„Mo Salah sá sem að gekk of langt“ Sindri Sverrisson skrifar 30. apríl 2024 10:01 Mohamed Salah var augljóslega ekki sáttur með stjórann sinn á laugardaginn. Getty/Justin Setterfield Mohamed Salah fór yfir strikið þegar hann reifst við knattspyrnustjóra sinn hjá Liverpool, Jürgen Klopp, á hliðarlínunni á laugardag í 2-2 jafnteflisleiknum við West Ham í ensku úrvalsdeildinni. Þetta segir fyrrverandi framherjinn Chris Sutton í Monday Night Club á BBC. Klopp tók Salah út úr byrjunarliðinu fyrir leikinn við Hamrana, og þeir sáust svo rífast þegar Salah var skipt inn á rúmum tíu mínútum fyrir leikslok. Salah hefur skorað manna mest fyrir Liverpool í vetur eða 24 mörk en ekki verið upp á sitt besta að undanförnu og hafði engan rétt á að rífast við Klopp að mati Sutton, sem ekki vildi setja út á stjórann: „Ég var ekki hrifinn af þessu en ég tel að Mo Salah sé sá sem gekk of langt,“ sagði Sutton. Salah kvaðst eftir leik ekki ætla að tjá sig um málið. „Ef ég tala í dag mun allt loga,“ sagði Salah. „Hann er ekkert öðruvísi en liðsfélagar hans hjá Liverpool og sannleikurinn er sá að formið hefur ekki verið eins gott hjá honum síðan hann sneri aftur eftir meiðsli. Þetta er ekki sagt til að níða Salah og þann stórkostlega leikmann sem hann hefur verið hjá Liverpool. Hann hefur verið magnaður en það er strik þarna og því miður fór hann yfir það,“ sagði Sutton. Klopp, sem kveður Liverpool í sumar, fékk Salah til félagsins sumarið 2017 og hann hefur stöðugt verið lykilmaður liðsins. Það þýðir þó ekki að hann eigi heimtingu á sæti í byrjunarliðinu, að mati Suttons: „Maður getur ekki lifað á því liðna. Þetta snýst um stund og stað, og Klopp ákvað að taka hann út úr liðinu. Hann hefur rétt á því. Hann er stjórinn og Salah er ekkert öðruvísi en liðsfélagar hans.“ Sagður ekki vera til sölu Samningur Salah við Liverpool gildir til sumarsins 2025 og hann hefur verið orðaður við mögulega sölu til Sádi Arabíu í sumar. Samkvæmt BBC er afstaða Liverpool þó áfram sú sama og fyrir leikinn við West Ham; Salah er ekki til sölu. Enski boltinn Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Sjá meira
Þetta segir fyrrverandi framherjinn Chris Sutton í Monday Night Club á BBC. Klopp tók Salah út úr byrjunarliðinu fyrir leikinn við Hamrana, og þeir sáust svo rífast þegar Salah var skipt inn á rúmum tíu mínútum fyrir leikslok. Salah hefur skorað manna mest fyrir Liverpool í vetur eða 24 mörk en ekki verið upp á sitt besta að undanförnu og hafði engan rétt á að rífast við Klopp að mati Sutton, sem ekki vildi setja út á stjórann: „Ég var ekki hrifinn af þessu en ég tel að Mo Salah sé sá sem gekk of langt,“ sagði Sutton. Salah kvaðst eftir leik ekki ætla að tjá sig um málið. „Ef ég tala í dag mun allt loga,“ sagði Salah. „Hann er ekkert öðruvísi en liðsfélagar hans hjá Liverpool og sannleikurinn er sá að formið hefur ekki verið eins gott hjá honum síðan hann sneri aftur eftir meiðsli. Þetta er ekki sagt til að níða Salah og þann stórkostlega leikmann sem hann hefur verið hjá Liverpool. Hann hefur verið magnaður en það er strik þarna og því miður fór hann yfir það,“ sagði Sutton. Klopp, sem kveður Liverpool í sumar, fékk Salah til félagsins sumarið 2017 og hann hefur stöðugt verið lykilmaður liðsins. Það þýðir þó ekki að hann eigi heimtingu á sæti í byrjunarliðinu, að mati Suttons: „Maður getur ekki lifað á því liðna. Þetta snýst um stund og stað, og Klopp ákvað að taka hann út úr liðinu. Hann hefur rétt á því. Hann er stjórinn og Salah er ekkert öðruvísi en liðsfélagar hans.“ Sagður ekki vera til sölu Samningur Salah við Liverpool gildir til sumarsins 2025 og hann hefur verið orðaður við mögulega sölu til Sádi Arabíu í sumar. Samkvæmt BBC er afstaða Liverpool þó áfram sú sama og fyrir leikinn við West Ham; Salah er ekki til sölu.
Enski boltinn Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Sjá meira