Flugvöllur Færeyinga fær að taka við stærri þotum Kristján Már Unnarsson skrifar 29. apríl 2024 23:37 Boeing 757-þota FarCargo lenti í fyrsta sinn á Vogaflugvelli þann 5. mars en á undanþágu. Jónis Albert Nielsen/jn.fo Flugvöllurinn í Vogum í Færeyjum, eini flugvöllur eyjanna, verður færður upp um einn öryggisflokk. Það þýðir að Boeing 757-fraktþota FarCargo, dótturfélags Bakkafrosts, fær loksins varanlegt leyfi til að lenda í sinni eigin heimahöfn. FarCargo keypti þotuna í þeim megintilgangi að flytja ferskan eldislax úr sjókvíum Bakkafrosts, stærsta fyrirtækis Færeyinga, með sem skemmstum hætti á verðmæta markaði bæði í Evrópu og Ameríku. Var komu hennar fagnað með viðhöfn í byrjun marsmánaðar að viðstöddum helstu ráðamönnum eyjanna. Það þótti því heldur en ekki neyðarlegt þegar í ljós kom að flugvélin mátti ekki nota flugvöllinn þar sem vænghaf hennar var of breitt miðað við öryggisflokkun vallarins. Vogaflugvöllur var skráður með viðmiðunarkóða C, sem leyfir allt að 36 metra breitt vænghaf, en 757-þotan er með 41 metra vænghaf. Í C-flokki eru þotur eins og Airbus A-320 og Boeing 737. Þotan var upphaflega smíðuð til farþegaflugs árið 2001 en FarCargo lét breyta henni í fraktflugvél.Jónis Albert Nielsen/jn.fo Málið var leyst til bráðabirgða með því að danska samgöngustofan veitti einskiptis undanþágu fyrir flugvélina svo hún mætti lenda í Færeyjum. Sú undanþága var síðan framlengd meðan leitað var varanlegrar lausnar en á meðan er vélin búin að fljúga fjölda ferða með lax, einkum til New York og Brussel. Kringvarp Færeyja greindi frá því í dag að dönsk samgönguyfirvöld væru núna búin að höggva á hnútinn. Niðurstaðan er sú að Vogaflugvöllur verður frá og með 1. maí færður upp í viðmiðunarkóða D. Það þýðir að flugvélar með allt að 52 metra vænghaf mega lenda í Færeyjum frá mánaðamótum. Í þeim flokki eru auk 757-þotunnar breiðþotur eins og Boeing 767 og Airbus A-330. Færeyjar Fréttir af flugi Boeing Airbus Danmörk Matvælaframleiðsla Fiskeldi Sjókvíaeldi Tengdar fréttir Boeing 757-þotan fær ekki að lenda í Færeyjum Áform færeyska fiskeldisfyrirtækisins Bakkafrosts um reglubundið flug með ferskan lax frá Færeyjum eru í uppnámi þar sem Boeing 757-fraktflutningaþota dótturfélagsins FarCargo fær ekki að lenda á flugvellinum í Vogum. Ástæðan er sú að 41 metra vænghaf hennar telst of breitt fyrir þennan eina flugvöll Færeyinga sem skilgreindur er fyrir allt að 36 metra vænghaf flugvéla. 10. mars 2024 10:40 Vill að Færeyjar fái nýjan flugvöll Bæjarstjóri Þórshafnar í Færeyjum, Heðin Mortensen, vill hefja undirbúning að gerð nýs alþjóðaflugvallar í Færeyjum. Ummælin féllu í viðtali við Kringvarpið í vikunni í framhaldi af vandræðum sem fraktflugfélagið FarCargo glímir við að nýta Vogaflugvöll til fiskflutninga með Eysturoy, Boeing 757-þotu félagsins. 29. mars 2024 08:48 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
FarCargo keypti þotuna í þeim megintilgangi að flytja ferskan eldislax úr sjókvíum Bakkafrosts, stærsta fyrirtækis Færeyinga, með sem skemmstum hætti á verðmæta markaði bæði í Evrópu og Ameríku. Var komu hennar fagnað með viðhöfn í byrjun marsmánaðar að viðstöddum helstu ráðamönnum eyjanna. Það þótti því heldur en ekki neyðarlegt þegar í ljós kom að flugvélin mátti ekki nota flugvöllinn þar sem vænghaf hennar var of breitt miðað við öryggisflokkun vallarins. Vogaflugvöllur var skráður með viðmiðunarkóða C, sem leyfir allt að 36 metra breitt vænghaf, en 757-þotan er með 41 metra vænghaf. Í C-flokki eru þotur eins og Airbus A-320 og Boeing 737. Þotan var upphaflega smíðuð til farþegaflugs árið 2001 en FarCargo lét breyta henni í fraktflugvél.Jónis Albert Nielsen/jn.fo Málið var leyst til bráðabirgða með því að danska samgöngustofan veitti einskiptis undanþágu fyrir flugvélina svo hún mætti lenda í Færeyjum. Sú undanþága var síðan framlengd meðan leitað var varanlegrar lausnar en á meðan er vélin búin að fljúga fjölda ferða með lax, einkum til New York og Brussel. Kringvarp Færeyja greindi frá því í dag að dönsk samgönguyfirvöld væru núna búin að höggva á hnútinn. Niðurstaðan er sú að Vogaflugvöllur verður frá og með 1. maí færður upp í viðmiðunarkóða D. Það þýðir að flugvélar með allt að 52 metra vænghaf mega lenda í Færeyjum frá mánaðamótum. Í þeim flokki eru auk 757-þotunnar breiðþotur eins og Boeing 767 og Airbus A-330.
Færeyjar Fréttir af flugi Boeing Airbus Danmörk Matvælaframleiðsla Fiskeldi Sjókvíaeldi Tengdar fréttir Boeing 757-þotan fær ekki að lenda í Færeyjum Áform færeyska fiskeldisfyrirtækisins Bakkafrosts um reglubundið flug með ferskan lax frá Færeyjum eru í uppnámi þar sem Boeing 757-fraktflutningaþota dótturfélagsins FarCargo fær ekki að lenda á flugvellinum í Vogum. Ástæðan er sú að 41 metra vænghaf hennar telst of breitt fyrir þennan eina flugvöll Færeyinga sem skilgreindur er fyrir allt að 36 metra vænghaf flugvéla. 10. mars 2024 10:40 Vill að Færeyjar fái nýjan flugvöll Bæjarstjóri Þórshafnar í Færeyjum, Heðin Mortensen, vill hefja undirbúning að gerð nýs alþjóðaflugvallar í Færeyjum. Ummælin féllu í viðtali við Kringvarpið í vikunni í framhaldi af vandræðum sem fraktflugfélagið FarCargo glímir við að nýta Vogaflugvöll til fiskflutninga með Eysturoy, Boeing 757-þotu félagsins. 29. mars 2024 08:48 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Boeing 757-þotan fær ekki að lenda í Færeyjum Áform færeyska fiskeldisfyrirtækisins Bakkafrosts um reglubundið flug með ferskan lax frá Færeyjum eru í uppnámi þar sem Boeing 757-fraktflutningaþota dótturfélagsins FarCargo fær ekki að lenda á flugvellinum í Vogum. Ástæðan er sú að 41 metra vænghaf hennar telst of breitt fyrir þennan eina flugvöll Færeyinga sem skilgreindur er fyrir allt að 36 metra vænghaf flugvéla. 10. mars 2024 10:40
Vill að Færeyjar fái nýjan flugvöll Bæjarstjóri Þórshafnar í Færeyjum, Heðin Mortensen, vill hefja undirbúning að gerð nýs alþjóðaflugvallar í Færeyjum. Ummælin féllu í viðtali við Kringvarpið í vikunni í framhaldi af vandræðum sem fraktflugfélagið FarCargo glímir við að nýta Vogaflugvöll til fiskflutninga með Eysturoy, Boeing 757-þotu félagsins. 29. mars 2024 08:48