Ríkisútvarpið greinir frá þessu. Í frétt RÚV segir að mennirnir hafi verið á vegum undirverktakafyrirtækis Reir verks, Nordhus, við að smíða þak á bústaðinn. Við hlið bústaðarins í byggingu sé annar sem leigður hafi verið undir mennina. Þar hafi maðurinn fundist látinn.
Samkvæmt heimildum Vísis voru þrír á vegum Nordhus á svæðinu en ekki liggur fyrir hvað fjórði og fimmti maðurinn voru að gera á svæðinu. Þá er ekki ljóst að svo stöddu hvort hinn látni hafi verið á vegum fyrirtækisins.
Jón Gunnar Þórhallsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segist í samtali við Vísi ekkert geta staðfest í þessum efnum.
Stjórnandi hjá Reir verk segir í samtali við Vísi að starfsfólk og stjórnendur fyrirtækisins séu harmi slegnir yfir fréttunum. Hugur þeirra sé hjá aðstandendum hins látna.
Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu eða myndir á ritstjorn@visir.is.