„Ef ég get flogið þremur gerðum af þyrlum þá get ég tekið ákvörðun fyrir þjóðina“ Jakob Bjarnar skrifar 26. apríl 2024 10:57 Ásdís Rán ásamt börnum sínum og kosningastjóra. Hún er klár í slaginn og hálfpartinn skammaði þrautreyndan fréttamann fréttastofunnar fyrir að gefa í skyn að hún gæti ekki sem forseti ráðið fram úr stjórnarkreppu ef svo ber undir. Ásdís Rán Gunnarsdóttir mætti með undirskriftir sínar nú í morgun og var tekin tali af fréttamanni fréttastofunnar við það tækifæri. „Ég rétt slapp. Þetta eru kannski 16 hundruð meðmæli. Sem betur fer byrjaði ég ekki seinna,“ sagði Ásdís Rán, Ísdrottningin sjálf, en hún mætti niður í Hörpu ásamt fríðu föruneyti. Heimir Már Pétursson fréttamaður tók hana tali og spurði hvert væri hennar erindi, hvers vegna hún hafi ákveðið að blanda sér í þennan leik? „Ég held bara að ég hafi fengið alveg rosalega góða þjálfun erlendis, ég hef verið í hálfgerðu ambassador-starfi, og hef verið að kynna land og þjóð út um allan heim í viðtölum. Já, ég held að ég sé mjög hæf að taka að mér þetta starf.“ En hvað hefurðu fram að færa? „Heyrðu, það verður… ég ætla að fara á fulla ferð í góðgerðarmál. Mig langar til að auðvelda fólki á Íslandi lífið, koma til móts við barnafólk, eldra fólkið og líka unga fólkið sem vantar húsnæði og svoleiðis.“ Forseti hefur kannski ekki ákvörðunarvald í þeim efnum en hann kemur við sögu við stjórnarmyndun, ef það er stjórnarkreppa – treystirðu þér til þess? „Að sjálfsögðu. Ég er kona með kjark. Ég get það fyllilega. Og ég get líka allt hitt, ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna.“ Neinei, ég er ekki að segja að þú getir það ekki. Ég er bara að tala um þessi stóru verkefni sem geta fylgt forsetaembættinu ef illa gengur í stjórnmálunum. „Að sjálfsögðu. Ef ég get flogið þremur gerðum af þyrlum þá get ég tekið ákvörðun fyrir þjóðina. Það er alveg víst.“ Þannig að þú kemur hér með þitt framboð og leggur galvösk af stað í kosningabaráttuna? „Já, ég geri það.“ Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
„Ég rétt slapp. Þetta eru kannski 16 hundruð meðmæli. Sem betur fer byrjaði ég ekki seinna,“ sagði Ásdís Rán, Ísdrottningin sjálf, en hún mætti niður í Hörpu ásamt fríðu föruneyti. Heimir Már Pétursson fréttamaður tók hana tali og spurði hvert væri hennar erindi, hvers vegna hún hafi ákveðið að blanda sér í þennan leik? „Ég held bara að ég hafi fengið alveg rosalega góða þjálfun erlendis, ég hef verið í hálfgerðu ambassador-starfi, og hef verið að kynna land og þjóð út um allan heim í viðtölum. Já, ég held að ég sé mjög hæf að taka að mér þetta starf.“ En hvað hefurðu fram að færa? „Heyrðu, það verður… ég ætla að fara á fulla ferð í góðgerðarmál. Mig langar til að auðvelda fólki á Íslandi lífið, koma til móts við barnafólk, eldra fólkið og líka unga fólkið sem vantar húsnæði og svoleiðis.“ Forseti hefur kannski ekki ákvörðunarvald í þeim efnum en hann kemur við sögu við stjórnarmyndun, ef það er stjórnarkreppa – treystirðu þér til þess? „Að sjálfsögðu. Ég er kona með kjark. Ég get það fyllilega. Og ég get líka allt hitt, ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna.“ Neinei, ég er ekki að segja að þú getir það ekki. Ég er bara að tala um þessi stóru verkefni sem geta fylgt forsetaembættinu ef illa gengur í stjórnmálunum. „Að sjálfsögðu. Ef ég get flogið þremur gerðum af þyrlum þá get ég tekið ákvörðun fyrir þjóðina. Það er alveg víst.“ Þannig að þú kemur hér með þitt framboð og leggur galvösk af stað í kosningabaráttuna? „Já, ég geri það.“
Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira