Greint var frá því um helgina að fjórir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald eftir að maður fannst látinn í sumarhúsi í uppsveitum Árnessýslu á laugardaginn. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru mennirnir allir frá Litáen, eins og hinn látni.
Þá eru mennirnir sagðir hafa verið að smíða annan bústað í hverfinu.
Í yfirlýsingu frá lögreglunni segir að gæsluvarðhaldsúrskurðir hinna tveggja mannanna standi óbreyttir en þeir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald til mánaðamóta.
Þá segir einnig að rannsóknin sé umfangsmikil en hún sé í fullum gangi og miði ágætlega.