Yousaf segir af sér sem ráðherra og formaður Skoska þjóðarflokksins Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. apríl 2024 13:08 Yousaf sagði af sér í morgun í kjölfar ákvörðunar hans um að slíta samstarfinu við Græningja. Banabiti samstarfsins voru markmið Skotlands í loftslagsmálum. AP/Andrew Milligan Humza Yousaf, fyrsti ráðherra Skotlands, hefur ákveðið að segja af sér. Yousaf átti yfir höfði sér vantraustsyfirlýsingu vegna ákvörðunar hans um að rjúfa samstarf Skoska þjóðarflokksins og Græningja. Ákvörðun Yousaf leiddi til minnihlutastjórnar Skoska þjóðaflokksins en ráðherrann sagðist í ávarpi í morgun hafa vonast til þess að geta átt í áframhaldandi samstarfi við Græningja, þótt það yrði óformlegt. Hann hefði augljóslega vanmetið þau sárindi sem ákvörðun hans hefði valdið Græningjum. Yousef sagði að leiðir hefðu verið opnar til að verjast vantrausti en að hann vildi ekki fórna hugsjónum sínum og gildum til þess eins að halda völdum. Þannig hefði hann komist að þeirri niðurstöðu að það væri öllum til heilla að annar tæki við forystunni og freistaði þess að græða sár. Alex Salmond, fyrrverandi leiðtogi Skoska þjóðarflokksins og núverandi leiðtogi Alba, sagði á föstudag að þingmaður flokksins myndi verja Yousef vantrausti ef hann samþykkti að vinna að því með Alba að koma sem flestum sjálfstæðissinnum inn á þing. Tillögunni var svarað af Stewart McDonald, þingmanni Skoska þjóðaflokksins fyrir Glasgow, sem sagði bandalag við Alba myndu vekja hroll meðal kjósenda og í höfuðborgum Evrópu. Benti hann á að Salmond hefði verið þáttastjórnandi rússnesku sjónvarpsstöðvarinnar RT. Græningjar segjast reiðubúnir til að vinna með nýjum leiðtoga Skoska þjóðarflokksins að framsæknum stefnumálum þeirra. Einn hefur stigið fram; John Swinney, sem var leiðtogi flokksins á árunum 2000 til 2004. Skotland Loftslagsmál Bretland Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Ákvörðun Yousaf leiddi til minnihlutastjórnar Skoska þjóðaflokksins en ráðherrann sagðist í ávarpi í morgun hafa vonast til þess að geta átt í áframhaldandi samstarfi við Græningja, þótt það yrði óformlegt. Hann hefði augljóslega vanmetið þau sárindi sem ákvörðun hans hefði valdið Græningjum. Yousef sagði að leiðir hefðu verið opnar til að verjast vantrausti en að hann vildi ekki fórna hugsjónum sínum og gildum til þess eins að halda völdum. Þannig hefði hann komist að þeirri niðurstöðu að það væri öllum til heilla að annar tæki við forystunni og freistaði þess að græða sár. Alex Salmond, fyrrverandi leiðtogi Skoska þjóðarflokksins og núverandi leiðtogi Alba, sagði á föstudag að þingmaður flokksins myndi verja Yousef vantrausti ef hann samþykkti að vinna að því með Alba að koma sem flestum sjálfstæðissinnum inn á þing. Tillögunni var svarað af Stewart McDonald, þingmanni Skoska þjóðaflokksins fyrir Glasgow, sem sagði bandalag við Alba myndu vekja hroll meðal kjósenda og í höfuðborgum Evrópu. Benti hann á að Salmond hefði verið þáttastjórnandi rússnesku sjónvarpsstöðvarinnar RT. Græningjar segjast reiðubúnir til að vinna með nýjum leiðtoga Skoska þjóðarflokksins að framsæknum stefnumálum þeirra. Einn hefur stigið fram; John Swinney, sem var leiðtogi flokksins á árunum 2000 til 2004.
Skotland Loftslagsmál Bretland Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira