Alls konar fabúleringar um vinskapinn við Bjarna Ben Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. apríl 2024 11:15 Katrín bendir á að fólk viti hvar það hefur hana; hennar pólítísku skoðanir liggi uppi á borðum. Vísir/Vilhelm „Við skulum átta okkur á því að það er auðvitað unnið að fjöldamörgum málum og forsætisráðherrann kemur nú ekkert að þeim öllum,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, í Pallborðinu í gær. Katrín var spurð að því hvort það orkaði tvímælis að hún myndi möglega verða í þeirri stöðu að undirrita lög frá Alþingi sem hún hefði sjálf átt að komu að. Aðrir gestir Pallborðsins voru Halla Tómasdóttir athafnakona og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og sagði Steinunn forsætisráðherra hljóta að bera ábyrgð á sinni ríkisstjórn. „Það sem ég er að benda á er að ég held að krafa almennings á mínar hendur, því ég er spurð um þetta að sjálfsögðu á fundum, verði enn ríkar um það að ég gæti óhlutdrægni í því mati meðal annars hvernig eigi að beita málskotsréttinum og minni á það aftur að ég held að öll sem eru í framboði þau hafa sýna lífssýn og skoðanir, pólitísku skoðanir sem og aðrar,“ sagði Katrín. „Ég held hins vegar að í mínu tilfelli þá eru þær bara algjörlega á yfirborðinu, öll mín verk eru á yfirborðinu og fólk getur metið það hvort ég hafi eingöngu látið mínar eigin skoðanir ráða för eða hvort ég hafi einmitt lagt mig fram um það að taka ákvarðanir í mínu embætti, til að mynda sem forsætisráðherra, sem þjónuðu heildarhag. Og ég vil bara minna á það líka að í því verkefni hef ég fengið afskaplega stórar áskoranir sem ég held að hafi tekist mjög vel til í.“ Katrín nefndi heimsfaraldur kórónuveiru sem dæmi, þar sem góður árangur hefði náðst og hún hefði lagt sig fram um að hlusta og ná árangri í þágu heildarhagsmuna. Það hlyti að vera sú krafa sem gerð væri til forseta. „Það að taka þátt í pólitísku starfi snýst nefnilega ekki um einhvern vinskap einhvers fólks, heldur snýst nákvæmlega um þetta,“ sagði Katrín. Hún var þá innt eftir því hvort það hefði ekki verið vinskapur hennar og Bjarna Benediktssonar, núverandi forsætisráðherra, sem hefði haldið ríkisstjórnarsamstarfinu gangandi. „Ja, það eru alls konar fabúleringar um það en ég held að fólk verði miklu frekar að horfa á þær ákvarðanir sem raunverulega hafa verið teknar og þann árangur sem raunverulega hefur náðst.“ Hér fyrir neðan má horfa á Pallborðið í heild. Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Pallborðið Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Katrín var spurð að því hvort það orkaði tvímælis að hún myndi möglega verða í þeirri stöðu að undirrita lög frá Alþingi sem hún hefði sjálf átt að komu að. Aðrir gestir Pallborðsins voru Halla Tómasdóttir athafnakona og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og sagði Steinunn forsætisráðherra hljóta að bera ábyrgð á sinni ríkisstjórn. „Það sem ég er að benda á er að ég held að krafa almennings á mínar hendur, því ég er spurð um þetta að sjálfsögðu á fundum, verði enn ríkar um það að ég gæti óhlutdrægni í því mati meðal annars hvernig eigi að beita málskotsréttinum og minni á það aftur að ég held að öll sem eru í framboði þau hafa sýna lífssýn og skoðanir, pólitísku skoðanir sem og aðrar,“ sagði Katrín. „Ég held hins vegar að í mínu tilfelli þá eru þær bara algjörlega á yfirborðinu, öll mín verk eru á yfirborðinu og fólk getur metið það hvort ég hafi eingöngu látið mínar eigin skoðanir ráða för eða hvort ég hafi einmitt lagt mig fram um það að taka ákvarðanir í mínu embætti, til að mynda sem forsætisráðherra, sem þjónuðu heildarhag. Og ég vil bara minna á það líka að í því verkefni hef ég fengið afskaplega stórar áskoranir sem ég held að hafi tekist mjög vel til í.“ Katrín nefndi heimsfaraldur kórónuveiru sem dæmi, þar sem góður árangur hefði náðst og hún hefði lagt sig fram um að hlusta og ná árangri í þágu heildarhagsmuna. Það hlyti að vera sú krafa sem gerð væri til forseta. „Það að taka þátt í pólitísku starfi snýst nefnilega ekki um einhvern vinskap einhvers fólks, heldur snýst nákvæmlega um þetta,“ sagði Katrín. Hún var þá innt eftir því hvort það hefði ekki verið vinskapur hennar og Bjarna Benediktssonar, núverandi forsætisráðherra, sem hefði haldið ríkisstjórnarsamstarfinu gangandi. „Ja, það eru alls konar fabúleringar um það en ég held að fólk verði miklu frekar að horfa á þær ákvarðanir sem raunverulega hafa verið teknar og þann árangur sem raunverulega hefur náðst.“ Hér fyrir neðan má horfa á Pallborðið í heild.
Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Pallborðið Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira