Þátttaka nemenda í „verkföllum“ skráð sem „óheimil fjarvist“ Atli Ísleifsson skrifar 24. apríl 2024 08:58 Frá mótmælendum Hagskælinga á Austurvelli 6. febrúar síðastliðinn. Vísir/Arnar Þátttaka reykvískra grunnskólabarna í mótmælum á opinberum vettvangi á skólatíma skal afgreidd sem „óheimil fjarvist“ og vera skráð sem slík. Á sama tíma er eitt af leiðarljósum menntastefnu borgarinnar „barnið sem virkur þátttakandi“ þar sem virkni barna og lýðræðisleg þátttaka í leik og starfi er talin mikilvæg leiðarljós í menntastefnu. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari Helga Grímssonar, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, við fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði, þeim Birnu Hafstein og Helga Áss Grétarssyni. Fyrirspurnin var lögð fram í tengslum við „verkfall“ grunnskólanemenda í Hagaskóla í febrúar síðastliðnum þar sem aðgerða ríkisstjórnarinnar var krafist í tengslum við stöðu mála í Palestínu. Helgi Áss Grétarsson borgarfulltrúi lagði fram fyrirspurnina ásamt Birnu Hafstein.Vísir/Arnar Borgarfulltrúarnir spurðu hvaða reglur og viðmið gildi í grunnskólum Reykjavíkur þegar kæmi að þátttöku nemenda í mótmælum á opinberum vettvangi á skólatíma. „Með öðrum orðum, er slík þátttaka ávallt án heimildar frá skólayfirvöldum eða hefur það gerst að slík þátttaka sé sérstaklega heimiluð og að fjarvist nemenda af þessu tilefni hafi engin áhrif?“ Í svari Helga segir að samkvæmt lögum um grunnskóla sé nemendum skylt að sækja grunnskóla. Helgi Grímsson er sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.Vísir/Egill „Skóla- og frístundasvið samþykkti viðmið um skólasókn þar sem gengið er út frá því að nemendur fylgi lögum og reglum um skólaskyldu og starfsfólk skóla skrái mætingu nemenda og bregðist við á samræmdan hátt ef misbrestur verður á skólasókn nemenda. Skóla- og frístundasviði er aðeins kunnugt um tvö tilvik um „verkföll“ grunnskólanemenda vegna mótmæla á opinberum vettvangi; annars vegar loftlagsverkfall sem var árið 2019 og svo svo í febrúar 2024 vegna stöðu mála í Palestínu. Verkföll af slíkum toga eiga að vera afgreidd frá skóla sem óheimil fjarvist og skráð sem slík,“ segir í svari Helga. Skóla - og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir „Skólinn í sjálfu sér kemur ekkert nærri þessu“ Hópur grunnskólanema í Hagaskóla í Reykjavík hefur boðað til verkfalls á morgun til stuðnings Palestínu. Skólastjóri segist ekki gera sér grein fyrir umfangi verkfallsins og hvort fimm, fimmtíu eða fimm hundruð nemendur muni ganga út úr tímum á morgun. Hann fagnar því að ungt fólk sé hugsandi, taki afstöðu og láti sig samfélagsleg málefni varða. 5. febrúar 2024 11:27 Gengu út úr tíma í Hagaskóla og fóru í verkfall fyrir Palestínu Nemendur í Hagaskóla gengu í morgun út úr tíma og fóru í „skólaverkfall fyrir Palestínu“. Krakkarnir vilja að ríkisstjórnin bregðist við og sameini fjölskyldur en lýsa aðgerðinni einnig sem stuðningsyfirlýsingu. 6. febrúar 2024 12:02 Boða til skólaverkfalls til stuðnings Palestínu Nemendur í Hagaskóla hafa boðað til skólaverkfalls þann 6. febrúar næstkomandi til stuðnings Palestínu. Nemendurnir hyggjast yfirgefa tíma til að mæta á Austurvöll. 28. janúar 2024 21:54 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari Helga Grímssonar, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, við fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði, þeim Birnu Hafstein og Helga Áss Grétarssyni. Fyrirspurnin var lögð fram í tengslum við „verkfall“ grunnskólanemenda í Hagaskóla í febrúar síðastliðnum þar sem aðgerða ríkisstjórnarinnar var krafist í tengslum við stöðu mála í Palestínu. Helgi Áss Grétarsson borgarfulltrúi lagði fram fyrirspurnina ásamt Birnu Hafstein.Vísir/Arnar Borgarfulltrúarnir spurðu hvaða reglur og viðmið gildi í grunnskólum Reykjavíkur þegar kæmi að þátttöku nemenda í mótmælum á opinberum vettvangi á skólatíma. „Með öðrum orðum, er slík þátttaka ávallt án heimildar frá skólayfirvöldum eða hefur það gerst að slík þátttaka sé sérstaklega heimiluð og að fjarvist nemenda af þessu tilefni hafi engin áhrif?“ Í svari Helga segir að samkvæmt lögum um grunnskóla sé nemendum skylt að sækja grunnskóla. Helgi Grímsson er sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.Vísir/Egill „Skóla- og frístundasvið samþykkti viðmið um skólasókn þar sem gengið er út frá því að nemendur fylgi lögum og reglum um skólaskyldu og starfsfólk skóla skrái mætingu nemenda og bregðist við á samræmdan hátt ef misbrestur verður á skólasókn nemenda. Skóla- og frístundasviði er aðeins kunnugt um tvö tilvik um „verkföll“ grunnskólanemenda vegna mótmæla á opinberum vettvangi; annars vegar loftlagsverkfall sem var árið 2019 og svo svo í febrúar 2024 vegna stöðu mála í Palestínu. Verkföll af slíkum toga eiga að vera afgreidd frá skóla sem óheimil fjarvist og skráð sem slík,“ segir í svari Helga.
Skóla - og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir „Skólinn í sjálfu sér kemur ekkert nærri þessu“ Hópur grunnskólanema í Hagaskóla í Reykjavík hefur boðað til verkfalls á morgun til stuðnings Palestínu. Skólastjóri segist ekki gera sér grein fyrir umfangi verkfallsins og hvort fimm, fimmtíu eða fimm hundruð nemendur muni ganga út úr tímum á morgun. Hann fagnar því að ungt fólk sé hugsandi, taki afstöðu og láti sig samfélagsleg málefni varða. 5. febrúar 2024 11:27 Gengu út úr tíma í Hagaskóla og fóru í verkfall fyrir Palestínu Nemendur í Hagaskóla gengu í morgun út úr tíma og fóru í „skólaverkfall fyrir Palestínu“. Krakkarnir vilja að ríkisstjórnin bregðist við og sameini fjölskyldur en lýsa aðgerðinni einnig sem stuðningsyfirlýsingu. 6. febrúar 2024 12:02 Boða til skólaverkfalls til stuðnings Palestínu Nemendur í Hagaskóla hafa boðað til skólaverkfalls þann 6. febrúar næstkomandi til stuðnings Palestínu. Nemendurnir hyggjast yfirgefa tíma til að mæta á Austurvöll. 28. janúar 2024 21:54 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
„Skólinn í sjálfu sér kemur ekkert nærri þessu“ Hópur grunnskólanema í Hagaskóla í Reykjavík hefur boðað til verkfalls á morgun til stuðnings Palestínu. Skólastjóri segist ekki gera sér grein fyrir umfangi verkfallsins og hvort fimm, fimmtíu eða fimm hundruð nemendur muni ganga út úr tímum á morgun. Hann fagnar því að ungt fólk sé hugsandi, taki afstöðu og láti sig samfélagsleg málefni varða. 5. febrúar 2024 11:27
Gengu út úr tíma í Hagaskóla og fóru í verkfall fyrir Palestínu Nemendur í Hagaskóla gengu í morgun út úr tíma og fóru í „skólaverkfall fyrir Palestínu“. Krakkarnir vilja að ríkisstjórnin bregðist við og sameini fjölskyldur en lýsa aðgerðinni einnig sem stuðningsyfirlýsingu. 6. febrúar 2024 12:02
Boða til skólaverkfalls til stuðnings Palestínu Nemendur í Hagaskóla hafa boðað til skólaverkfalls þann 6. febrúar næstkomandi til stuðnings Palestínu. Nemendurnir hyggjast yfirgefa tíma til að mæta á Austurvöll. 28. janúar 2024 21:54