Framtíð innri markaðarins Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 26. apríl 2024 15:01 Ríkisútvarpið greindi frá því að nýlega kom út skýrslan „Much more than a Market“ eftir Enrico Letta, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu. Letta var falið af Evrópusambandinu að koma með tillögur m.a. um hvernig samkeppnishæfni ESB sé tryggð til framtíðar. Fjallar hann um innri markaðinn sem tæki og nánast sem „auðlind“ sem sambandið getur nýtt betur, ekki síst til að bæta samkeppnishæfni sína gagnvart Asíu og N-Ameríku. Ein af megin tillögum Letta er að samin sé ítarleg stefna fyrir innri markaðinn. Einnig má lesa má af skýrslu Letta að skriffinnska og ósveigjanleiki sé til trafala. Evrópsk fyrirtæki séu lítil í samanburði við fyrirtæki í Bandaríkjunum og Kína og af þeim orsökum hallar verulega á Evrópsku fyrirtækin. Þau séu á eftir í nýsköpun, framleiðni ofl. sem á endanum dregur úr öryggi ESB. Því þurfi að aðstoða Evrópsk fyrirtæki við að verða stærri og þannig auka efnahagslegt öryggi. Þá segir Letta að markaðir fjármála, fjarskipta og orku verði að þróast í áttina að samþættingu á ESB svæðinu fram yfir þarfir einstakra ríkja svo svæðið standist samkeppni. Annar fyrrum ítalskur forsætisráðherra, Mario Draghi er einnig að vinna skýrslu en mun hann einkum vera að skoða samkeppnishæfni sambandsins. Það er í sjálfu sér áhugavert að tveir fyrrum forsætisráðherrar Ítalíu séu að skoða sömu, eða svipaða hluti. Áhugaverðara verður þó að sjá hvað Evrópusambandið gerir á endanum til bregðast við minnkandi samkeppnishæfni. Mun svæðið rétta úr kútnum eða staðna í deilum um leiðir og lausnir? Fyrir okkur sem aðila að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES), skiptir miklu að áfram sé fylgst náið með hver stefnan er að þróast enda Ísland aðili að innri markaðnum. Skýrsla Letta er yfirgripsmikil og kemur inn á margt fleira en hér hefur verið nefnt en sé það rétt hjá Letta að hið evrópska kerfi sé of flókið og þungt ætti það að hringja viðvörunarbjöllum víða, ekki síst þar sem talað er fyrir nýju regluverki. Aukinn samruni og samþætting með það að markmiði að stækka og styrkja Evrópsk fyrirtæki getur augljóslega haft áhrif hér á landi. Hvort sem horft er til regluverks sem okkur ber að taka upp eða útflutnings á vörum eða þjónustu. Það verður áhugavert að fylgjast með þessari þróun í ljósi kosninga sem eru víða á döfinni í Evrópu sem og þeim flóknari alþjóðapólitískum veruleika sem við búum nú við. Höfundur starfar sem ráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Utanríkismál Evrópusambandið Gunnar Bragi Sveinsson Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Sjá meira
Ríkisútvarpið greindi frá því að nýlega kom út skýrslan „Much more than a Market“ eftir Enrico Letta, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu. Letta var falið af Evrópusambandinu að koma með tillögur m.a. um hvernig samkeppnishæfni ESB sé tryggð til framtíðar. Fjallar hann um innri markaðinn sem tæki og nánast sem „auðlind“ sem sambandið getur nýtt betur, ekki síst til að bæta samkeppnishæfni sína gagnvart Asíu og N-Ameríku. Ein af megin tillögum Letta er að samin sé ítarleg stefna fyrir innri markaðinn. Einnig má lesa má af skýrslu Letta að skriffinnska og ósveigjanleiki sé til trafala. Evrópsk fyrirtæki séu lítil í samanburði við fyrirtæki í Bandaríkjunum og Kína og af þeim orsökum hallar verulega á Evrópsku fyrirtækin. Þau séu á eftir í nýsköpun, framleiðni ofl. sem á endanum dregur úr öryggi ESB. Því þurfi að aðstoða Evrópsk fyrirtæki við að verða stærri og þannig auka efnahagslegt öryggi. Þá segir Letta að markaðir fjármála, fjarskipta og orku verði að þróast í áttina að samþættingu á ESB svæðinu fram yfir þarfir einstakra ríkja svo svæðið standist samkeppni. Annar fyrrum ítalskur forsætisráðherra, Mario Draghi er einnig að vinna skýrslu en mun hann einkum vera að skoða samkeppnishæfni sambandsins. Það er í sjálfu sér áhugavert að tveir fyrrum forsætisráðherrar Ítalíu séu að skoða sömu, eða svipaða hluti. Áhugaverðara verður þó að sjá hvað Evrópusambandið gerir á endanum til bregðast við minnkandi samkeppnishæfni. Mun svæðið rétta úr kútnum eða staðna í deilum um leiðir og lausnir? Fyrir okkur sem aðila að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES), skiptir miklu að áfram sé fylgst náið með hver stefnan er að þróast enda Ísland aðili að innri markaðnum. Skýrsla Letta er yfirgripsmikil og kemur inn á margt fleira en hér hefur verið nefnt en sé það rétt hjá Letta að hið evrópska kerfi sé of flókið og þungt ætti það að hringja viðvörunarbjöllum víða, ekki síst þar sem talað er fyrir nýju regluverki. Aukinn samruni og samþætting með það að markmiði að stækka og styrkja Evrópsk fyrirtæki getur augljóslega haft áhrif hér á landi. Hvort sem horft er til regluverks sem okkur ber að taka upp eða útflutnings á vörum eða þjónustu. Það verður áhugavert að fylgjast með þessari þróun í ljósi kosninga sem eru víða á döfinni í Evrópu sem og þeim flóknari alþjóðapólitískum veruleika sem við búum nú við. Höfundur starfar sem ráðgjafi.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun