Þrír Íslendingar í liði umferðarinnar Sindri Sverrisson skrifar 30. apríl 2024 14:31 Orri Steinn Óskarsson skoraði þrennu og hélt titilvonum FCK á lífi. @FCKobenhavn Þrír íslenskir landsliðsmenn eru í ellefu manna úrvalsliði síðustu umferðar í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Íslendingar eiga líka fimm mörk sem koma til greina sem mark umferðarinnar. Það kemur væntanlega engum á óvart að sjá Orra Stein Óskarsson í liði 27. umferðarinnar, eftir fullkomna frammistöðu á sunnudaginn. Hann kom þá inn á sem varamaður hjá FCK snemma í seinni hálfleik, og skoraði þrennu í mikilvægum 3-2 sigri á AGF. Stefán Teitur Þórðarson er einnig í úrvalsliðinu en hann skoraði þriðja mark Silkeborg í frábærum 3-0 sigri á Midtjylland, með föstu skoti af vítateigslínunni. Lið umferðarinnar í dönsku úrvalsdeildinni. Þrír Íslendingar eru í liðinu.Superliga Vinstri bakvörðurinn Kolbeinn Birgir Finnsson er svo þriðji Íslendingurinn í úrvalsliðinu eftir frammistöðu sína í 1-1 jafntefli Lyngby við Vejle í neðri hluta deildarinnar. Kolbeinn lagði þar upp mark Sævars Atla Magnússonar sem reyndist dýrmætt því með sigri hefði Vejle sent Lyngby í fallsæti. Öll mörkin sem skoruð voru í umferðinni koma til greina í valinu á marki umferðarinnar, og þar með eru öll þrjú mörk Orra tilnefnd sem og mark Stefáns Teits og mark Sævars Atla, sem skoraði með laglegum hætti eftir fyrirgjöf Kolbeins. Kosið er um mark umferðarinnar hér. Hvem scorede Rundens Mål? 🤔Stem på din favorit 🔗 https://t.co/4npjtmJG0v 🗳#sldk | #ditholdvoresliga pic.twitter.com/6TXie7UMUn— 3F Superliga (@Superligaen) April 30, 2024 Danski boltinn Tengdar fréttir Mikil virðing fyrir Orra: Hárið stundum flækt en alltaf bros á vör Einn af liðsfélögum Orra Steins Óskarssonar hjá FC Kaupmannahöfn hrósar Íslendingnum unga í hástert eftir þrennuna um helgina, og spáir honum bjartri framtíð. 29. apríl 2024 13:01 Þjálfari Orra Steins sáttur: Hann hefur haldið kjafti Jacob Neestrup, þjálfari Danmerkurmeistara FC Kaupmannahafnar, var eðlilega sáttur með frammistöðu Orra Steins Óskarssonar í gær þegar FCK lagði AGF 3-2 þökk sé þrennu frá Orra. 29. apríl 2024 07:02 Stefán Teitur skoraði í óvæntum sigri á Sverri Inga og félögum Silkeborg vann heldur óvæntan 3-0 heimasigur á Midtjylland í eina leik dagsins í dönsku úrvalsdeild karla. Stefán Teitur Þórðarson var meðal markaskorara. 29. apríl 2024 19:00 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur R. - Malisheva | Standa vel að vígi Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Í beinni: Flora - Valur | Valsmenn í góðri stöðu í Tallinn Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Sjá meira
Það kemur væntanlega engum á óvart að sjá Orra Stein Óskarsson í liði 27. umferðarinnar, eftir fullkomna frammistöðu á sunnudaginn. Hann kom þá inn á sem varamaður hjá FCK snemma í seinni hálfleik, og skoraði þrennu í mikilvægum 3-2 sigri á AGF. Stefán Teitur Þórðarson er einnig í úrvalsliðinu en hann skoraði þriðja mark Silkeborg í frábærum 3-0 sigri á Midtjylland, með föstu skoti af vítateigslínunni. Lið umferðarinnar í dönsku úrvalsdeildinni. Þrír Íslendingar eru í liðinu.Superliga Vinstri bakvörðurinn Kolbeinn Birgir Finnsson er svo þriðji Íslendingurinn í úrvalsliðinu eftir frammistöðu sína í 1-1 jafntefli Lyngby við Vejle í neðri hluta deildarinnar. Kolbeinn lagði þar upp mark Sævars Atla Magnússonar sem reyndist dýrmætt því með sigri hefði Vejle sent Lyngby í fallsæti. Öll mörkin sem skoruð voru í umferðinni koma til greina í valinu á marki umferðarinnar, og þar með eru öll þrjú mörk Orra tilnefnd sem og mark Stefáns Teits og mark Sævars Atla, sem skoraði með laglegum hætti eftir fyrirgjöf Kolbeins. Kosið er um mark umferðarinnar hér. Hvem scorede Rundens Mål? 🤔Stem på din favorit 🔗 https://t.co/4npjtmJG0v 🗳#sldk | #ditholdvoresliga pic.twitter.com/6TXie7UMUn— 3F Superliga (@Superligaen) April 30, 2024
Danski boltinn Tengdar fréttir Mikil virðing fyrir Orra: Hárið stundum flækt en alltaf bros á vör Einn af liðsfélögum Orra Steins Óskarssonar hjá FC Kaupmannahöfn hrósar Íslendingnum unga í hástert eftir þrennuna um helgina, og spáir honum bjartri framtíð. 29. apríl 2024 13:01 Þjálfari Orra Steins sáttur: Hann hefur haldið kjafti Jacob Neestrup, þjálfari Danmerkurmeistara FC Kaupmannahafnar, var eðlilega sáttur með frammistöðu Orra Steins Óskarssonar í gær þegar FCK lagði AGF 3-2 þökk sé þrennu frá Orra. 29. apríl 2024 07:02 Stefán Teitur skoraði í óvæntum sigri á Sverri Inga og félögum Silkeborg vann heldur óvæntan 3-0 heimasigur á Midtjylland í eina leik dagsins í dönsku úrvalsdeild karla. Stefán Teitur Þórðarson var meðal markaskorara. 29. apríl 2024 19:00 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur R. - Malisheva | Standa vel að vígi Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Í beinni: Flora - Valur | Valsmenn í góðri stöðu í Tallinn Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Sjá meira
Mikil virðing fyrir Orra: Hárið stundum flækt en alltaf bros á vör Einn af liðsfélögum Orra Steins Óskarssonar hjá FC Kaupmannahöfn hrósar Íslendingnum unga í hástert eftir þrennuna um helgina, og spáir honum bjartri framtíð. 29. apríl 2024 13:01
Þjálfari Orra Steins sáttur: Hann hefur haldið kjafti Jacob Neestrup, þjálfari Danmerkurmeistara FC Kaupmannahafnar, var eðlilega sáttur með frammistöðu Orra Steins Óskarssonar í gær þegar FCK lagði AGF 3-2 þökk sé þrennu frá Orra. 29. apríl 2024 07:02
Stefán Teitur skoraði í óvæntum sigri á Sverri Inga og félögum Silkeborg vann heldur óvæntan 3-0 heimasigur á Midtjylland í eina leik dagsins í dönsku úrvalsdeild karla. Stefán Teitur Þórðarson var meðal markaskorara. 29. apríl 2024 19:00