„Ég skaut bara á markið og vonaði það besta“ Andri Már Eggertsson skrifar 28. apríl 2024 21:12 Elmar Erlingsson fór á kostum í kvöld Vísir/Hulda Margrét ÍBV vann ótrúlegan eins marks sigur gegn FH 28-29 í Kaplakrika. Elmar Erlingsson, leikmaður ÍBV, var hetja Eyjamanna þar sem hann gerði sigurmarkið en FH er 2-1 yfir í einvíginu og því var sigur Eyjamanna lífsnauðsynlegur. „Þetta var ekki alveg eins og við ætluðum að spila en þetta gekk upp. Við fórum í tvöfaldan kross og ætluðum að fá Gabríel Martinez í færi en það opnaðist á milli eitt og tvö og ég náði að komast í gegn. Ég skaut bara á markið og vonaði það besta,“ sagði Elmar um sigurmarkið sem hann skoraði. Elmar fór á kostum í leiknum og gerði sjö af fyrstu átta mörkum Eyjamanna í fyrri hálfleik. Elmar er að spila sitt síðasta tímabil með ÍBV þar sem hann hefur samið við Nordhorn sem leikur í næstefstu deild í Þýskalandi. „Stundum kemst maður í svona gír og það var allt inni og þegar að það gerist þá heldur maður bara áfram að skjóta. Maður veit aldrei hvenær seinasti leikurinn minn með ÍBV verður og ég ætla að nýta allar mínútur sem ég hef og það er ógeðslega gaman.“ ÍBV gerði síðustu þrjú mörkin í fyrri hálfleik og voru einu marki yfir 13-14. Elmar hrósaði einnig stuðningsmönnum ÍBV sem stóðu fyrir sínu. „Stúkan trylltist og við löbbuðum inn í klefa með gæsahúð. Síðan komum við út í seinni hálfleik og komumst fjórum mörkum yfir. Stúkan hélt áfram og þetta var ógeðslega gaman. Það gekk næstum því allt upp í dag og þetta var mjög flott hjá okkur.“ Um miðjan seinni hálfleik fór ÍBV að gefa eftir og heimamenn komust inn í leikinn og úr varð svakalega spennandi leikur. „Við klikkuðum á þremur færum í röð. Í úrslitakeppninni er aldrei hægt að vera rólegur þegar maður er fimm mörkum yfir en mögulega gerðum við það en náðum samt að klára leikinn sem var geggjað.“ FH var tveimur mörkum yfir þegar að þrjár mínútur voru eftir og Elmar var ánægður með hvernig liðið kom til baka og vann leikinn. „Þetta var bara að duga eða drepast. Við vissum að við gátum ekki gefist upp og við áttum ekki annan leik inni.“ En hvernig verður að fara til Eyja og reyna að knýja fram oddaleik í Krikanum. „Það er bara það sem maður er búinn að dreyma um seinustu daga. Komast aftur til Eyja og koma þessu í oddaleik sem væri geðveikt,“ sagði Elmar Erlingsson að lokum spenntur fyrir næsta leik í Vestmannaeyjum. ÍBV Olís-deild karla Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur, Íslendingar í Birmingham og margt fleira Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Mega sniffa ammoníak eftir allt saman Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Leðurblökur að trufla handboltafélag Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Sjá meira
„Þetta var ekki alveg eins og við ætluðum að spila en þetta gekk upp. Við fórum í tvöfaldan kross og ætluðum að fá Gabríel Martinez í færi en það opnaðist á milli eitt og tvö og ég náði að komast í gegn. Ég skaut bara á markið og vonaði það besta,“ sagði Elmar um sigurmarkið sem hann skoraði. Elmar fór á kostum í leiknum og gerði sjö af fyrstu átta mörkum Eyjamanna í fyrri hálfleik. Elmar er að spila sitt síðasta tímabil með ÍBV þar sem hann hefur samið við Nordhorn sem leikur í næstefstu deild í Þýskalandi. „Stundum kemst maður í svona gír og það var allt inni og þegar að það gerist þá heldur maður bara áfram að skjóta. Maður veit aldrei hvenær seinasti leikurinn minn með ÍBV verður og ég ætla að nýta allar mínútur sem ég hef og það er ógeðslega gaman.“ ÍBV gerði síðustu þrjú mörkin í fyrri hálfleik og voru einu marki yfir 13-14. Elmar hrósaði einnig stuðningsmönnum ÍBV sem stóðu fyrir sínu. „Stúkan trylltist og við löbbuðum inn í klefa með gæsahúð. Síðan komum við út í seinni hálfleik og komumst fjórum mörkum yfir. Stúkan hélt áfram og þetta var ógeðslega gaman. Það gekk næstum því allt upp í dag og þetta var mjög flott hjá okkur.“ Um miðjan seinni hálfleik fór ÍBV að gefa eftir og heimamenn komust inn í leikinn og úr varð svakalega spennandi leikur. „Við klikkuðum á þremur færum í röð. Í úrslitakeppninni er aldrei hægt að vera rólegur þegar maður er fimm mörkum yfir en mögulega gerðum við það en náðum samt að klára leikinn sem var geggjað.“ FH var tveimur mörkum yfir þegar að þrjár mínútur voru eftir og Elmar var ánægður með hvernig liðið kom til baka og vann leikinn. „Þetta var bara að duga eða drepast. Við vissum að við gátum ekki gefist upp og við áttum ekki annan leik inni.“ En hvernig verður að fara til Eyja og reyna að knýja fram oddaleik í Krikanum. „Það er bara það sem maður er búinn að dreyma um seinustu daga. Komast aftur til Eyja og koma þessu í oddaleik sem væri geðveikt,“ sagði Elmar Erlingsson að lokum spenntur fyrir næsta leik í Vestmannaeyjum.
ÍBV Olís-deild karla Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur, Íslendingar í Birmingham og margt fleira Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Mega sniffa ammoníak eftir allt saman Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Leðurblökur að trufla handboltafélag Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti