Boða verkfallsaðgerðir á Keflavíkurflugvelli í maí Jón Ísak Ragnarsson skrifar 29. apríl 2024 15:24 Verkfallsaðgerðir hafa verið boðaðar á Keflavíkurflugvelli frá 9. maí næstkomandi. Vilhelm Samninganefndir Sameykis og FFR, félags flugmálastarfsmanna ríkisins, hafa efnt til atkvæðagreiðslu um vinnustöðvun félagsfólks sem starfar hjá ISAVIA ohf. Verkfallsaðgerðirnar hefjast 9. maí verði þær samþykktar, en atkvæðagreiðslunni um þær lýkur 2. maí. Samningaviðræður stéttarfélaganna hafa staðið síðan í september 2023 og var deilunni vísað til ríkissáttasemjara þann 8. apríl síðastliðinn. Í gær varð ljóst að ekki væri lengra komist í viðræðum við SA/ISAVIA. Verkfallsaðgerðirnar fela í sér yfirvinnu- og þjálfunarbann ásamt tímabundnum og tímasettum aðgerðum við öryggisleit og farþegaflutninga. Aðgerðirnar munu koma til framkvæmda kl. 16:00 hinn 9. maí 2024 fáist samþykki félagsfólks í rafrænni atkvæðagreiðslu. Fyrirkomulagið mun verða eins og hér greinir: • Frá kl. 16:00 fimmtudaginn 9. maí 2024 hefst ótímabundið yfirvinnubann. Yfirvinnubannið nær til allra félagsmanna Sameykis og FFR.• Frá kl. 16:00 fimmtudaginn 9. maí 2024 hefst ótímabundið þjálfunarbann. Þjálfunarbann tekur til félagsfólks Sameykis og FFR sem starfar sem leiðbeinandi og vottaður leiðbeinandi á gólfi.• Á tímabilinu frá kl. 04:00-08:00, föstudaginn 10. maí 2024, mun starfsfólk sem sinnir öryggisleit á Keflavíkurflugvelli leggja niður störf sín.• Á tímabilinu frá kl. 04:00-08:00, fimmtudaginn 16. maí 2024, mun starfsfólk sem sinnir öryggisleit á Keflavíkurflugvelli leggja niður störf sín.• Á tímabilinu frá kl. 04:00-08:00, föstudaginn 17. maí 2024, mun starfsfólk sem sinnir öryggisleit á Keflavíkurflugvelli leggja niður störf sín.• Á tímabilinu frá kl. 04:00-08:00, mánudaginn 20. maí 2024, mun starfsfólk sem sinnir öryggisleit á Keflavíkurflugvelli leggja niður störf sín. Frá þessu var greint á heimaíðum FFR og Sameykis. Flugferðir svo gott sem stöðvaðar þegar öryggisleit leggur niður störf „Farþegar munu ekki komast inn á haftarsvæði ef öryggisleit er lokuð. Sömuleðis mun það taka lengri tíma að ferja farþega yfir í flugvélar,“ segir Unnar Örn Ólafsson, formaður FFR. Fjögurra tíma vinnustöðvanirnar muni svo gott sem stöðva flug. Aðgerðirnar munu að mestu leyti hafa áhrif á morgunflug. „Við náttúrulega vonumst til þess að viðræðuaðilarnir okkar komi að borðinu áður en til þessara aðgerða kemur, það er alltaf vonin okkar. En þetta vissulega bítur,“ segir Unnar. Hann segir tímasetningarnar aðgerðanna valdar þannig að þær séu þegar flugfélögin eru að fljúga. „Það er náttúrulega meiningin,“ segir Unnar. Unnar segir ágreininginn ekki snúast um launaliðinn. „Ágreiningurinn snýst ekki um launaliðinn, þar eru allir samstíga, heldur er deilt um um réttindi innan kjarasamninga þannig að starfsmenn Isavía og dótturfélaga standi jafnfætis varðandi ófagtengd réttindi,“ segir Unnar. Keflavíkurflugvöllur Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Reykjanesbær Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Sjá meira
Samningaviðræður stéttarfélaganna hafa staðið síðan í september 2023 og var deilunni vísað til ríkissáttasemjara þann 8. apríl síðastliðinn. Í gær varð ljóst að ekki væri lengra komist í viðræðum við SA/ISAVIA. Verkfallsaðgerðirnar fela í sér yfirvinnu- og þjálfunarbann ásamt tímabundnum og tímasettum aðgerðum við öryggisleit og farþegaflutninga. Aðgerðirnar munu koma til framkvæmda kl. 16:00 hinn 9. maí 2024 fáist samþykki félagsfólks í rafrænni atkvæðagreiðslu. Fyrirkomulagið mun verða eins og hér greinir: • Frá kl. 16:00 fimmtudaginn 9. maí 2024 hefst ótímabundið yfirvinnubann. Yfirvinnubannið nær til allra félagsmanna Sameykis og FFR.• Frá kl. 16:00 fimmtudaginn 9. maí 2024 hefst ótímabundið þjálfunarbann. Þjálfunarbann tekur til félagsfólks Sameykis og FFR sem starfar sem leiðbeinandi og vottaður leiðbeinandi á gólfi.• Á tímabilinu frá kl. 04:00-08:00, föstudaginn 10. maí 2024, mun starfsfólk sem sinnir öryggisleit á Keflavíkurflugvelli leggja niður störf sín.• Á tímabilinu frá kl. 04:00-08:00, fimmtudaginn 16. maí 2024, mun starfsfólk sem sinnir öryggisleit á Keflavíkurflugvelli leggja niður störf sín.• Á tímabilinu frá kl. 04:00-08:00, föstudaginn 17. maí 2024, mun starfsfólk sem sinnir öryggisleit á Keflavíkurflugvelli leggja niður störf sín.• Á tímabilinu frá kl. 04:00-08:00, mánudaginn 20. maí 2024, mun starfsfólk sem sinnir öryggisleit á Keflavíkurflugvelli leggja niður störf sín. Frá þessu var greint á heimaíðum FFR og Sameykis. Flugferðir svo gott sem stöðvaðar þegar öryggisleit leggur niður störf „Farþegar munu ekki komast inn á haftarsvæði ef öryggisleit er lokuð. Sömuleðis mun það taka lengri tíma að ferja farþega yfir í flugvélar,“ segir Unnar Örn Ólafsson, formaður FFR. Fjögurra tíma vinnustöðvanirnar muni svo gott sem stöðva flug. Aðgerðirnar munu að mestu leyti hafa áhrif á morgunflug. „Við náttúrulega vonumst til þess að viðræðuaðilarnir okkar komi að borðinu áður en til þessara aðgerða kemur, það er alltaf vonin okkar. En þetta vissulega bítur,“ segir Unnar. Hann segir tímasetningarnar aðgerðanna valdar þannig að þær séu þegar flugfélögin eru að fljúga. „Það er náttúrulega meiningin,“ segir Unnar. Unnar segir ágreininginn ekki snúast um launaliðinn. „Ágreiningurinn snýst ekki um launaliðinn, þar eru allir samstíga, heldur er deilt um um réttindi innan kjarasamninga þannig að starfsmenn Isavía og dótturfélaga standi jafnfætis varðandi ófagtengd réttindi,“ segir Unnar.
Keflavíkurflugvöllur Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Reykjanesbær Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent