Réðst á barn sem gerði dyraat Jón Þór Stefánsson skrifar 23. apríl 2024 10:30 Maðurinn réðst á drenginn sem ætlaði að gera dyraat. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Getty Karlmaður hefur hlotið þrjátíu daga fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að ráðast að ungum dreng. Manninum var gefið að sök að rífa í hálsmál drengsins, slá hann í andlitið, draga hann í jörðina og halda honum þar. Fyrir vikið hlaut drengurinn ýmsa áverka á hálsi og andliti. Lögreglan ræddi við nokkra drengi á vettvangi sem sögðust hafa verið í hádegismat í skólanum og farið af skólalóðinni til að gera dyraat. Fyrir dómi neitaði maðurinn sök. Hann sagði að fyrir atvikið sem málið varðar, sem átti sér stað í október 2022, hafi nokkrum sinnum verið gert dyraat heima hjá honum. Í þetta skipti hafi drengir verið að koma að útidyrahurðinni hans og hann ætlað að spyrja þá út í dyraötin. Drengirnir hafi hins vegar hlaupið á brott og hann elt einn þeirra. Maðurinn sagðist hafa tekið í öxl drengsins og haldið honum, lagt hann í jörðina. Hann sagðist þó ekki hafa slegið hann. Síðan hafi tveir menn komið á vettvang og hringt á lögreglu. Maðurinn segist þá hafa hjálpað drengnum á fætur og síðan farið aftur inn í íbúð sína, en komið aftur út þegar lögreglu bar að garði. Hann sagðist ekki hafa valdið áverkum drengsins. Fyrir dómi bar drengurinn vitni, sem og fjórir vinir hans. Dómurinn mat það svo að ekkert hefði komið fram í málinu sem benti til þess að framburður drengsins væri ekki réttur. Niðurstaða dómsins var sú að sannað var að maðurinn hefði beitt drenginn því ofbeldi sem honum var gefið að sök, að því undanteknu að hann hefði haldið honum niðri. Í dómnum segir að framkoma drengsins og félaga hans væri óásættanleg og ekki óeðlilegt að maðurinn myndi bregðast við með einhverjum hætti. Hins vegar yrði að telja viðbrögð hans full harkaleg „sérstaklega í ljósi þess að hann er fullorðinn maður en brotaþoli barn að aldri.“ Líkt og áður segir hlaut maðurinn þrjátíu daga skilorðsbundinn dóm. Þá er honum gert að greiða sakarkostnað málsins sem hleypur á tæplega 850 þúsund krónum. Dómsmál Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Manninum var gefið að sök að rífa í hálsmál drengsins, slá hann í andlitið, draga hann í jörðina og halda honum þar. Fyrir vikið hlaut drengurinn ýmsa áverka á hálsi og andliti. Lögreglan ræddi við nokkra drengi á vettvangi sem sögðust hafa verið í hádegismat í skólanum og farið af skólalóðinni til að gera dyraat. Fyrir dómi neitaði maðurinn sök. Hann sagði að fyrir atvikið sem málið varðar, sem átti sér stað í október 2022, hafi nokkrum sinnum verið gert dyraat heima hjá honum. Í þetta skipti hafi drengir verið að koma að útidyrahurðinni hans og hann ætlað að spyrja þá út í dyraötin. Drengirnir hafi hins vegar hlaupið á brott og hann elt einn þeirra. Maðurinn sagðist hafa tekið í öxl drengsins og haldið honum, lagt hann í jörðina. Hann sagðist þó ekki hafa slegið hann. Síðan hafi tveir menn komið á vettvang og hringt á lögreglu. Maðurinn segist þá hafa hjálpað drengnum á fætur og síðan farið aftur inn í íbúð sína, en komið aftur út þegar lögreglu bar að garði. Hann sagðist ekki hafa valdið áverkum drengsins. Fyrir dómi bar drengurinn vitni, sem og fjórir vinir hans. Dómurinn mat það svo að ekkert hefði komið fram í málinu sem benti til þess að framburður drengsins væri ekki réttur. Niðurstaða dómsins var sú að sannað var að maðurinn hefði beitt drenginn því ofbeldi sem honum var gefið að sök, að því undanteknu að hann hefði haldið honum niðri. Í dómnum segir að framkoma drengsins og félaga hans væri óásættanleg og ekki óeðlilegt að maðurinn myndi bregðast við með einhverjum hætti. Hins vegar yrði að telja viðbrögð hans full harkaleg „sérstaklega í ljósi þess að hann er fullorðinn maður en brotaþoli barn að aldri.“ Líkt og áður segir hlaut maðurinn þrjátíu daga skilorðsbundinn dóm. Þá er honum gert að greiða sakarkostnað málsins sem hleypur á tæplega 850 þúsund krónum.
Dómsmál Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira