Bikarmeistararnir örugglega áfram eftir smá hikst Siggeir Ævarsson skrifar 25. apríl 2024 17:10 Víkingar byrja tímabilið af krafti. Vísir/Hulda Margrét Fimm leikir fóru fram í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla kl. 15:00 í dag. Ríkjandi bikarmeistarar Víkings tryggðu sig örugglega áfram en D-deildar lið Víðis komst í 0-1 í upphafi leiks með ótrúlegu marki. David Toro Jimenez sá sér leik á borði þegar aukaspyrna var dæmd á 13. mínútu og skoraði af um það bil 70 metra færi í autt mark Víkinga þar sem Pálmi Rafn markvörður var staðsettur alltof framarlega til að eiga möguleika á að verja skotið. ALVÖRU MARK! David Toro Jimenez kom Víði yfir gegn ríkjandi bikarmeisturunum, sirka 70 metra færi. Vá! 😲🏆 @vidir_gardi pic.twitter.com/gDiqApbPjZ— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 25, 2024 Adam var þó ekki lengi einn í paradís en Aron Elís Þrándarson jafnaði metin þremur mínútum seinna. Það tók bikarameistarana dágóða stund að komast yfir þar sem Víðismenn vörðust vel en Helgi Guðjónsson kom þeim yfir á 68. mínútu og þeir Ari Sigurpálsson og Nikolaj Hansen innsiglu svo 4-1 sigur undir lokin. B-deildarlið ÍR sótti KA heim þar sem gestirnir jöfnuðu 1-1 í uppbótartíma. Grípa þurfti til framlengingar og kom sigurmarkið ekki fyrr en á 119. mínútu en það var af dýrari gerðinni. Daníel Hafsteinsson hetja KA manna að þessu sinni. KA komið áfram eftir stórkostlegt mark hjá @danielhafsteins! Hann sparkaði svo fast að hann meiddi sig 😬 pic.twitter.com/4GiqQun9w9— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 25, 2024 Skagamenn áttu náðugan dag á Skipaskaga þar sem Tindastóll kom í heimsókn, en Stólarnir leika í D-deildinni, 4. deild. Lokatölur 3-0 þar Ingi Þór Sigurðsson skoraði tvö fyrstu mörkin en brenndi svo af vítaspyrnu í seinni hálfleik og missti þar með af þrennunni. Hilmar Elís Hilmarsson innsiglaði svo sigurinn skömmu síðar. Boðið var upp á tvo Lengjudeildarslagi þar sem mættust annars vegar Afturelding og Dalvík/Reynir og hins vegar Grótta og Þór. Tvö rauð spjöld fóru á loft í seinni leiknum. Afturelding vann öruggan 4-1 sigur á nýliðum Dalvíkur/Reynis þar sem Patrekur Orri Guðjónsson skoraði tvö en Tómas Þórðarson skoraði eina mark gestanna. Þórsarar gerðu góð ferð á Seltjarnarnesið og lögðu Gróttu 0-3. Rafael Victor skoraði fyrstu tvö mörk gestanna en skömmu áður hafði Tareq Shihab, leikmaður Gróttu, fengið sitt annað gula spjald og þar af leiðandi rautt. Bjarki Þór Viðarsson, leikmaður Þórs, fékk svo beint rautt á 84. mínútu þegar hann rændi Gróttu augljósu marktækifæri. Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sjá meira
David Toro Jimenez sá sér leik á borði þegar aukaspyrna var dæmd á 13. mínútu og skoraði af um það bil 70 metra færi í autt mark Víkinga þar sem Pálmi Rafn markvörður var staðsettur alltof framarlega til að eiga möguleika á að verja skotið. ALVÖRU MARK! David Toro Jimenez kom Víði yfir gegn ríkjandi bikarmeisturunum, sirka 70 metra færi. Vá! 😲🏆 @vidir_gardi pic.twitter.com/gDiqApbPjZ— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 25, 2024 Adam var þó ekki lengi einn í paradís en Aron Elís Þrándarson jafnaði metin þremur mínútum seinna. Það tók bikarameistarana dágóða stund að komast yfir þar sem Víðismenn vörðust vel en Helgi Guðjónsson kom þeim yfir á 68. mínútu og þeir Ari Sigurpálsson og Nikolaj Hansen innsiglu svo 4-1 sigur undir lokin. B-deildarlið ÍR sótti KA heim þar sem gestirnir jöfnuðu 1-1 í uppbótartíma. Grípa þurfti til framlengingar og kom sigurmarkið ekki fyrr en á 119. mínútu en það var af dýrari gerðinni. Daníel Hafsteinsson hetja KA manna að þessu sinni. KA komið áfram eftir stórkostlegt mark hjá @danielhafsteins! Hann sparkaði svo fast að hann meiddi sig 😬 pic.twitter.com/4GiqQun9w9— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 25, 2024 Skagamenn áttu náðugan dag á Skipaskaga þar sem Tindastóll kom í heimsókn, en Stólarnir leika í D-deildinni, 4. deild. Lokatölur 3-0 þar Ingi Þór Sigurðsson skoraði tvö fyrstu mörkin en brenndi svo af vítaspyrnu í seinni hálfleik og missti þar með af þrennunni. Hilmar Elís Hilmarsson innsiglaði svo sigurinn skömmu síðar. Boðið var upp á tvo Lengjudeildarslagi þar sem mættust annars vegar Afturelding og Dalvík/Reynir og hins vegar Grótta og Þór. Tvö rauð spjöld fóru á loft í seinni leiknum. Afturelding vann öruggan 4-1 sigur á nýliðum Dalvíkur/Reynis þar sem Patrekur Orri Guðjónsson skoraði tvö en Tómas Þórðarson skoraði eina mark gestanna. Þórsarar gerðu góð ferð á Seltjarnarnesið og lögðu Gróttu 0-3. Rafael Victor skoraði fyrstu tvö mörk gestanna en skömmu áður hafði Tareq Shihab, leikmaður Gróttu, fengið sitt annað gula spjald og þar af leiðandi rautt. Bjarki Þór Viðarsson, leikmaður Þórs, fékk svo beint rautt á 84. mínútu þegar hann rændi Gróttu augljósu marktækifæri.
Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sjá meira