Guðrún biskup – til heilla fyrir okkur öll! Arndís Steinþórsdóttir og Glóey Helgudótir Finnsdóttir skrifa 24. apríl 2024 10:30 Biskupskjör stendur nú yfir. Þjóðkirkjan velur sér nýjan leiðtoga og í fyrri umferð urðu þau Guðrún Karls Helgudóttir sóknarprestur í Grafarvogskirkju og Guðmundar Karl Brynjarsson sóknarprestur í Lindakirkju hlutskörpust. Seinni umferð fer fram dagana 2.-7. maí nk. Íslenskt samfélag einkennist í auknum mæli af mikilli skautun í samfélagsumræðunni. Áföll og áskoranir síðustu ára hér heima sem og átök og hörmungar á alþjóðavettvangi hafa tekið sinn toll. Mörgu fólki líður ekki nógu vel og er óvisst um framtíðina. Við slíkar aðstæður er hætta á aukinni skautun og sundrungu. Hætta er á að samfélagsumræðan þróist enn frekar í átt til aukinna kynja- og kynþáttafordóma, fordóma í garð kynsegin fólks, fólks með geðraskanir og annarra jaðarhópa. Það er því mikilvægt sem aldrei fyrr að í valda- og áhrifastöður veljist fólk sem hefur getu og vilja til að láta gott af sér leiða í þágu okkar samfélags. Fólk sem hlustar á ólík sjónarmið, fólk sem ber klæði á vopnin en brýnir þau ekki, fólk sem lætur kærleik, mannúð, samkennd og virðingu ráða för. Guðrún Karls Helgudóttir hefur sýnt og sannað í störfum sínum sem prestur og sóknarprestur bæði í Svíþjóð og hér heima að hún er einmitt þannig manneskja. Hún er vel menntuð og víðsýn. Hún er sterkur leiðtogi sem skapar gott andrúmloft samvinnu og virðingar þar sem hún kemur. Hún er ekki átakasækin en hvikar þó aldrei undan í erfiðum málum. En fyrst og síðast hefur Guðrún ríkan vilja og getu til að láta gott af sér leiða bæði innan þjóðkirkjunnar og í víðara samhengi. Við höfum þekkt Guðrúnu frá unga aldri og vitum hvern mann hún hefur að geyma. Því vitum við að verði Guðrún kjörin biskup mun það ekki einungis verða til heilla fyrir þjóðkirkjuna heldur fyrir okkur öll. Höfundar eru áhugafólk um biskupskjör. Arndís er skólastjóri og Glóey skrifstofustjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Biskupskjör 2024 Mest lesið Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Magnús Jochum Pálsson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Magnús Jochum Pálsson skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Biskupskjör stendur nú yfir. Þjóðkirkjan velur sér nýjan leiðtoga og í fyrri umferð urðu þau Guðrún Karls Helgudóttir sóknarprestur í Grafarvogskirkju og Guðmundar Karl Brynjarsson sóknarprestur í Lindakirkju hlutskörpust. Seinni umferð fer fram dagana 2.-7. maí nk. Íslenskt samfélag einkennist í auknum mæli af mikilli skautun í samfélagsumræðunni. Áföll og áskoranir síðustu ára hér heima sem og átök og hörmungar á alþjóðavettvangi hafa tekið sinn toll. Mörgu fólki líður ekki nógu vel og er óvisst um framtíðina. Við slíkar aðstæður er hætta á aukinni skautun og sundrungu. Hætta er á að samfélagsumræðan þróist enn frekar í átt til aukinna kynja- og kynþáttafordóma, fordóma í garð kynsegin fólks, fólks með geðraskanir og annarra jaðarhópa. Það er því mikilvægt sem aldrei fyrr að í valda- og áhrifastöður veljist fólk sem hefur getu og vilja til að láta gott af sér leiða í þágu okkar samfélags. Fólk sem hlustar á ólík sjónarmið, fólk sem ber klæði á vopnin en brýnir þau ekki, fólk sem lætur kærleik, mannúð, samkennd og virðingu ráða för. Guðrún Karls Helgudóttir hefur sýnt og sannað í störfum sínum sem prestur og sóknarprestur bæði í Svíþjóð og hér heima að hún er einmitt þannig manneskja. Hún er vel menntuð og víðsýn. Hún er sterkur leiðtogi sem skapar gott andrúmloft samvinnu og virðingar þar sem hún kemur. Hún er ekki átakasækin en hvikar þó aldrei undan í erfiðum málum. En fyrst og síðast hefur Guðrún ríkan vilja og getu til að láta gott af sér leiða bæði innan þjóðkirkjunnar og í víðara samhengi. Við höfum þekkt Guðrúnu frá unga aldri og vitum hvern mann hún hefur að geyma. Því vitum við að verði Guðrún kjörin biskup mun það ekki einungis verða til heilla fyrir þjóðkirkjuna heldur fyrir okkur öll. Höfundar eru áhugafólk um biskupskjör. Arndís er skólastjóri og Glóey skrifstofustjóri.
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar