Himinhátt innanlandsflug Ingibjörg Isaksen skrifar 23. apríl 2024 15:00 Í samtölum mínum við fólk af landsbyggðinni um samgöngur og flug heyrist sífellt háværari umræða um hækkandi verð á flugferðum innanlands. Íbúum landsbyggðarinnar er orðið tíðrætt um að ekki fyrir svo löngu hafi það frekar borgað sig að keyra milli Akureyrar og Reykjavíkur ef þrír voru í bílnum. Í dag þurfi ekki einu sinni að hugsa sig um hvort eigi að keyra eða fljúga, jafnvel þó að Loftbrúin sé notuð og einungis einn sé á ferð. Fólk grínast með að það sé ódýrara að millilenda í London á leið sinni til Reykjavíkur, en það er sorgleg staðreynd að það er ekkert grín. Síhækkandi flugfargjöld Þessi þróun, öfugt við góð markmið Loftbrúar, er umhugsunarverð. Flugsamgöngur á sanngjörnu verði skipta verulega máli fyrir landsbyggðirnar. Markmið Loftbrúar er að viðhalda samgöngum innanlands, tryggja öryggi fyrir íbúa landsbyggðarinnar og skapa jafnræði að opinberri þjónustu og lífsgæðum með því að létta á þungum kostnaði fyrir einstaklinga sem búsettir eru á landsbyggðinni til að t.d. sækja sér nauðsynlega þjónustu, hitta vini og vandamenn eða kaupa ákveðnar vörur á höfuðborgarsvæðinu. Um leið Loftbrúin hófst hafði hún náð jákvæðum áhrifum hvað það markmið varðar. Hins vegar hafa, líkt og áður sagði, íbúar á landsbyggðinni tekið eftir talsverði hækkun flugfargjalda undanfarna mánuði. Aftur fjölgar í hópi þeirra sem telja innanlandsflug ekki lengur fýsileg samgönguleið vegna mikils kostnaðar. Ef horft er til gagna frá Hagstofu Íslands má sjá að þróun vísitölu flugfargjalda til útlanda hefur lækkað um það bil 4,5% sl. ár en vísitala flugfargjalda innanlands hefur hækkað um 17,8% á sama tíma. Tölurnar tala sínu máli og það er eðlilegt að fólk staldri við þær. Verðið hækkar mikið, jafnvel meira en eðlilegt getur talist. Vissulega er verið að bera saman ólíka hluti en þetta er það sem fólk er að velta fyrir sér. Hvenær er nóg nóg? Fyrr á þessu löggjafarþingi lagði ég fram fyrirspurn til innviðaráðherra um Loftbrú og þróun flugfargjalda í innanlandsflugi. Fyrir stuttu barst mér svar frá innviðaráðuneytinu þar sem fram kemur að Loftbrúin hafi nýst vel og að almenn ánægja hafi ríkt um verkefnið. Frá september 2020 til október 2023 hafði Loftbrúin verið nýtt 192.641 sinnum, sem er talin vera mjög góð nýting. En virðast vera blikur á lofti vegna gríðarlegra hækkana á fargjöldum. Stóra spurningin hlýtur að vera; hvað veldur þessari gríðarlegu hækkun? Er það slæm sætanýting eða skortur á eftirspurn? Er þetta afleiðing fákeppni á markaði? Getur verið að endurskoða þurfi Loftbrúnna í ljósi þessara hækkana? Sú sem hér skrifar telur afar brýnt að stjórnvöld fylgist með þessari þróun sem nú á sér stað og bregðist við. Það er mikilvægt fyrir íbúa landsbyggðarinnar að við getum haldið flugsamgöngum innanlands áfram sem fýsilegan kost, og ekki síður að markmiðum Loftbrúar sé náð þannig að hún haldi notagildi sínu. Gæta þarf að hagsmunum fólks á landsbyggðinni í þessu máli og því mun ég fylgja fyrirspurn minni eftir. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar og fyrsti þingmaður Norðausturkjördæmis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ólöf Isaksen Framsóknarflokkurinn Byggðamál Fréttir af flugi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í samtölum mínum við fólk af landsbyggðinni um samgöngur og flug heyrist sífellt háværari umræða um hækkandi verð á flugferðum innanlands. Íbúum landsbyggðarinnar er orðið tíðrætt um að ekki fyrir svo löngu hafi það frekar borgað sig að keyra milli Akureyrar og Reykjavíkur ef þrír voru í bílnum. Í dag þurfi ekki einu sinni að hugsa sig um hvort eigi að keyra eða fljúga, jafnvel þó að Loftbrúin sé notuð og einungis einn sé á ferð. Fólk grínast með að það sé ódýrara að millilenda í London á leið sinni til Reykjavíkur, en það er sorgleg staðreynd að það er ekkert grín. Síhækkandi flugfargjöld Þessi þróun, öfugt við góð markmið Loftbrúar, er umhugsunarverð. Flugsamgöngur á sanngjörnu verði skipta verulega máli fyrir landsbyggðirnar. Markmið Loftbrúar er að viðhalda samgöngum innanlands, tryggja öryggi fyrir íbúa landsbyggðarinnar og skapa jafnræði að opinberri þjónustu og lífsgæðum með því að létta á þungum kostnaði fyrir einstaklinga sem búsettir eru á landsbyggðinni til að t.d. sækja sér nauðsynlega þjónustu, hitta vini og vandamenn eða kaupa ákveðnar vörur á höfuðborgarsvæðinu. Um leið Loftbrúin hófst hafði hún náð jákvæðum áhrifum hvað það markmið varðar. Hins vegar hafa, líkt og áður sagði, íbúar á landsbyggðinni tekið eftir talsverði hækkun flugfargjalda undanfarna mánuði. Aftur fjölgar í hópi þeirra sem telja innanlandsflug ekki lengur fýsileg samgönguleið vegna mikils kostnaðar. Ef horft er til gagna frá Hagstofu Íslands má sjá að þróun vísitölu flugfargjalda til útlanda hefur lækkað um það bil 4,5% sl. ár en vísitala flugfargjalda innanlands hefur hækkað um 17,8% á sama tíma. Tölurnar tala sínu máli og það er eðlilegt að fólk staldri við þær. Verðið hækkar mikið, jafnvel meira en eðlilegt getur talist. Vissulega er verið að bera saman ólíka hluti en þetta er það sem fólk er að velta fyrir sér. Hvenær er nóg nóg? Fyrr á þessu löggjafarþingi lagði ég fram fyrirspurn til innviðaráðherra um Loftbrú og þróun flugfargjalda í innanlandsflugi. Fyrir stuttu barst mér svar frá innviðaráðuneytinu þar sem fram kemur að Loftbrúin hafi nýst vel og að almenn ánægja hafi ríkt um verkefnið. Frá september 2020 til október 2023 hafði Loftbrúin verið nýtt 192.641 sinnum, sem er talin vera mjög góð nýting. En virðast vera blikur á lofti vegna gríðarlegra hækkana á fargjöldum. Stóra spurningin hlýtur að vera; hvað veldur þessari gríðarlegu hækkun? Er það slæm sætanýting eða skortur á eftirspurn? Er þetta afleiðing fákeppni á markaði? Getur verið að endurskoða þurfi Loftbrúnna í ljósi þessara hækkana? Sú sem hér skrifar telur afar brýnt að stjórnvöld fylgist með þessari þróun sem nú á sér stað og bregðist við. Það er mikilvægt fyrir íbúa landsbyggðarinnar að við getum haldið flugsamgöngum innanlands áfram sem fýsilegan kost, og ekki síður að markmiðum Loftbrúar sé náð þannig að hún haldi notagildi sínu. Gæta þarf að hagsmunum fólks á landsbyggðinni í þessu máli og því mun ég fylgja fyrirspurn minni eftir. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar og fyrsti þingmaður Norðausturkjördæmis.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun