Fullvissuð um það að íþróttafólk utan skápsins sé öruggt í Sádi Arabíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2024 14:00 Daria Kasatkina er komin út úr skápnum en er ekki hrædd við að fara til Sádi Arabíu. Getty/Fred Mullane Rússneska tenniskonan Daria Kasatkina er ein af fáum sem keppa meðal þeirra bestu í tennisheiminum jafnframt því að vera komin út úr skápnum í sínu einkalífi. Kasatkina segir að hún hafi fengið tryggingu fyrir því að hún væri örugg þegar og ef hún keppir einhvern tímann í Sádi Arabíu. „Ég hef fengið fullvissu um það að allt verði í fínu lagi,“ sagði Kasatkina við breska ríkisútvarpið en hún er eins og er í ellefta sæti á heimslistanum. Mannréttindabrot eru þekkt í Sádi Arabíu og ekki síst gagnvart samkynhneigðu fólki. Stjórnvöld hafa beitt sérstökum sakamáladómstól til kerfisbundinnar þöggunar í landinu. Kasatkina hafði lýst yfir efasemdunum um einmitt þetta þegar hún var spurð út í þetta á blaðamannafundi á Wimbledon mótinu í fyrra. Hommar, lesbíur, tvíkynhneigðir og transfólk hafa löngum þurft að sæta mismunun og ofbeldi vegna kynhnreigðar- eða vitundar sinnar. Eftir sigur á Anastasia Pavlyuchenkova á Opna Madrid mótinu um helgina þá talaði hún aftur á móti með því að fara með úrslitamót WTA-mótaraðarinnar til Riyadh í Sádi Arabíu. Lokamót tímabilsins verður næstu þrjú árin í Sádi Arabíu. „Ef ég kemst inn á það mót þá þýðir það að ég er ein af átta bestu í heimi. Það yrðu frábærar fréttir fyrir mig,“ sagði Kasatkina. „Við sjáum að Sádarnir hafa mikinn áhuga á íþróttum og þeir vilja þróa og efla íþróttirnar. Svo framarlega sem þessi þróun gefur fólkinu, krökkunum og konunum jöfn tækifæri til að koma og horfa á keppnirnar. Að þau fái að horfa, keppa og taka þátt í þessu þá er þetta bara frábært,“ sagði Kasatkina. Réttindi kvenna í Sádi-Arabíu hafa verið bágborin. Konur ráða ekki yfir lífi sínu þar sem þær þurfa að lúta forsjá karlmanns. Einhverjar umbætur í lögum hafa þó verið gerðar á síðustu árum. Tennis Sádi-Arabía Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Sjá meira
Kasatkina segir að hún hafi fengið tryggingu fyrir því að hún væri örugg þegar og ef hún keppir einhvern tímann í Sádi Arabíu. „Ég hef fengið fullvissu um það að allt verði í fínu lagi,“ sagði Kasatkina við breska ríkisútvarpið en hún er eins og er í ellefta sæti á heimslistanum. Mannréttindabrot eru þekkt í Sádi Arabíu og ekki síst gagnvart samkynhneigðu fólki. Stjórnvöld hafa beitt sérstökum sakamáladómstól til kerfisbundinnar þöggunar í landinu. Kasatkina hafði lýst yfir efasemdunum um einmitt þetta þegar hún var spurð út í þetta á blaðamannafundi á Wimbledon mótinu í fyrra. Hommar, lesbíur, tvíkynhneigðir og transfólk hafa löngum þurft að sæta mismunun og ofbeldi vegna kynhnreigðar- eða vitundar sinnar. Eftir sigur á Anastasia Pavlyuchenkova á Opna Madrid mótinu um helgina þá talaði hún aftur á móti með því að fara með úrslitamót WTA-mótaraðarinnar til Riyadh í Sádi Arabíu. Lokamót tímabilsins verður næstu þrjú árin í Sádi Arabíu. „Ef ég kemst inn á það mót þá þýðir það að ég er ein af átta bestu í heimi. Það yrðu frábærar fréttir fyrir mig,“ sagði Kasatkina. „Við sjáum að Sádarnir hafa mikinn áhuga á íþróttum og þeir vilja þróa og efla íþróttirnar. Svo framarlega sem þessi þróun gefur fólkinu, krökkunum og konunum jöfn tækifæri til að koma og horfa á keppnirnar. Að þau fái að horfa, keppa og taka þátt í þessu þá er þetta bara frábært,“ sagði Kasatkina. Réttindi kvenna í Sádi-Arabíu hafa verið bágborin. Konur ráða ekki yfir lífi sínu þar sem þær þurfa að lúta forsjá karlmanns. Einhverjar umbætur í lögum hafa þó verið gerðar á síðustu árum.
Tennis Sádi-Arabía Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn