Álfa- og jólahúsið í Laugardalnum heyrir sögunni til Jón Ísak Ragnarsson skrifar 29. apríl 2024 17:38 Vísir heimsótti Birnu í aðdraganda jóla árið 2017 Vísir/Egill Birna Sigmundsdóttir hefur komið upp miklu jólaþorpi í garði sínum að Dragavegi fimm í Laugardalnum ár hvert í fimmtán ár. Nú standa yfir nágrannaerjur við fólk á efri hæðinni sem vill ekkert með skreytingarnar hafa. Birna hefur yfirleitt skreytt garðinn með álfastyttum í stað jólakrauts á sumrin. Birna birti pistil á Facebook-síðunni Langholtshverfi - 104, þar sem hún sagði að nú væri komin upp sú staða að hún megi ekki vera með neitt skraut í garðinum. Hún segir garðinn vera sameign hennar og efri hæðarinnar, en nágrannar hennar hafi aldrei verið með vesen fyrr en fyrir tveimur árum. Þá hafi hún fengið nýja nágranna sem hún segir vera „illt í frekjunni.“ Hún þurfi nú að fjarlægja allt skraut úr garðinum. Færslan fékk mikla athygli en þegar þetta er skrifað hefur hún fengið 186 viðbrögð og 34 athugasemdir. Athugasemdirnar eru margar á þá leið að mikil eftirsjá verði af garðinum sem lengi hafi vakið upp mikla ánægju meðal íbúa Laugardals. Aðrar athugasemdir benda kurteisislega á það að tvær hliðar séu á öllum málum. Vísir heimsótti Birnu árið 2014. Lögreglan kölluð til vegna deilnanna Það hefur gengið á ýmsu frá því deilurnar hófust fyrir um tveimur árum síðan, en Birna segir að nágrannar hennar hafi margsinnis fjarlægt allt skraut úr garðinum. Birna hefur þá yfirleitt hringt á lögregluna og tilkynnt þjófnað. Birna segir að garðurinn sé óskipt sameign, sem hún hafi alfarið séð um síðastliðin fimmtán ár. Nágrannar hennar fyrir fimmtán árum fólu henni það verkefni. Nú sé öldin önnur og nágrannar hennar krefjast þess að hún taki skrautið niður. Birna hefur yfirleitt fyllt garðinn af álfastyttum og öðru slíku á sumrin.Vísir/GVA Birna hefur ekki aðeins hringt á lögregluna vegna horfinna skreytinga, en lögreglan hefur verið kölluð til vegna deilna um eftirlitsmyndavélar á dyrabjöllum. Birna segir söguna þannig að nágrannar hennar hafi nýverið sett upp eftirlitsmyndavél fyrir framan hurð sína sem taki upp allan daginn og visti upptökuna á einhverju skýi í ákveðinn tíma. Birnu leist mjög illa á þetta og tók myndavélina niður. Þetta hafi vakið mikla reiði hjá nágrönnunum sem fóru að banka fast og sparka í hurðina þannig að hún brotnaði. Birna hringdi þá á lögregluna. Nágrannar Birnu á efri hæðinni vildu ekkert tjá sig um málið við fréttastofu þegar eftir því var leitað. Fréttastofa heimsótti Birnu árið 2017: Reykjavík Jólaskraut Nágrannadeilur Tengdar fréttir Setti upp sannkallað jólaland í garðinum Alls þurfti um 70 innstungur til að stinga öllum seríunum í samband. 21. desember 2017 20:00 Skreytir til að gleðja Fallega skreytt hús við Laugardal hefur vakið mikla athygli og dæmi eru um að rútur séu farnar að stöðva þar með farþega. 22. desember 2014 20:45 Mest lesið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira
Birna birti pistil á Facebook-síðunni Langholtshverfi - 104, þar sem hún sagði að nú væri komin upp sú staða að hún megi ekki vera með neitt skraut í garðinum. Hún segir garðinn vera sameign hennar og efri hæðarinnar, en nágrannar hennar hafi aldrei verið með vesen fyrr en fyrir tveimur árum. Þá hafi hún fengið nýja nágranna sem hún segir vera „illt í frekjunni.“ Hún þurfi nú að fjarlægja allt skraut úr garðinum. Færslan fékk mikla athygli en þegar þetta er skrifað hefur hún fengið 186 viðbrögð og 34 athugasemdir. Athugasemdirnar eru margar á þá leið að mikil eftirsjá verði af garðinum sem lengi hafi vakið upp mikla ánægju meðal íbúa Laugardals. Aðrar athugasemdir benda kurteisislega á það að tvær hliðar séu á öllum málum. Vísir heimsótti Birnu árið 2014. Lögreglan kölluð til vegna deilnanna Það hefur gengið á ýmsu frá því deilurnar hófust fyrir um tveimur árum síðan, en Birna segir að nágrannar hennar hafi margsinnis fjarlægt allt skraut úr garðinum. Birna hefur þá yfirleitt hringt á lögregluna og tilkynnt þjófnað. Birna segir að garðurinn sé óskipt sameign, sem hún hafi alfarið séð um síðastliðin fimmtán ár. Nágrannar hennar fyrir fimmtán árum fólu henni það verkefni. Nú sé öldin önnur og nágrannar hennar krefjast þess að hún taki skrautið niður. Birna hefur yfirleitt fyllt garðinn af álfastyttum og öðru slíku á sumrin.Vísir/GVA Birna hefur ekki aðeins hringt á lögregluna vegna horfinna skreytinga, en lögreglan hefur verið kölluð til vegna deilna um eftirlitsmyndavélar á dyrabjöllum. Birna segir söguna þannig að nágrannar hennar hafi nýverið sett upp eftirlitsmyndavél fyrir framan hurð sína sem taki upp allan daginn og visti upptökuna á einhverju skýi í ákveðinn tíma. Birnu leist mjög illa á þetta og tók myndavélina niður. Þetta hafi vakið mikla reiði hjá nágrönnunum sem fóru að banka fast og sparka í hurðina þannig að hún brotnaði. Birna hringdi þá á lögregluna. Nágrannar Birnu á efri hæðinni vildu ekkert tjá sig um málið við fréttastofu þegar eftir því var leitað. Fréttastofa heimsótti Birnu árið 2017:
Reykjavík Jólaskraut Nágrannadeilur Tengdar fréttir Setti upp sannkallað jólaland í garðinum Alls þurfti um 70 innstungur til að stinga öllum seríunum í samband. 21. desember 2017 20:00 Skreytir til að gleðja Fallega skreytt hús við Laugardal hefur vakið mikla athygli og dæmi eru um að rútur séu farnar að stöðva þar með farþega. 22. desember 2014 20:45 Mest lesið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira
Setti upp sannkallað jólaland í garðinum Alls þurfti um 70 innstungur til að stinga öllum seríunum í samband. 21. desember 2017 20:00
Skreytir til að gleðja Fallega skreytt hús við Laugardal hefur vakið mikla athygli og dæmi eru um að rútur séu farnar að stöðva þar með farþega. 22. desember 2014 20:45