Myndaði annan mann í sturtuklefanum Árni Sæberg skrifar 23. apríl 2024 09:30 Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm yfir manninum þann 17. apríl síðastliðinn. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að taka ljósmyndir af öðrum manni í sturtuklefa. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir brot gegn kynferðislegri friðhelgi, með því að hafa í júlí árið 2022, í sturtuklefa ótilgreinds baðstaðs án samþykkis og vitneskju manns tekið tvær ljósmyndir af honum á farsíma sinn, þar sem maðurinn baðaði sig nakinn í sturtuklefanum. Játaði skýlaust og eyddi myndunum Í dóminum segir að maðurinn hafi játað háttsemi sína skýlaust og krafist vægustu refsingar sem lög leyfa og að miskabótakrafa brotaþola yrði lækkuð. Brotaþoli fór fram á eina milljón króna í miskabætur. Við ákvörðun refsingar leit dómurinn til þess að maðurinn hefði ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi hér á landi. Hann hefði skýlaust játað brot sitt bæði fyrir dómi og á rannsóknarstigi málsins. Hann hafi sömuleiðis eytt þeim ljósmyndum sem um ræðir og því ekki um það að ræða að þær hafi verið birtar eða farið í dreifingu. Loks hafi hann lagt sig fram um að upplýsa málið. Með vísan til þess þótti refsing mannsins hæfilega ákveðin þrjátíu daga fangelsisvist. Þá þótti rétt að fresta fullnustu refsingar og láta hana niður falla að tveimur árum liðnum, haldi maðurinn almennt skilorð. Kostaði rúma milljón Sem áður segir gerði brotaþoli í málinu miskabótakröfu upp á eina milljón króna. Í dóminum segir að með háttsemi sinni hafi maðurinn brotið gróflega gegn kynferðislegrir friðhelgi brotaþola. Aftur á móti hafi maðurinn, þegar hann var staðinn að verki, þá þegar eytt ljósmyndunum og þannig takmarkað það tjón sem af háttsemi hans hlaust. Með vísan til þess þætti rétt að maðurinn greiði brotaþola 400 þúsund krónur í miskabætur. Þá var manninum gert að greiða skipuðum verjanda sínum tæplega 500 þúsund krónur og réttargæslumanni9 brotaþola rúmlega 320 þúsund krónur. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir brot gegn kynferðislegri friðhelgi, með því að hafa í júlí árið 2022, í sturtuklefa ótilgreinds baðstaðs án samþykkis og vitneskju manns tekið tvær ljósmyndir af honum á farsíma sinn, þar sem maðurinn baðaði sig nakinn í sturtuklefanum. Játaði skýlaust og eyddi myndunum Í dóminum segir að maðurinn hafi játað háttsemi sína skýlaust og krafist vægustu refsingar sem lög leyfa og að miskabótakrafa brotaþola yrði lækkuð. Brotaþoli fór fram á eina milljón króna í miskabætur. Við ákvörðun refsingar leit dómurinn til þess að maðurinn hefði ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi hér á landi. Hann hefði skýlaust játað brot sitt bæði fyrir dómi og á rannsóknarstigi málsins. Hann hafi sömuleiðis eytt þeim ljósmyndum sem um ræðir og því ekki um það að ræða að þær hafi verið birtar eða farið í dreifingu. Loks hafi hann lagt sig fram um að upplýsa málið. Með vísan til þess þótti refsing mannsins hæfilega ákveðin þrjátíu daga fangelsisvist. Þá þótti rétt að fresta fullnustu refsingar og láta hana niður falla að tveimur árum liðnum, haldi maðurinn almennt skilorð. Kostaði rúma milljón Sem áður segir gerði brotaþoli í málinu miskabótakröfu upp á eina milljón króna. Í dóminum segir að með háttsemi sinni hafi maðurinn brotið gróflega gegn kynferðislegrir friðhelgi brotaþola. Aftur á móti hafi maðurinn, þegar hann var staðinn að verki, þá þegar eytt ljósmyndunum og þannig takmarkað það tjón sem af háttsemi hans hlaust. Með vísan til þess þætti rétt að maðurinn greiði brotaþola 400 þúsund krónur í miskabætur. Þá var manninum gert að greiða skipuðum verjanda sínum tæplega 500 þúsund krónur og réttargæslumanni9 brotaþola rúmlega 320 þúsund krónur.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira