Uppskera að vori Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar 24. apríl 2024 10:01 HönnunarMars er einn af skemmtilegustu og kröftugustu vorboðum hvers árs. Hvort sem honum er fagnað í mars, apríl eða maí – íslenska vorið getur líka komið hvenær sem er. Á HönnunarMars gefst tækifæri til að hrífast og upplifa frábæra íslenska hönnun, fræðast um spennandi stefnur og strauma og eiga frjótt samtal um framtíðina. Sem menningarhátíð hefur HönnunarMars fest sig í sessi bæði innanlands og á alþjóðavettvangi. Fjölbreytileiki viðburða hennar staðfestir að íslensk hönnun og arkitektúr eru mikilvægt breytingafl og tæki til nýsköpunar sem nýst getur okkar samfélagi á fjölbreyttari hátt en marga órar fyrir. Rauður þráður í sýningum og viðburðum þessa árs er meðal annars áhersla á betri nýtingu auðlinda, verðmætasköpun og mátt sköpunarkraftsins. Til Feneyja 2025 Unnið er framgangi fjölbreyttra aðgerða nýrrar hönnunarstefnu stjórnvalda sem kynnt var í fyrra. Ein þeirra tengist þátttöku okkar í Feneyjartvíæringnum í arkitektúr en Ísland hefur tekið þátt í myndlistartvíæringnum undanfarin ár og átt góðu gengi að fagna. Miðstöð hönnunar og arkitektúrs hefur nú verið falið að annast undirbúning og skipulag á sýningu fyrir Íslands hönd á arkitektúrtvíæringnum árið 2025 og því er hafið opið kall eftir tillögum að sýningu Íslands. Leitað er að hugmyndum sem fanga erindi og viðfangsefni íslensks arkitektúrs og samspil hans við alþjóðlega strauma og umræðu. Áræðnum hugmyndum sem bera vitni um hugvit og sköpun í hinu byggða umhverfi, sem nýst geta til að mæta áskorunum samtímans. Með þátttöku Íslands í tvíæringnum skapast tækifæri til vekja athygli á stöðu og gæðum íslensks arkitektúrs á alþjóðavettvangi og efla umræðu um hlutverk og mikilvægi hans hér á landi. Þátttaka í tvíæringnum fellur einnig vel að áherslum ríkisstjórnarinnar í málefnum skapandi greina og kynningu á þeim á alþjóðavettvangi og að áherslum stjórnvalda í loftslagsmálum. Ráðgert er að sýningin verði einnig sett upp hér heima. Áhrifamiklir sendiherrar Auðlegð Íslands er mikil og felst meðal annars í andans afli. Listamenn og skapandi fólk eru meðal okkar mikilvægustu sendiherra. Það eru íslenskt hugvit og menningin sem bera hróður okkar einna hraðast út fyrir landsteinana og fylla okkur stolti aftur og aftur. Og á þeim vettvangi eigum við sannarlega ríkulegt erindi, því við eigum listamenn og skapandi atvinnulíf á heimsmælikvarða. Það nærir grasrót menningarlífsins og hinar skapandi greinar að við mátum okkur við heiminn – og þátttaka í heimsviðburðum eins og Feneyjartvíæringum er góður gluggi til þess. Hönnun hreyfir við okkur Hönnun og nýsköpun koma hreyfingu á hlutina. Nýsköpun á sér í síauknum mæli stað í samstarfi og samspili fyrirtækja, viðskiptavina og þekkingarsamfélaga en þar getur aðferðafræði hönnunar verið mikilvæg brú milli ólíkra hagsmuna. Fjölþættar aðgerðir hönnunarstefnunnar miða að því styrkja slíkar brýr og fjölga þeim. Framtíðarsýn hönnunarstefnunnar er að aðferðafræði hönnunar sé markvisst nýtt til þess að auka lífsgæði á Íslandi með áherslu á verðmætasköpun og sjálfbærni fyrir samfélagið í heild. Við getum aukið gæði, bætt heilsu og mannlíf, skapað áhugaverð störf og hraðað uppbyggingu og verðmætasköpun með því að virkja krafta sem sannarlega búa í íslensku hönnunarsamfélagi. Sem ráðherra menningar og viðskipta er ég afar stolt af þeim árangri íslensk hönnun hefur náð. Gæði og kraftur einkenna íslenska hönnunargeirann – og íslenskir hönnuðir halda áfram að koma okkur á óvart með hugkvæmni sinni og elju. Það eru ekki margir sem almennt uppskera á vorin en það gerir íslensk hönnun og aðdáendur hennar. Gleðilega hátíð og góða skemmtun á HönnunarMars. Höfundur er menningar- og viðskiptaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Dögg Alfreðsdóttir HönnunarMars Feneyjatvíæringurinn Tíska og hönnun Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Sjá meira
HönnunarMars er einn af skemmtilegustu og kröftugustu vorboðum hvers árs. Hvort sem honum er fagnað í mars, apríl eða maí – íslenska vorið getur líka komið hvenær sem er. Á HönnunarMars gefst tækifæri til að hrífast og upplifa frábæra íslenska hönnun, fræðast um spennandi stefnur og strauma og eiga frjótt samtal um framtíðina. Sem menningarhátíð hefur HönnunarMars fest sig í sessi bæði innanlands og á alþjóðavettvangi. Fjölbreytileiki viðburða hennar staðfestir að íslensk hönnun og arkitektúr eru mikilvægt breytingafl og tæki til nýsköpunar sem nýst getur okkar samfélagi á fjölbreyttari hátt en marga órar fyrir. Rauður þráður í sýningum og viðburðum þessa árs er meðal annars áhersla á betri nýtingu auðlinda, verðmætasköpun og mátt sköpunarkraftsins. Til Feneyja 2025 Unnið er framgangi fjölbreyttra aðgerða nýrrar hönnunarstefnu stjórnvalda sem kynnt var í fyrra. Ein þeirra tengist þátttöku okkar í Feneyjartvíæringnum í arkitektúr en Ísland hefur tekið þátt í myndlistartvíæringnum undanfarin ár og átt góðu gengi að fagna. Miðstöð hönnunar og arkitektúrs hefur nú verið falið að annast undirbúning og skipulag á sýningu fyrir Íslands hönd á arkitektúrtvíæringnum árið 2025 og því er hafið opið kall eftir tillögum að sýningu Íslands. Leitað er að hugmyndum sem fanga erindi og viðfangsefni íslensks arkitektúrs og samspil hans við alþjóðlega strauma og umræðu. Áræðnum hugmyndum sem bera vitni um hugvit og sköpun í hinu byggða umhverfi, sem nýst geta til að mæta áskorunum samtímans. Með þátttöku Íslands í tvíæringnum skapast tækifæri til vekja athygli á stöðu og gæðum íslensks arkitektúrs á alþjóðavettvangi og efla umræðu um hlutverk og mikilvægi hans hér á landi. Þátttaka í tvíæringnum fellur einnig vel að áherslum ríkisstjórnarinnar í málefnum skapandi greina og kynningu á þeim á alþjóðavettvangi og að áherslum stjórnvalda í loftslagsmálum. Ráðgert er að sýningin verði einnig sett upp hér heima. Áhrifamiklir sendiherrar Auðlegð Íslands er mikil og felst meðal annars í andans afli. Listamenn og skapandi fólk eru meðal okkar mikilvægustu sendiherra. Það eru íslenskt hugvit og menningin sem bera hróður okkar einna hraðast út fyrir landsteinana og fylla okkur stolti aftur og aftur. Og á þeim vettvangi eigum við sannarlega ríkulegt erindi, því við eigum listamenn og skapandi atvinnulíf á heimsmælikvarða. Það nærir grasrót menningarlífsins og hinar skapandi greinar að við mátum okkur við heiminn – og þátttaka í heimsviðburðum eins og Feneyjartvíæringum er góður gluggi til þess. Hönnun hreyfir við okkur Hönnun og nýsköpun koma hreyfingu á hlutina. Nýsköpun á sér í síauknum mæli stað í samstarfi og samspili fyrirtækja, viðskiptavina og þekkingarsamfélaga en þar getur aðferðafræði hönnunar verið mikilvæg brú milli ólíkra hagsmuna. Fjölþættar aðgerðir hönnunarstefnunnar miða að því styrkja slíkar brýr og fjölga þeim. Framtíðarsýn hönnunarstefnunnar er að aðferðafræði hönnunar sé markvisst nýtt til þess að auka lífsgæði á Íslandi með áherslu á verðmætasköpun og sjálfbærni fyrir samfélagið í heild. Við getum aukið gæði, bætt heilsu og mannlíf, skapað áhugaverð störf og hraðað uppbyggingu og verðmætasköpun með því að virkja krafta sem sannarlega búa í íslensku hönnunarsamfélagi. Sem ráðherra menningar og viðskipta er ég afar stolt af þeim árangri íslensk hönnun hefur náð. Gæði og kraftur einkenna íslenska hönnunargeirann – og íslenskir hönnuðir halda áfram að koma okkur á óvart með hugkvæmni sinni og elju. Það eru ekki margir sem almennt uppskera á vorin en það gerir íslensk hönnun og aðdáendur hennar. Gleðilega hátíð og góða skemmtun á HönnunarMars. Höfundur er menningar- og viðskiptaráðherra.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun