Eins og sandur úr greip Jón Steindór Valdimarsson skrifar 28. apríl 2024 23:01 Vextir skipta miklu máli fyrir alla þá sem skulda. Því hærri sem vextirnir eru því dýrara er að skulda og þeim mun minna eftir til annarra nota. Þetta gildir jafnt um almenning, fyrirtæki, ríki og sveitarfélög. Vaxtastig ræðst af mörgum þáttum, m.a. verðbólgu, stöðugleika, greiðslugetu skuldara, áhættu og trausti. Ef einn eða fleiri þættir eru í ólagi kostar það hærri vexti. Það er ótvírætt allra hagur að vextir séu hóflegir og stuðli að jafnvægi. Óverjandi fjármagnskostnaður Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem nú er til meðferðar á Alþingi koma fram athyglisverðar og ógnvekjandi upplýsingar um skuldir hins opinbera og vexti af þeim næstu fimm árin. Vextirnir einir og sér eru áætlaðir 565 milljarðar króna! Það er um 1,9 milljón á hvern Íslending 18 ára og eldri, svo þarf auðvitað að greiða skuldirnar sjálfar. Ísland og Malta Ríkisfjármál eru nokkuð flókin en til að gefa okkur örlitla innsýn inn í aðstöðumun þeirra landa sem halda uppi eigin örmynt og þeirra sem taka þátt í alþjóðlegu myntsamstarfi er ágætt að líta til Möltu. Ísland er eyja með tæplega 384 þúsund íbúa, á aðild að EES og er með eigin gjaldmiðil en Malta er eyja í Miðjarðarhafi með um 520 þúsund íbúa, á aðild að Evrópusambandinu og er með evru sem gjaldmiðil. Árið 2022 voru skuldir hins opinbera sem hlutfall af landsframleiðslu 65,9% á Íslandi en 52,9% á Möltu. Bæði löndin eru því talsvert skuldsett. Fjármagnskostnaður vegna skuldanna var 5,88% af vergri landsframleiðslu á Íslandi en 1% á Möltu. Hér munar miklu þó visslega séu skuldir Íslands 13 prósentustigum hærri. Það sem stingur í augu og svíður undan er að meðalvaxtahlutfall á skuldum Íslands er 8,9% en 1,9% hjá Möltu. Munurinn er hvorki meira né minna en 4,7 faldur eða heil 7 prósentustig. Á þessum tíma var verðbólga á Íslandi 8,3% en 6,2% á Möltu. Ef tekið er tillit til verðbólgunnar og raunvextir af skuldum reiknaðir þá voru þeir 0,61% á Íslandi en mínus 4,25% á Möltu. Á þann mælikvarða munar 4,85 prósentustigum. Það er feiknarlega mikill munur en endurspeglar mat lánardrottna á stöðu ríkjanna tveggja. Hvað myndir þú gera við 63,9 milljarða? Samkvæmt ríkisreikningi árið 2022 var fjármagnskostnaður íslenska ríkisins 117,3 milljarðar. Ef við gefum okkur að íslenska ríkið hefði notið sömu vaxtakjara og Malta á þessum tíma hefði vaxtakostnaðurinn verið 53,4 milljarðar. Mismunurinn er hvorki meiri né minni 63,9 milljarðar króna! Skýringin á þessum mun er sú að Malta er í ESB og notar evru. Til samanburðar gera fjárlög ársins 2024 ráð fyrir að 53,3 milljarðar renni til samgöngu- og fjarskiptamála. Það væri hægt að fjármagna þessi útgjöld öll og eiga 10 milljarða í afgang. Er ekki tímabært að hætta að afneita augljósum staðreyndum? Aðild Íslands að ESB og upptaka evru er stærsta hagsmunamál okkar allra. Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Efnahagsmál Jón Steindór Valdimarsson Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Vextir skipta miklu máli fyrir alla þá sem skulda. Því hærri sem vextirnir eru því dýrara er að skulda og þeim mun minna eftir til annarra nota. Þetta gildir jafnt um almenning, fyrirtæki, ríki og sveitarfélög. Vaxtastig ræðst af mörgum þáttum, m.a. verðbólgu, stöðugleika, greiðslugetu skuldara, áhættu og trausti. Ef einn eða fleiri þættir eru í ólagi kostar það hærri vexti. Það er ótvírætt allra hagur að vextir séu hóflegir og stuðli að jafnvægi. Óverjandi fjármagnskostnaður Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem nú er til meðferðar á Alþingi koma fram athyglisverðar og ógnvekjandi upplýsingar um skuldir hins opinbera og vexti af þeim næstu fimm árin. Vextirnir einir og sér eru áætlaðir 565 milljarðar króna! Það er um 1,9 milljón á hvern Íslending 18 ára og eldri, svo þarf auðvitað að greiða skuldirnar sjálfar. Ísland og Malta Ríkisfjármál eru nokkuð flókin en til að gefa okkur örlitla innsýn inn í aðstöðumun þeirra landa sem halda uppi eigin örmynt og þeirra sem taka þátt í alþjóðlegu myntsamstarfi er ágætt að líta til Möltu. Ísland er eyja með tæplega 384 þúsund íbúa, á aðild að EES og er með eigin gjaldmiðil en Malta er eyja í Miðjarðarhafi með um 520 þúsund íbúa, á aðild að Evrópusambandinu og er með evru sem gjaldmiðil. Árið 2022 voru skuldir hins opinbera sem hlutfall af landsframleiðslu 65,9% á Íslandi en 52,9% á Möltu. Bæði löndin eru því talsvert skuldsett. Fjármagnskostnaður vegna skuldanna var 5,88% af vergri landsframleiðslu á Íslandi en 1% á Möltu. Hér munar miklu þó visslega séu skuldir Íslands 13 prósentustigum hærri. Það sem stingur í augu og svíður undan er að meðalvaxtahlutfall á skuldum Íslands er 8,9% en 1,9% hjá Möltu. Munurinn er hvorki meira né minna en 4,7 faldur eða heil 7 prósentustig. Á þessum tíma var verðbólga á Íslandi 8,3% en 6,2% á Möltu. Ef tekið er tillit til verðbólgunnar og raunvextir af skuldum reiknaðir þá voru þeir 0,61% á Íslandi en mínus 4,25% á Möltu. Á þann mælikvarða munar 4,85 prósentustigum. Það er feiknarlega mikill munur en endurspeglar mat lánardrottna á stöðu ríkjanna tveggja. Hvað myndir þú gera við 63,9 milljarða? Samkvæmt ríkisreikningi árið 2022 var fjármagnskostnaður íslenska ríkisins 117,3 milljarðar. Ef við gefum okkur að íslenska ríkið hefði notið sömu vaxtakjara og Malta á þessum tíma hefði vaxtakostnaðurinn verið 53,4 milljarðar. Mismunurinn er hvorki meiri né minni 63,9 milljarðar króna! Skýringin á þessum mun er sú að Malta er í ESB og notar evru. Til samanburðar gera fjárlög ársins 2024 ráð fyrir að 53,3 milljarðar renni til samgöngu- og fjarskiptamála. Það væri hægt að fjármagna þessi útgjöld öll og eiga 10 milljarða í afgang. Er ekki tímabært að hætta að afneita augljósum staðreyndum? Aðild Íslands að ESB og upptaka evru er stærsta hagsmunamál okkar allra. Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun