vorum að fá færi eftir víti frá þeim og þetta var smá eins og í Evrópudeildinni í fyrra. Við keyrðum vel, skoruðum mikið úr hraðaupphlaupum og vorum eiginlega óheppnir með nokkur dauðafæri úr keyrslunni. Við þurfum ná því aftur upp eftir viku, það er alveg ljóst,“ bætti Óskar við en liðin mætast á ný í Rúmeníu þann 28. apríl. Það var frábær stemning og umgjörð í N1-höllinni á Hlíðarenda í kvöld. Gott sem setið allan hringinn í stúkunni og greinilega mikið lagt upp úr umgjörðinni hjá Valsmönnum fyrir leikinn í kvöld. „Þetta er alveg stórkostleg, þvílíkt hrós á sjálfboðaliðana og starfsfólkið. Þetta er til fyrirmyndar og gefur rosalega mikið. Það er búið að spila mikið af leikjum og svo kemur þú í þetta, þetta gefur meiri orku en fólki grunar. Ég er mjög þakklátur fyrir alla sem komu í húsið til að styðja okkur,“ sagði Óskar Bjarni að lokum. Valur EHF-bikarinn Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Sjá meira
„Þegar við erum komnir með dúkinn á gólfið þá er þetta viðburður, stjórnin og allir búnir að vinna kringum þetta í dag og í gær. Mikið af fólki og hörkustemning, Strætóskýlið [stuðningsmannasveit Vals] frábært og Baldur Bongó einnig og það kallar fram auka orku,“ sagði Óskar Bjarni skömmu eftir leik. „Vörnin var frábær líkt og Björgvin Páll. Það var góð keyrsla á okkur, þeir réðu illa við hraðann og við vorum að keyra vel. Mun stærri sigur en ég bjóst við.“ Valur lagði Steaua Búkarest af velli í 8-liða úrslitum Evrópubikarsins og fengu Minaur Baia Mare í undanúrslitum sem er rúmenskt lið líkt og Steaua. Baia Mare er í þriðja sæti í rúmensku deildinni og fyrir fram taldir mun sterkari en Steaua, þrátt fyrir það sá rúmenska liðið aldrei til sólar í leiknum í dag. „Þetta er öðruvísi lið, Steaua getur spilað meira upp á línumenn og einfaldara spil milli tveggja manna sem reyndist okkur illa. Þetta lið í dag er stöðugt að skjóta og koma mjög hratt á. Við náðum einhvern veginn, oftast nær, að mæta þeim hátt og fara í þá og gerðum þeim lífið leitt að ná þeim í skotunum. Það verður að vera eins út í Rúmeníu, það er rosalegur þungi og annar taktur en hjá Steaua. Við áttum í mestum vandræðum með [Stefan] Vujic og [Stevan] Vujovic, þeir eru mjög svipaðir gaurar,“ sagði Óskar varðandi muninn á rúmensku liðunum. Leikmenn Vals héldu uppi miklum hraða í sóknarleiknum gegnum allan leikinn og voru gestirnir í talsverðum vandræðum með sóknarleik og vel útfærða seinni bylgju Valsmanna. „Við vissum það eftir að við tókum tölfræðina saman. Við vorum að fá færi eftir víti frá þeim og þetta var smá eins og í Evrópudeildinni í fyrra. Við keyrðum vel, skoruðum mikið úr hraðaupphlaupum og vorum eiginlega óheppnir með nokkur dauðafæri úr keyrslunni. Við þurfum ná því aftur upp eftir viku, það er alveg ljóst,“ bætti Óskar við en liðin mætast á ný í Rúmeníu þann 28. apríl. Það var frábær stemning og umgjörð í N1-höllinni á Hlíðarenda í kvöld. Gott sem setið allan hringinn í stúkunni og greinilega mikið lagt upp úr umgjörðinni hjá Valsmönnum fyrir leikinn í kvöld. „Þetta er alveg stórkostleg, þvílíkt hrós á sjálfboðaliðana og starfsfólkið. Þetta er til fyrirmyndar og gefur rosalega mikið. Það er búið að spila mikið af leikjum og svo kemur þú í þetta, þetta gefur meiri orku en fólki grunar. Ég er mjög þakklátur fyrir alla sem komu í húsið til að styðja okkur,“ sagði Óskar Bjarni að lokum.
Valur EHF-bikarinn Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Sjá meira