Sakar ríkisstjórnina um að ætla að afhenda fiskeldinu firðina til eilífðar Rafn Ágúst Ragnarsson og Heimir Már Pétursson skrifa 23. apríl 2024 21:13 Jóhann Páll segist ekki skilja hvað ríkisstjórninni gengur til. Vísir/Samsett Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar segir engan frið verða um frumvarp Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra um lagareldi. Hann segir ótímabundinn rekstrarleyfi til fiskeldis fara í þveröfuga átt við Noreg og að ákvæði í frumvarpinu veiti erlendum hagsmunaaðilum rétt á að braska með heimildir. „Það sem er stórhættulegt í þessu frumvarpi er ákvæðið um ótímabundin rekstrarleyfi og bráðabirgðaákvæði um að öll leyfi sem gefin hafa verið út með tímabundnum hætti verði ótímabundin. Hér er verið að fara í þveröfuga átt við það sem er að gerast í Noregi til dæmis. Þar sem var skrifað sérstaklega í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar jafnaðarmanna og fleiri flokka að héðan í frá yrðu einvörðungu gefin út tímabundin leyfi til sjókvíaeldis,“ segir Jóhann. Klippa: Sakar ríkisstjórnina um að ætla að afhenda fiskeldinu firðina til eilífðar Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar er sama sinnis og Jóhann og sakar ríkisstjórnina um sérhagsmunagæslu sem fer þvert á vilja þjóðarinnar. Frumvarp um lagareldi sé tímabært og nauðsynlegt en tryggja þurfi réttlátan arð þjóðarinnar af þessari auðlind. „Hér er verið að bregðast við áfellisdómi frá ríkisendurskoðanda yfir stjórnsýslunni í þessari mikilvægu atvinnugrein. Það á að laga stjórnsýsluna, það á að tryggja umhverfisþáttinn og það á að tryggja hag þessara byggðalaga sem eiga allt undir þessari atvinnugrein,“ segir hún. „Það verður enginn friður“ Jóhann Páll segir mikilvægt að gerður sé sterkur lagarammi um fiskeldi til að atvinnugreinin geti vaxið í lágmarkssátt við þjóðina. Þýðir þetta að ríkið myndi aldrei ná þessu til sín aftur? „Já, stutta svarið er ef marka má reynsluna, að minnsta kosti nota þau þetta sem afsökun fyrir því að það verði gert vegna þess að það hafa þau gert í sjávarútveginum í áratugi,“ segir Hanna Katrín. „Ég bara skil ekki hvernig ríkisstjórninni dettur í hug að hún komist upp með þetta. Það verður enginn friður um þetta. Ég get alveg lofað því,“ segir Jóhann Páll. Jóhann segir að sé hægt að ná sátt um að breyta ákvæðinu um ótímabundnar leyfisveitingar og fleirum geti náðst samstaða um heildarlöggjöf um fiskeldi. „Það er ýmislegt sem þarf að skoða mjög vandlega í þessu frumvarpi,“ segir hann. Sjókvíaeldi Fiskeldi Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Óbreytt frumvarp þýði útrýmingu villta laxins Aðalfundur Landsambands veiðifélaga lýsir yfir miklum áhyggjum af efni frumvarps um lagareldi, sem Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir nýr matvælaráðherra, mælir nú fyrir á þingi. En þar er tekist á af hörku um málið. 23. apríl 2024 16:47 Velkomin í Verbúðina II Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir nýr matvælaráðherra mælti fyrir frumvarpi sínu um lagareldi nú rétt í þessu. Það nær til sjókvíaeldis, landeldis, hafeldis og þörungaræktar. Fyrir liggur að málið er gríðarlega eldfimt. 23. apríl 2024 15:11 Berst gegn kvíaeldi á jörð sem hann telur sína Landeigandi á Sandeyri á Snæfjallaströnd í Ísafjarðardjúpi krefst þess að sýslumaðurinn á Vestfjörðum leggi lögbann við því að Arctic Sea Farm hf. hefji starfsemi sjókvíaeldis við strönd jarðar sinnar. Segir hann að leyfi sem þegar hafa verið veitt starfseminni séu ólögmæt og að hluti sjókvíanna séu beinlínis á netlög jarðareignar hans, en netlög kallast sá hluti jarða sem land eiga að sjó og ná út í sjóinn. 22. apríl 2024 22:36 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira
„Það sem er stórhættulegt í þessu frumvarpi er ákvæðið um ótímabundin rekstrarleyfi og bráðabirgðaákvæði um að öll leyfi sem gefin hafa verið út með tímabundnum hætti verði ótímabundin. Hér er verið að fara í þveröfuga átt við það sem er að gerast í Noregi til dæmis. Þar sem var skrifað sérstaklega í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar jafnaðarmanna og fleiri flokka að héðan í frá yrðu einvörðungu gefin út tímabundin leyfi til sjókvíaeldis,“ segir Jóhann. Klippa: Sakar ríkisstjórnina um að ætla að afhenda fiskeldinu firðina til eilífðar Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar er sama sinnis og Jóhann og sakar ríkisstjórnina um sérhagsmunagæslu sem fer þvert á vilja þjóðarinnar. Frumvarp um lagareldi sé tímabært og nauðsynlegt en tryggja þurfi réttlátan arð þjóðarinnar af þessari auðlind. „Hér er verið að bregðast við áfellisdómi frá ríkisendurskoðanda yfir stjórnsýslunni í þessari mikilvægu atvinnugrein. Það á að laga stjórnsýsluna, það á að tryggja umhverfisþáttinn og það á að tryggja hag þessara byggðalaga sem eiga allt undir þessari atvinnugrein,“ segir hún. „Það verður enginn friður“ Jóhann Páll segir mikilvægt að gerður sé sterkur lagarammi um fiskeldi til að atvinnugreinin geti vaxið í lágmarkssátt við þjóðina. Þýðir þetta að ríkið myndi aldrei ná þessu til sín aftur? „Já, stutta svarið er ef marka má reynsluna, að minnsta kosti nota þau þetta sem afsökun fyrir því að það verði gert vegna þess að það hafa þau gert í sjávarútveginum í áratugi,“ segir Hanna Katrín. „Ég bara skil ekki hvernig ríkisstjórninni dettur í hug að hún komist upp með þetta. Það verður enginn friður um þetta. Ég get alveg lofað því,“ segir Jóhann Páll. Jóhann segir að sé hægt að ná sátt um að breyta ákvæðinu um ótímabundnar leyfisveitingar og fleirum geti náðst samstaða um heildarlöggjöf um fiskeldi. „Það er ýmislegt sem þarf að skoða mjög vandlega í þessu frumvarpi,“ segir hann.
Sjókvíaeldi Fiskeldi Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Óbreytt frumvarp þýði útrýmingu villta laxins Aðalfundur Landsambands veiðifélaga lýsir yfir miklum áhyggjum af efni frumvarps um lagareldi, sem Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir nýr matvælaráðherra, mælir nú fyrir á þingi. En þar er tekist á af hörku um málið. 23. apríl 2024 16:47 Velkomin í Verbúðina II Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir nýr matvælaráðherra mælti fyrir frumvarpi sínu um lagareldi nú rétt í þessu. Það nær til sjókvíaeldis, landeldis, hafeldis og þörungaræktar. Fyrir liggur að málið er gríðarlega eldfimt. 23. apríl 2024 15:11 Berst gegn kvíaeldi á jörð sem hann telur sína Landeigandi á Sandeyri á Snæfjallaströnd í Ísafjarðardjúpi krefst þess að sýslumaðurinn á Vestfjörðum leggi lögbann við því að Arctic Sea Farm hf. hefji starfsemi sjókvíaeldis við strönd jarðar sinnar. Segir hann að leyfi sem þegar hafa verið veitt starfseminni séu ólögmæt og að hluti sjókvíanna séu beinlínis á netlög jarðareignar hans, en netlög kallast sá hluti jarða sem land eiga að sjó og ná út í sjóinn. 22. apríl 2024 22:36 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira
Óbreytt frumvarp þýði útrýmingu villta laxins Aðalfundur Landsambands veiðifélaga lýsir yfir miklum áhyggjum af efni frumvarps um lagareldi, sem Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir nýr matvælaráðherra, mælir nú fyrir á þingi. En þar er tekist á af hörku um málið. 23. apríl 2024 16:47
Velkomin í Verbúðina II Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir nýr matvælaráðherra mælti fyrir frumvarpi sínu um lagareldi nú rétt í þessu. Það nær til sjókvíaeldis, landeldis, hafeldis og þörungaræktar. Fyrir liggur að málið er gríðarlega eldfimt. 23. apríl 2024 15:11
Berst gegn kvíaeldi á jörð sem hann telur sína Landeigandi á Sandeyri á Snæfjallaströnd í Ísafjarðardjúpi krefst þess að sýslumaðurinn á Vestfjörðum leggi lögbann við því að Arctic Sea Farm hf. hefji starfsemi sjókvíaeldis við strönd jarðar sinnar. Segir hann að leyfi sem þegar hafa verið veitt starfseminni séu ólögmæt og að hluti sjókvíanna séu beinlínis á netlög jarðareignar hans, en netlög kallast sá hluti jarða sem land eiga að sjó og ná út í sjóinn. 22. apríl 2024 22:36