Þegar þú ert báknið Gabríel Ingimarsson skrifar 26. apríl 2024 08:31 Flest okkar kannast eflaust við að standa ekki alveg við falleg fyrirheit gærdagsins. Við byrjuðum ekki í ræktinni á mánudaginn, okkur tókst ekki alveg að spara í fatakaupunum eða vorum ekki jafn dugleg að lesa og við ætluðum. En hvernig kljáist þú við þessar tilfinningar þegar þú ert stjórnmálaflokkur í ríkisstjórn Íslands? Hvað gerir íslenskur stjórnmálaflokkur sem hefur byggt nær alla sína sjálfsmynd í kringum „báknið burt” þegar hann vaknar svo við þann raunveruleika að reynast sjálfur vera báknið? Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins viðurkenna allavega loksins að allar reglugerðir sem komi til þeirra vegna EES samstarfsins hafa verið gullhúðaðar (blýhúðaðar?) í eigin ráðuneytum. Það kallar auðvitað á starfshóp þar sem vel innmúraðir opinberir starfsmenn fá vinnu við það að ræða hvað þetta er nú mikið bákn. En gullhúðandi ráðherrum og ráðuneytum var blessunarlega fjölgað í pólitískri skák með tilheyrandi kostnaði fyrir íslenska skattgreiðendur og að því er virðist með engan sérstakan tilgang nema að halda ákveðnu fólki inni í ríkisstjórn. Jú og til að minnka báknið! Báknsstækkunin ein og sér dugar þó ekki til, heldur leggjast þau á ráðin um hvernig best megi auka íþyngjandi ákvarðanir ríkisins sem mest. Þessir frelsiselskandi inngripshatendur hafa mörg hver lagst gegn rýmri heimild kvenna til þungunarrofs, sagst mótfallinn frelsi í neyslu kannabisefna, vilja takmarka frelsi á leigubílamörkuðum og vilja að ríkið ákveði hvað frjálst fólk fái að heita og hvað mjólkin má kosta. Nú er líka móðins hjá frelsiselskendunum að afnema heilbrigða samkeppni á mörkuðum og ríkisvæða fjármálafyrirtæki. Það er þeirra frelsi. Ítrekað stendur Sjálfstæðisflokkurinn svo í forsvari fyrir óráðsíu í ríkisfjármálum. Á met hagvaxtartímum var halli á ríkissjóði ár eftir ár og útgjaldablætið hélt áfram, raunar á það að halda áfram til ársins 2028. Hverjum ætli þrálát verðbólga sé annars að kenna? Útgjaldablætið er þó ekki að öllu leyti ófjármagnað, meintir frelsiselskandi báknminnkararnir hafa hækkað skatta fimm sinnum á móti hverri skattalækkun. Eru samt á móti sköttum en hækka bara þess í stað gjöld og álögur og leggja á „tímabundna” skatta. Og þegar „ekki-skattahækanirnar” duga ekki til þá má bara taka lán, jú blása út vaxtakostnað ríkisins og afborganir skattgreiðenda framtíðarinnar. Veski okkar enda óþrjótanlega auðlind. Höfundur er forseti Uppreisnar - Ungliðahreyfingu Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Rekstur hins opinbera Skattar og tollar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Flest okkar kannast eflaust við að standa ekki alveg við falleg fyrirheit gærdagsins. Við byrjuðum ekki í ræktinni á mánudaginn, okkur tókst ekki alveg að spara í fatakaupunum eða vorum ekki jafn dugleg að lesa og við ætluðum. En hvernig kljáist þú við þessar tilfinningar þegar þú ert stjórnmálaflokkur í ríkisstjórn Íslands? Hvað gerir íslenskur stjórnmálaflokkur sem hefur byggt nær alla sína sjálfsmynd í kringum „báknið burt” þegar hann vaknar svo við þann raunveruleika að reynast sjálfur vera báknið? Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins viðurkenna allavega loksins að allar reglugerðir sem komi til þeirra vegna EES samstarfsins hafa verið gullhúðaðar (blýhúðaðar?) í eigin ráðuneytum. Það kallar auðvitað á starfshóp þar sem vel innmúraðir opinberir starfsmenn fá vinnu við það að ræða hvað þetta er nú mikið bákn. En gullhúðandi ráðherrum og ráðuneytum var blessunarlega fjölgað í pólitískri skák með tilheyrandi kostnaði fyrir íslenska skattgreiðendur og að því er virðist með engan sérstakan tilgang nema að halda ákveðnu fólki inni í ríkisstjórn. Jú og til að minnka báknið! Báknsstækkunin ein og sér dugar þó ekki til, heldur leggjast þau á ráðin um hvernig best megi auka íþyngjandi ákvarðanir ríkisins sem mest. Þessir frelsiselskandi inngripshatendur hafa mörg hver lagst gegn rýmri heimild kvenna til þungunarrofs, sagst mótfallinn frelsi í neyslu kannabisefna, vilja takmarka frelsi á leigubílamörkuðum og vilja að ríkið ákveði hvað frjálst fólk fái að heita og hvað mjólkin má kosta. Nú er líka móðins hjá frelsiselskendunum að afnema heilbrigða samkeppni á mörkuðum og ríkisvæða fjármálafyrirtæki. Það er þeirra frelsi. Ítrekað stendur Sjálfstæðisflokkurinn svo í forsvari fyrir óráðsíu í ríkisfjármálum. Á met hagvaxtartímum var halli á ríkissjóði ár eftir ár og útgjaldablætið hélt áfram, raunar á það að halda áfram til ársins 2028. Hverjum ætli þrálát verðbólga sé annars að kenna? Útgjaldablætið er þó ekki að öllu leyti ófjármagnað, meintir frelsiselskandi báknminnkararnir hafa hækkað skatta fimm sinnum á móti hverri skattalækkun. Eru samt á móti sköttum en hækka bara þess í stað gjöld og álögur og leggja á „tímabundna” skatta. Og þegar „ekki-skattahækanirnar” duga ekki til þá má bara taka lán, jú blása út vaxtakostnað ríkisins og afborganir skattgreiðenda framtíðarinnar. Veski okkar enda óþrjótanlega auðlind. Höfundur er forseti Uppreisnar - Ungliðahreyfingu Viðreisnar.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar