Réðst á barn sem gerði dyraat Jón Þór Stefánsson skrifar 23. apríl 2024 10:30 Maðurinn réðst á drenginn sem ætlaði að gera dyraat. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Getty Karlmaður hefur hlotið þrjátíu daga fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að ráðast að ungum dreng. Manninum var gefið að sök að rífa í hálsmál drengsins, slá hann í andlitið, draga hann í jörðina og halda honum þar. Fyrir vikið hlaut drengurinn ýmsa áverka á hálsi og andliti. Lögreglan ræddi við nokkra drengi á vettvangi sem sögðust hafa verið í hádegismat í skólanum og farið af skólalóðinni til að gera dyraat. Fyrir dómi neitaði maðurinn sök. Hann sagði að fyrir atvikið sem málið varðar, sem átti sér stað í október 2022, hafi nokkrum sinnum verið gert dyraat heima hjá honum. Í þetta skipti hafi drengir verið að koma að útidyrahurðinni hans og hann ætlað að spyrja þá út í dyraötin. Drengirnir hafi hins vegar hlaupið á brott og hann elt einn þeirra. Maðurinn sagðist hafa tekið í öxl drengsins og haldið honum, lagt hann í jörðina. Hann sagðist þó ekki hafa slegið hann. Síðan hafi tveir menn komið á vettvang og hringt á lögreglu. Maðurinn segist þá hafa hjálpað drengnum á fætur og síðan farið aftur inn í íbúð sína, en komið aftur út þegar lögreglu bar að garði. Hann sagðist ekki hafa valdið áverkum drengsins. Fyrir dómi bar drengurinn vitni, sem og fjórir vinir hans. Dómurinn mat það svo að ekkert hefði komið fram í málinu sem benti til þess að framburður drengsins væri ekki réttur. Niðurstaða dómsins var sú að sannað var að maðurinn hefði beitt drenginn því ofbeldi sem honum var gefið að sök, að því undanteknu að hann hefði haldið honum niðri. Í dómnum segir að framkoma drengsins og félaga hans væri óásættanleg og ekki óeðlilegt að maðurinn myndi bregðast við með einhverjum hætti. Hins vegar yrði að telja viðbrögð hans full harkaleg „sérstaklega í ljósi þess að hann er fullorðinn maður en brotaþoli barn að aldri.“ Líkt og áður segir hlaut maðurinn þrjátíu daga skilorðsbundinn dóm. Þá er honum gert að greiða sakarkostnað málsins sem hleypur á tæplega 850 þúsund krónum. Dómsmál Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira
Manninum var gefið að sök að rífa í hálsmál drengsins, slá hann í andlitið, draga hann í jörðina og halda honum þar. Fyrir vikið hlaut drengurinn ýmsa áverka á hálsi og andliti. Lögreglan ræddi við nokkra drengi á vettvangi sem sögðust hafa verið í hádegismat í skólanum og farið af skólalóðinni til að gera dyraat. Fyrir dómi neitaði maðurinn sök. Hann sagði að fyrir atvikið sem málið varðar, sem átti sér stað í október 2022, hafi nokkrum sinnum verið gert dyraat heima hjá honum. Í þetta skipti hafi drengir verið að koma að útidyrahurðinni hans og hann ætlað að spyrja þá út í dyraötin. Drengirnir hafi hins vegar hlaupið á brott og hann elt einn þeirra. Maðurinn sagðist hafa tekið í öxl drengsins og haldið honum, lagt hann í jörðina. Hann sagðist þó ekki hafa slegið hann. Síðan hafi tveir menn komið á vettvang og hringt á lögreglu. Maðurinn segist þá hafa hjálpað drengnum á fætur og síðan farið aftur inn í íbúð sína, en komið aftur út þegar lögreglu bar að garði. Hann sagðist ekki hafa valdið áverkum drengsins. Fyrir dómi bar drengurinn vitni, sem og fjórir vinir hans. Dómurinn mat það svo að ekkert hefði komið fram í málinu sem benti til þess að framburður drengsins væri ekki réttur. Niðurstaða dómsins var sú að sannað var að maðurinn hefði beitt drenginn því ofbeldi sem honum var gefið að sök, að því undanteknu að hann hefði haldið honum niðri. Í dómnum segir að framkoma drengsins og félaga hans væri óásættanleg og ekki óeðlilegt að maðurinn myndi bregðast við með einhverjum hætti. Hins vegar yrði að telja viðbrögð hans full harkaleg „sérstaklega í ljósi þess að hann er fullorðinn maður en brotaþoli barn að aldri.“ Líkt og áður segir hlaut maðurinn þrjátíu daga skilorðsbundinn dóm. Þá er honum gert að greiða sakarkostnað málsins sem hleypur á tæplega 850 þúsund krónum.
Dómsmál Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira