Óttast mikinn skaða sem seint yrði fyrirgefinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. apríl 2024 22:21 Þröstur Ólafsson, hagfræðingur og fastagestur Sundhallar Reykjavíkur, í innilauginni í dag. Vísir/Arnar Fastagestur Sundhallar Reykjavíkur segir að boðaðar viðgerðir á innilaug feli í sér „ófyrirgefanlegan skaða“ á hönnun Guðjóns Samúelssonar. Forstöðukona Sundhallarinnar skilur áhyggjur fastagesta en segir breytingarnar nauðsynlegar. Tíu fastagestir Sundhallarinnar með Þröst Ólafsson hagfræðing í broddi fylkingar kalla eftir því í Morgunblaðinu í dag að horfið verði frá fyrirhuguðum breytingum á innilauginni. Og þeir sem fylgst hafa með málefnum sundlauga borgarinnar síðustu ár vita að þetta er ekki í fyrsta sinn sem téður Þröstur lætur sig málið varða. Hann ítrekar skoðun sína þar sem við hittum hann lauginni í dag; ótækt sé að breyta hönnun Guðjóns Samúelssonar. „Það stendur til að taka þessa gömlu bakka hérna, sem er mikill karakter í og eru mjög einkennandi og hluti af þessari hönnun allri, það á að taka þá og leggja þá af, slétta þetta út og koma með rist hérna uppi,“ segir Þröstur og bendir fréttamanni á umrædda bakka sem litið hafa eins út í áratugi. Það á semsagt að færa bakka innilaugarinnar í nútímalegra horf, meira í ætt við þann hátt sem hafður er á í útilauginni. Þar eru bakkarnir eins og í flestum nýrri laugum; bakkinn flúttar við yfirborð vatnsins og affallið fer beint ofan í ristar í sömu hæð. „Það er miklu meira en nauðsynlegt að gera við þetta,“ segir Þröstur. „En það er ekki nauðsynlegt að breyta hönnuninni frá Guðjóni, engin þörf á því. Við eigum að leyfa henni að vera svona, hún er falleg og það væri verið að skemma merkilegt listaverk,“ segir hann. „Það yrði mikill skaði sem væri ekki fyrirgefinn eftir fimmtíu, sextíu ár.“ Drífa Magnúsdóttir, forstöðukona Sundhallar Reykjavíkur.Vísir/arnar Drífa Magnúsdóttir forstöðukona Sundhallarinnar segir að framkvæmdir muni líklega hefjast í byrjun næsta árs, 2025. Hún skilur áhyggjur Þrastar og félaga. Breytingin sé þó nauðsynleg og í öryggisátt. „Svo verður betri hljóðvist inni í lauginni og þetta verður líka betra fyrir kennara, þeir bíða spenntir eftir þessu,“ segir Drífa. En væri inni í myndinni að gera við laugina og bakka hennar en halda upprunalegu útlit? „Mögulega mætti það en ef við ætlum að reka hér almenningssundlaug verðum við að uppfylla þessa staðla.“ Sundlaugar Reykjavík Arkitektúr Húsavernd Tengdar fréttir Grátbiðja borgarstjórana um að bjarga „einstæðu listaverki Guðjóns“ Fastagestir og velunnarar Sundhallarinnar í Reykjavík biðla til borgarstjóra um að falla frá fyrirhuguðum breytingum á einni merkustu byggingu borgarinnar. Listaverki Guðjóns Samúelssonar eins og þeir komast að orði. 22. apríl 2024 10:24 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Sjá meira
Tíu fastagestir Sundhallarinnar með Þröst Ólafsson hagfræðing í broddi fylkingar kalla eftir því í Morgunblaðinu í dag að horfið verði frá fyrirhuguðum breytingum á innilauginni. Og þeir sem fylgst hafa með málefnum sundlauga borgarinnar síðustu ár vita að þetta er ekki í fyrsta sinn sem téður Þröstur lætur sig málið varða. Hann ítrekar skoðun sína þar sem við hittum hann lauginni í dag; ótækt sé að breyta hönnun Guðjóns Samúelssonar. „Það stendur til að taka þessa gömlu bakka hérna, sem er mikill karakter í og eru mjög einkennandi og hluti af þessari hönnun allri, það á að taka þá og leggja þá af, slétta þetta út og koma með rist hérna uppi,“ segir Þröstur og bendir fréttamanni á umrædda bakka sem litið hafa eins út í áratugi. Það á semsagt að færa bakka innilaugarinnar í nútímalegra horf, meira í ætt við þann hátt sem hafður er á í útilauginni. Þar eru bakkarnir eins og í flestum nýrri laugum; bakkinn flúttar við yfirborð vatnsins og affallið fer beint ofan í ristar í sömu hæð. „Það er miklu meira en nauðsynlegt að gera við þetta,“ segir Þröstur. „En það er ekki nauðsynlegt að breyta hönnuninni frá Guðjóni, engin þörf á því. Við eigum að leyfa henni að vera svona, hún er falleg og það væri verið að skemma merkilegt listaverk,“ segir hann. „Það yrði mikill skaði sem væri ekki fyrirgefinn eftir fimmtíu, sextíu ár.“ Drífa Magnúsdóttir, forstöðukona Sundhallar Reykjavíkur.Vísir/arnar Drífa Magnúsdóttir forstöðukona Sundhallarinnar segir að framkvæmdir muni líklega hefjast í byrjun næsta árs, 2025. Hún skilur áhyggjur Þrastar og félaga. Breytingin sé þó nauðsynleg og í öryggisátt. „Svo verður betri hljóðvist inni í lauginni og þetta verður líka betra fyrir kennara, þeir bíða spenntir eftir þessu,“ segir Drífa. En væri inni í myndinni að gera við laugina og bakka hennar en halda upprunalegu útlit? „Mögulega mætti það en ef við ætlum að reka hér almenningssundlaug verðum við að uppfylla þessa staðla.“
Sundlaugar Reykjavík Arkitektúr Húsavernd Tengdar fréttir Grátbiðja borgarstjórana um að bjarga „einstæðu listaverki Guðjóns“ Fastagestir og velunnarar Sundhallarinnar í Reykjavík biðla til borgarstjóra um að falla frá fyrirhuguðum breytingum á einni merkustu byggingu borgarinnar. Listaverki Guðjóns Samúelssonar eins og þeir komast að orði. 22. apríl 2024 10:24 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Sjá meira
Grátbiðja borgarstjórana um að bjarga „einstæðu listaverki Guðjóns“ Fastagestir og velunnarar Sundhallarinnar í Reykjavík biðla til borgarstjóra um að falla frá fyrirhuguðum breytingum á einni merkustu byggingu borgarinnar. Listaverki Guðjóns Samúelssonar eins og þeir komast að orði. 22. apríl 2024 10:24