Gera alvarlegar athugasemdir við verðlaunakerfi Tik Tok Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. apríl 2024 07:55 Tik Tok á undir högg að sækja víða um heim en til skoðunar er að banna það í Bandaríkjunum. Getty/Die Fotowerft/DeFodi Images/Katja Knupper Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hótað því að banna nýja þjónustu Tik Tok nema fyrirtækinu takist að fullvissa framkvæmdstjórnina um að hún muni ekki verða skaðleg börnum. Um er að ræða Tik Tok Lite, þar sem einstaklingar eru verðlaunaðir með inneignum og gjafakortum fyrir að horfa á myndskeið, bjóða vinum á miðilinn og „fylgjast með“ síðum. Framkvæmdastjórnin hefur verulegar áhyggjur af þjónustunni og áhrifum hennar á börn en verðlaunakerfið búi til hvata fyrir ungmenni til að verja enn meiri tíma en þau gera nú þegar í að horfa á efni á símtækjum sínum. Bent er á þá staðreynd að mikil net- og samfélagsmiðlanotkun hafi skaðleg áhrif á andlega heilsu ungmenna. Þjónustan verði mögulega bönnuð ef stjórnendum Tik Tok tekst ekki að sýna fram á að skref verði tekin til að takmarka þessi skaðvænlegu áhrif. Thierry Breton, framkvæmdastjóri stafrænna málefna, hefur líkt Tik Tok Lite við sígarettur og segir að á sama tíma og um sé að ræða skemmtilega afþreyingu og leið til að tengjast öðrum, bjóði Tik Tok einnig hættunni heim þegar kemur að fíkn, kvíða og þunglyndi. Talsmaður Tik Tok segir ákvörðunina vonbrigði; Tik Tok Lite verðlaunakerfið sé aðeins ætlað einstaklingum 18 ára og eldri og þá séu takmörk á því hversu mörg „verkefni“ notendur geta leyst daglega til að fá verðlaun. Fyrirtækið eigi í samtali við framkvæmdastjórnina. Guardian greindi frá. TikTok Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Evrópusambandið Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira
Um er að ræða Tik Tok Lite, þar sem einstaklingar eru verðlaunaðir með inneignum og gjafakortum fyrir að horfa á myndskeið, bjóða vinum á miðilinn og „fylgjast með“ síðum. Framkvæmdastjórnin hefur verulegar áhyggjur af þjónustunni og áhrifum hennar á börn en verðlaunakerfið búi til hvata fyrir ungmenni til að verja enn meiri tíma en þau gera nú þegar í að horfa á efni á símtækjum sínum. Bent er á þá staðreynd að mikil net- og samfélagsmiðlanotkun hafi skaðleg áhrif á andlega heilsu ungmenna. Þjónustan verði mögulega bönnuð ef stjórnendum Tik Tok tekst ekki að sýna fram á að skref verði tekin til að takmarka þessi skaðvænlegu áhrif. Thierry Breton, framkvæmdastjóri stafrænna málefna, hefur líkt Tik Tok Lite við sígarettur og segir að á sama tíma og um sé að ræða skemmtilega afþreyingu og leið til að tengjast öðrum, bjóði Tik Tok einnig hættunni heim þegar kemur að fíkn, kvíða og þunglyndi. Talsmaður Tik Tok segir ákvörðunina vonbrigði; Tik Tok Lite verðlaunakerfið sé aðeins ætlað einstaklingum 18 ára og eldri og þá séu takmörk á því hversu mörg „verkefni“ notendur geta leyst daglega til að fá verðlaun. Fyrirtækið eigi í samtali við framkvæmdastjórnina. Guardian greindi frá.
TikTok Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Evrópusambandið Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira