Fram kom í fréttaskeyti lögreglunnar að tilkynning hafi borist vegna ungmenna sem voru til leiðinda í sundlaug í hverfi 112 í Reykjavík, þá væntanlega í Grafarvogslaug. Málið vakti forvitni nokkurra lesenda.
Í samtali við Vísi segir Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, að piltar á aldrinum fjórtán til fimmtán ára hafi verið með derring og stæla við sundlaugarvörð í Grafarvogslaug og neitað að fara upp úr þegar þeir voru beðnir um það.
Þá hafi lögregla verið kölluð sem varð til þess að þeir hlýddu.
Aðspurður segir Jón Karl nokkuð sjaldgæft að mál að þessu tagi komi upp. Algengara sé að lögregla þurfi að hafa afskpti af fólki sem laumist inn í sundlaugina eftir opnunartíma.