Umræddir Bretar hafa sagt sögu sína á TikTok, og vakið mikla athygli. Annar þeirra, Busman Zak segir sögu slyssins á tilfinningaþrunginn hátt í þremur myndböndum.
Þeir Zak og kærasti hans Eliott komu hingað til lands fyrir helgi og héldu í ferð um gullna hringinn auk eldgosaslóðanna á Reykjanesskaga. Síðdegis á föstudeginum lentu þeir hins vegar í harkalegum árekstri á leið á hótel, þar sem þeir ætluðu sér að gista fyrstu nóttina.
„Við Elliott erum báðir á lífi. Ég var útskrifaður eftir tvo daga, á sunnudag, en núna er mánudagur sem átti að vera síðasti dagurinn okkar á Íslandi,“ sagði Zak í TikTok myndbandi sem hann birti fyrr í vikunni. Kom þar fram að Elliott væri enn á spítala vegna innvortis blæðinga.
Zak kveðst hafa verið á um 90 kílómetra hraða þegar ökumaður annarar bifreiðar reyndi að taka fram úr flutningabíl með þeim afleiðingum að rekast framan á bíl þeirra Zak og Elliott.
Watch on TikTok
Í öðru myndbandi sýnir Zak frá áverkum sem hann hlaut eftir slysið.
Watch on TikTok
Allt er gott sem endar vel. Í nýjustu TikTok uppfærslu Zak segir hann frá gleðitíðindum: þeir hafa ákveðið að trúlofast.
„Hann bað mig um að giftast sér, þarna á gjörgæslunni. Og allir hjúkrunarfræðingarnir klöppuðu,“ segir Zak í myndbandinu sem má sjá hér að neðan.
Watch on TikTok