Hætta að skerða örorkulífeyri við fyrstu krónu Lovísa Arnardóttir skrifar 22. apríl 2024 08:45 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, kynnir breytingarnar á fundi síðar í dag. Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, kynnir breytingar á örorkulífeyriskerfinu í dag. Hann segir að breytingarnar eigi að einfalda kerfið en hann er sem dæmi að fækka bótaflokkum og setur 100 þúsund króna frítekjumark. Á vef stjórnarráðsins segir að breytingarnar feli í sér bætta þjónustu, mikilvæga hvata til atvinnuþátttöku og bætt kjör með betra og einfaldara greiðslukerfi. Sérstaklega fyrir þau sem einungis fá greiðslur frá almannatryggingum eða eru með litlar aðrar tekjur en frá ríkinu. Nánar hér. Þar kemur einnig fram að markmiðið með breytingunum sé að „bæta afkomu þeirra sem fá greiddan örorkulífeyri, einfalda kerfið, draga úr tekjutengingum, auka hvata til atvinnuþátttöku og gera örorkulífeyriskerfið skilvirkara, gagnsærra og réttlátara.“ Þá segir að stuðningur sé aukinn við fólk meðan á endurhæfingu þess stendur, samvinnu þjónustukerfa sé komið á og áhersla lögð á að hindra að fólk falli á milli kerfa. „Stjórnkerfið er búið að vera að vinna að og huga að undirbúningi breytinga í yfir 20 ár,“ segir Guðmundur Ingi en hann fór yfir breytingarnar í Bítinu í morgun á Bylgjunni. Bregðast við gagnrýni Hann segir að í frumvarpinu sé gert ráð fyrir umtalsverðum breytingum. Kerfið hafi verið gagnrýnt í gegnum tíðina. Meðal annars fyrir að vera svo flókið að fólk hreinlega skilji það ekki. „Þetta er alveg rétt. Kerfið er mjög flókið og það hefur sérstaklega verið gagnrýnt að ef fólk hefur aðrar tekjur en örorkulífeyrinn frá Tryggingastofnun þá skerði það lífeyrinn frá ríkinu svo mikið að það borgi sig ekki að vinna. Fólk þorir ekki að prófa sig áfram á vinnumarkaði,“ segir Guðmundur Ingi. Til að bæta úr þessu hafi bótaflokkum verið fækkað og tekin er upp ein skerðingarprósenta í stað þess að þær séu margar á ólíka bótaflokka. „Við erum þannig líka að hætta að skerða við fyrstu krónu. Í dag, ef þú vinnur þér inn einhvern smá pening eða ert með aðrar tekjur en frá ríkinu, byrjar framfærsluuppbót strax að skerðast. Fyrir hverja krónu skerðist hún um 65 aura. Þetta tökum við burt með því að sameina bótaflokka og með því að setja inn 100 þúsund króna frítekjumark,“ segir Guðmundur Ingi og að eftir það byrji lífeyririnn að skerðast. Fólk í sambúð hækkar meira Hann segir að einnig eigi að hækka grunnlífeyririnn þannig þau sem aðeins eru með tekjur frá ríkinu hækka og að brugðist sé í frumvarpinu við gagnrýni á það að þau sem búi með öðrum hafi ekki hækkað eins mikið og þau sem búa ein. „Það er eðlilegt að þau sem búa ein fái meira vegna þess að það er dýrara að búa einn. En á undanförnum árum hafa hækkanir frekar komið til þeirra sem búa ein og við erum að reyna að rétta þetta af aftur,“ segir hann að þannig hækki þau meira í þessari kerfisbreytingu sem ekki búa ein, heldur en þau sem búa ein. „Þetta er réttlætismál vegna þess að í fyrsta lagi viljum við hækka grunninn til allra en í öðru lagi, ef þú býrð með öðrum, ert í hjónabandi og makinn er með miklu hærri tekjur, þú ert háður honum. Þannig þetta er viðleitni í því að stíga þá átt að auka frelsi fólks,“ segir Guðmundur Ingi. Þannig sé verið með kerfisbreytingunum að svara þeirri gagnrýni sem hafi komið fram á síðustu árum. Hann segir að kerfið hafi orðið flóknara og flóknara með tímanum. Það hafi verið gerðir tilraunir til að bæta það en að það hafi verið plástrar á sár. „Við ætlum að rífa plástrana af og búa til heildstætt kerfi. Sem verður einfaldara að bæta kjör örorkulífeyrisþega í framtíðinni.“ Taka gildi á næsta ári Kerfisbreytingarnar taka gildi þann 1. september á næsta ári, 2025. Þau hafi í fyrstu stefnt á 1. janúar en að það hafi tekið lengri tíma en þau áætluðu að gera frumvarpið og svo þurfi Tryggingastofnun tíma til að aðlaga sig að breytingunum og koma í framkvæmd. Guðmundur Ingi segir að samtök eins og Þroskahjálp og ÖBÍ hafi gefið sínar athugasemdir á kerfisbreytingarnar. Samtökin hafi sem dæmi viljað betri kjarabætur. „En við verðum að búa til kerfi sem getur virkar þannig að það sé auðveldra að bæta kjör örorkulífeyrisþega. Það er mitt markmið.“ Guðmundur Ingi segir að með breytingunum sé einnig tekið á ýmsu sem varðar endurhæfingu fólks. Ef það slasast, veikist eða verður fyrir áfalli og dettur af vinnumarkaði séu kerfi sem grípa þau, annað hvort í heilbrigðiskerfinu eða félagskerfinu. „Það sem við erum að gera með þessu frumvarpi og þessum breytingum er að við erum að skylda þessa endurhæfingaraðila til að vinna meira saman,“ segir hann og að þannig eigi að koma í veg fyrir að fólk fari á milli aðila og fái enga meðferð. Félagsmál Heilbrigðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Rekstur hins opinbera Alþingi Bítið Tengdar fréttir „Síðustu tvö ár hafa verið helvíti“ Sigríður Elín Ásgeirsdóttir er ein af þeim fjölmörgu Íslendingum sem hafa þurft að glíma við langtímaveikindi í kjölfarið á COVID-19. Hún var áður heilsuhraust og í fullri vinnu en eftir tvær bólusetningar og þrjú Covid-smit hefur líf hennar tekið algjöra kollsteypu að hennar sögn. 21. apríl 2024 08:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Sjá meira
Á vef stjórnarráðsins segir að breytingarnar feli í sér bætta þjónustu, mikilvæga hvata til atvinnuþátttöku og bætt kjör með betra og einfaldara greiðslukerfi. Sérstaklega fyrir þau sem einungis fá greiðslur frá almannatryggingum eða eru með litlar aðrar tekjur en frá ríkinu. Nánar hér. Þar kemur einnig fram að markmiðið með breytingunum sé að „bæta afkomu þeirra sem fá greiddan örorkulífeyri, einfalda kerfið, draga úr tekjutengingum, auka hvata til atvinnuþátttöku og gera örorkulífeyriskerfið skilvirkara, gagnsærra og réttlátara.“ Þá segir að stuðningur sé aukinn við fólk meðan á endurhæfingu þess stendur, samvinnu þjónustukerfa sé komið á og áhersla lögð á að hindra að fólk falli á milli kerfa. „Stjórnkerfið er búið að vera að vinna að og huga að undirbúningi breytinga í yfir 20 ár,“ segir Guðmundur Ingi en hann fór yfir breytingarnar í Bítinu í morgun á Bylgjunni. Bregðast við gagnrýni Hann segir að í frumvarpinu sé gert ráð fyrir umtalsverðum breytingum. Kerfið hafi verið gagnrýnt í gegnum tíðina. Meðal annars fyrir að vera svo flókið að fólk hreinlega skilji það ekki. „Þetta er alveg rétt. Kerfið er mjög flókið og það hefur sérstaklega verið gagnrýnt að ef fólk hefur aðrar tekjur en örorkulífeyrinn frá Tryggingastofnun þá skerði það lífeyrinn frá ríkinu svo mikið að það borgi sig ekki að vinna. Fólk þorir ekki að prófa sig áfram á vinnumarkaði,“ segir Guðmundur Ingi. Til að bæta úr þessu hafi bótaflokkum verið fækkað og tekin er upp ein skerðingarprósenta í stað þess að þær séu margar á ólíka bótaflokka. „Við erum þannig líka að hætta að skerða við fyrstu krónu. Í dag, ef þú vinnur þér inn einhvern smá pening eða ert með aðrar tekjur en frá ríkinu, byrjar framfærsluuppbót strax að skerðast. Fyrir hverja krónu skerðist hún um 65 aura. Þetta tökum við burt með því að sameina bótaflokka og með því að setja inn 100 þúsund króna frítekjumark,“ segir Guðmundur Ingi og að eftir það byrji lífeyririnn að skerðast. Fólk í sambúð hækkar meira Hann segir að einnig eigi að hækka grunnlífeyririnn þannig þau sem aðeins eru með tekjur frá ríkinu hækka og að brugðist sé í frumvarpinu við gagnrýni á það að þau sem búi með öðrum hafi ekki hækkað eins mikið og þau sem búa ein. „Það er eðlilegt að þau sem búa ein fái meira vegna þess að það er dýrara að búa einn. En á undanförnum árum hafa hækkanir frekar komið til þeirra sem búa ein og við erum að reyna að rétta þetta af aftur,“ segir hann að þannig hækki þau meira í þessari kerfisbreytingu sem ekki búa ein, heldur en þau sem búa ein. „Þetta er réttlætismál vegna þess að í fyrsta lagi viljum við hækka grunninn til allra en í öðru lagi, ef þú býrð með öðrum, ert í hjónabandi og makinn er með miklu hærri tekjur, þú ert háður honum. Þannig þetta er viðleitni í því að stíga þá átt að auka frelsi fólks,“ segir Guðmundur Ingi. Þannig sé verið með kerfisbreytingunum að svara þeirri gagnrýni sem hafi komið fram á síðustu árum. Hann segir að kerfið hafi orðið flóknara og flóknara með tímanum. Það hafi verið gerðir tilraunir til að bæta það en að það hafi verið plástrar á sár. „Við ætlum að rífa plástrana af og búa til heildstætt kerfi. Sem verður einfaldara að bæta kjör örorkulífeyrisþega í framtíðinni.“ Taka gildi á næsta ári Kerfisbreytingarnar taka gildi þann 1. september á næsta ári, 2025. Þau hafi í fyrstu stefnt á 1. janúar en að það hafi tekið lengri tíma en þau áætluðu að gera frumvarpið og svo þurfi Tryggingastofnun tíma til að aðlaga sig að breytingunum og koma í framkvæmd. Guðmundur Ingi segir að samtök eins og Þroskahjálp og ÖBÍ hafi gefið sínar athugasemdir á kerfisbreytingarnar. Samtökin hafi sem dæmi viljað betri kjarabætur. „En við verðum að búa til kerfi sem getur virkar þannig að það sé auðveldra að bæta kjör örorkulífeyrisþega. Það er mitt markmið.“ Guðmundur Ingi segir að með breytingunum sé einnig tekið á ýmsu sem varðar endurhæfingu fólks. Ef það slasast, veikist eða verður fyrir áfalli og dettur af vinnumarkaði séu kerfi sem grípa þau, annað hvort í heilbrigðiskerfinu eða félagskerfinu. „Það sem við erum að gera með þessu frumvarpi og þessum breytingum er að við erum að skylda þessa endurhæfingaraðila til að vinna meira saman,“ segir hann og að þannig eigi að koma í veg fyrir að fólk fari á milli aðila og fái enga meðferð.
Félagsmál Heilbrigðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Rekstur hins opinbera Alþingi Bítið Tengdar fréttir „Síðustu tvö ár hafa verið helvíti“ Sigríður Elín Ásgeirsdóttir er ein af þeim fjölmörgu Íslendingum sem hafa þurft að glíma við langtímaveikindi í kjölfarið á COVID-19. Hún var áður heilsuhraust og í fullri vinnu en eftir tvær bólusetningar og þrjú Covid-smit hefur líf hennar tekið algjöra kollsteypu að hennar sögn. 21. apríl 2024 08:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Sjá meira
„Síðustu tvö ár hafa verið helvíti“ Sigríður Elín Ásgeirsdóttir er ein af þeim fjölmörgu Íslendingum sem hafa þurft að glíma við langtímaveikindi í kjölfarið á COVID-19. Hún var áður heilsuhraust og í fullri vinnu en eftir tvær bólusetningar og þrjú Covid-smit hefur líf hennar tekið algjöra kollsteypu að hennar sögn. 21. apríl 2024 08:01