Börnin okkar Sigurbjörg Jónsdóttir skrifar 22. apríl 2024 14:31 Fyrir mörgum árum þegar ég fór á dagmömmu námskeið var mér sérstaklega minnisstætt hversu mikil áhersla var lögð á að ef það væri grunur um ofbeldi gegn börnum eða vanræksla, þá væri meira að segja saknæmt að segja ekki frá, ef grunur væri um slíkt að viðurlagðri fangelsun. Mikil áhersla lögð á þetta enda, eins og við vitum eru blessuð börnin varnarlaus, sérstaklega ef umönnunaraðili eða fjölskyldumeðlimur er sá sem ofbeldi beitir eða vanrækir. Eitthvað hefur þetta skolast til í gegnum árin því að nú les ég um skelfileg barnaverndarmál og því miður allt of mörg. Barnavernd virðist ekki lengur skipta sér af þó ljóst sé að börn búi ekki lengur við það sem svo fallega er skrifað um barnaverndarmál á síðum víða á netinu: “Barn á rétt á að lifa, þroskast og njóta verndar, umönnunar og annara réttinda í samræmi við aldur sinn og þroska og án mismununar af nokkru tagi. Óheimilt er að beita barn hvers kyns ofbeldi eða annari vanvirðandi háttsemi” Barna og fjölskyldustofa, BOFS er með langa og flotta lista um það sem hún gerir, meðal annars að vinna að velferð barna og svo allskonar útlistingar á einhverju sem hljómar vel og hljómar líka eins og mikil yfirbygging en ekki víst um notagildi. Ég heyrði um einstakling sem ætlaði að láta vita um barn sem ekki hefur það allt of gott og barnavernd skiptir sér ekki af því máli þó að þau hafi vitneskju um það. Ekki heldur Barnaverndar og fjölskyldustofa. Fyrir rest var svo bent á að kvarta við Gæða- og eftirlitsstofnunar ríkisins (www.gev.is). Mér finnst þetta mikil afturför og eitthvað þarf að gera til að laga þetta. Fáránlegt að ekki sé til einfaldara ferli ef börn þurfa aðstoð. Því miður fær barnavernd og barnaverndarstofa falleinkun hjá mér Ég ræddi við lögfræðing sem vinnur m.a. að máli sem tengist slæmri meðferð á barni, ég spurði hvort ekki þyrfti að breyta barnavernadarlögunum en hann sagði að lögin eru til, ÞAÐ ER BARA EKKI FARIÐ EFTIR ÞEIM. Er ekki kominn tími til að taka á þessu vel falda ljóta kýli sem hefur fengið að þrífast allt of lengi? Höfundur er fyrrverandi dagmamma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Fyrir mörgum árum þegar ég fór á dagmömmu námskeið var mér sérstaklega minnisstætt hversu mikil áhersla var lögð á að ef það væri grunur um ofbeldi gegn börnum eða vanræksla, þá væri meira að segja saknæmt að segja ekki frá, ef grunur væri um slíkt að viðurlagðri fangelsun. Mikil áhersla lögð á þetta enda, eins og við vitum eru blessuð börnin varnarlaus, sérstaklega ef umönnunaraðili eða fjölskyldumeðlimur er sá sem ofbeldi beitir eða vanrækir. Eitthvað hefur þetta skolast til í gegnum árin því að nú les ég um skelfileg barnaverndarmál og því miður allt of mörg. Barnavernd virðist ekki lengur skipta sér af þó ljóst sé að börn búi ekki lengur við það sem svo fallega er skrifað um barnaverndarmál á síðum víða á netinu: “Barn á rétt á að lifa, þroskast og njóta verndar, umönnunar og annara réttinda í samræmi við aldur sinn og þroska og án mismununar af nokkru tagi. Óheimilt er að beita barn hvers kyns ofbeldi eða annari vanvirðandi háttsemi” Barna og fjölskyldustofa, BOFS er með langa og flotta lista um það sem hún gerir, meðal annars að vinna að velferð barna og svo allskonar útlistingar á einhverju sem hljómar vel og hljómar líka eins og mikil yfirbygging en ekki víst um notagildi. Ég heyrði um einstakling sem ætlaði að láta vita um barn sem ekki hefur það allt of gott og barnavernd skiptir sér ekki af því máli þó að þau hafi vitneskju um það. Ekki heldur Barnaverndar og fjölskyldustofa. Fyrir rest var svo bent á að kvarta við Gæða- og eftirlitsstofnunar ríkisins (www.gev.is). Mér finnst þetta mikil afturför og eitthvað þarf að gera til að laga þetta. Fáránlegt að ekki sé til einfaldara ferli ef börn þurfa aðstoð. Því miður fær barnavernd og barnaverndarstofa falleinkun hjá mér Ég ræddi við lögfræðing sem vinnur m.a. að máli sem tengist slæmri meðferð á barni, ég spurði hvort ekki þyrfti að breyta barnavernadarlögunum en hann sagði að lögin eru til, ÞAÐ ER BARA EKKI FARIÐ EFTIR ÞEIM. Er ekki kominn tími til að taka á þessu vel falda ljóta kýli sem hefur fengið að þrífast allt of lengi? Höfundur er fyrrverandi dagmamma.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun