Úthvíld ríkisstjórn? Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 30. apríl 2024 13:31 Eftir að Katrín Jakobsdóttir steig úr stóli forsætisráðherra hefur taktur ríkisstjórnarinnar snögglega breyst. Ríkisstjórnarsamstarf sem einkennst hefur af því að ekki hefur verið hægt að taka ákvarðanir hefur nú vaknað til lífsins undir forystu Bjarna Benediktssonar. Í ljós kemur að þessi ríkisstjórn er hættuminni rænulaus en eftir að hún komst til meðvitundar. Á nokkrum dögum hefur þrennt gerst: 1. Auðlindir í fjörðum landsins afhentar fyrirtækjum Glænýr matvælaráðherra Vinstri grænna hóf leika á því að flytja frumvarp um að afhenda fiskeldisfyrirtækjum auðlindir í fjörðum landsins til frambúðar. Þetta er sögulega vond byrjun hjá nýjum ráðherra. Hún bendir núna á embættismenn sína og segir að frá þeim hafi þessi vonlausa hugmynd komið. Það er hæpið enda er þessi útfærsla á skjön við aðra lagasetningu um nýtingarrétt á auðlindum. Núgildandi lög um fiskeldi hafa veitt tímabundin leyfi til fyrirtækja. Í orkulögum er talað um tímabundin leyfi. Í lögum um rannsóknir og nýtingu auðlinda í jörðu eru veitt tímabundin leyfi. Og í frumvarpi ríkisstjórnarinnar um hálendisþjóðgarð var talað um að tímabinda atvinnuleyfi í náttúruauðlind hálendisins. Á þessari reglu er ein stór undantekning. Útgerðirnar hafa fengið ótímabundinn rétt varðandi fiskinn í sjónum. Og um það snýst þetta mál: Vilji ríkisstjórnarinnar stendur til að gefa fiskeldisfyrirtækjum varanlegan rétt yfir auðlindunum í fjörðum landsins. Flokkarnir hafa allt þeirra samstarf varið óbreytt ástand hvað sjávarútveginn varðar og núna er ætlunin að bæta fiskeldinu undir sama hatt. 2. Lögleg verðsamráð Sami matvælaráðherra hefur líka varið þá ákvörðun að taka samkeppnislög úr sambandi í skjóli nætur hvað varðar búvörur. Hagsmunir neytenda af samkeppni viku þar snarlega fyrir hagsmunum Kaupfélags Skagfirðinga. Og ráðherrann gerir reyndar betur: Hún segir ekkert tilefni til að kanna hvers vegna þetta frumvarp úr hennar eigin ráðuneyti gjörbreyttist og varð að allt öðru máli en ætlun stóð til í upphafi. Hún ver lagasetninguna þrátt fyrir að hvergi sé gengið jafn langt í að skapa möguleika á einokun. 3. Armslengdinni slátrað Þriðja atriðið er að nýr fjármálaráðherra hefur kynnt frumvarp um að ráðherra annist núna sölu á Íslandsbanka. Í kjölfar klúðursins við síðasta hluta sölu bankans sendi ríkisstjórnin út sérstaka fréttatilkynningu um að Bankasýslan yrði lögð niður. Fyrir vikið er enginn opinber aðili sem getur annast söluna. Bankasýslan nýtur augljóslega ekki trausts ríkisstjórnarinnar til að selja en nýtt sölufyrirkomulag hefur ekki verið undirbúið. Stjórnin er of sundruð til þess að standa við loforðið um að koma á fót nýju faglegu fyrirkomulagi fyrir sölu bankans. Niðurstaðan virðist þess vegna vera sú að það sé best að Framsóknarflokkurinn sjái um þessa tugmilljarða sölu. Engin armslengd heldur sjálfur armur ráðherrans. Skildi nokkur manneskja gagnrýni eftirlitsaðila á þann hátt að vænlegast væri fyrir hagsmuni almennings að láta formann Framsóknar annast söluna á þessari eign almennings? Ríkisstjórn með forsætisráðherra í fararbroddi nýtur ekki trausts hjá landsmönnum til að annast söluna sjálf. Vandinn er staða ríkisfjármála á vakt ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin glímir við afleiðingar þess að reka ríkissjóð í mínus sama hvernig árar. Lántökur ríkisins eru dýrar og fjármunir af sölunni eru ríkissjóði því mikilvægir. En það verður að tryggja trúverðuga umgjörð um söluna. Markmiðið er að fá gott verð fyrir bankann og ekki síður að staðið sé að sölunni þannig að ekki þurfi að fara í margra mánaða úttektir á vinnubrögðum í kjölfarið. Það er mikið almannahagsmunamál að hér verði vandað til verka og að salan verði ekki menguð af hagsmunaárekstrum eins og sú síðasta. Almannahagsmunir umfram sérhagsmuni Ríkisstjórnin virðist nú vera vöknuð af sjö ára löngum blundi. Í ljós kemur að hún er betri sofandi en vakandi. Eitt stærsta verkefni stjórnmálanna er að verja almannahagsmuni fyrir ágangi sérhagsmunaafla. Að gæta þess að sérhagsmunirnir séu ekki sterkari en almannahagsmunirnir. Þar hefur ríkisstjórnin snúið hlutverki sínu á haus og gefið hraustlega í undanfarna daga. Þess vegna er svo mikið almannahagsmunamál að ríkisstjórnin fái gott frí frá frekari störfum. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Eftir að Katrín Jakobsdóttir steig úr stóli forsætisráðherra hefur taktur ríkisstjórnarinnar snögglega breyst. Ríkisstjórnarsamstarf sem einkennst hefur af því að ekki hefur verið hægt að taka ákvarðanir hefur nú vaknað til lífsins undir forystu Bjarna Benediktssonar. Í ljós kemur að þessi ríkisstjórn er hættuminni rænulaus en eftir að hún komst til meðvitundar. Á nokkrum dögum hefur þrennt gerst: 1. Auðlindir í fjörðum landsins afhentar fyrirtækjum Glænýr matvælaráðherra Vinstri grænna hóf leika á því að flytja frumvarp um að afhenda fiskeldisfyrirtækjum auðlindir í fjörðum landsins til frambúðar. Þetta er sögulega vond byrjun hjá nýjum ráðherra. Hún bendir núna á embættismenn sína og segir að frá þeim hafi þessi vonlausa hugmynd komið. Það er hæpið enda er þessi útfærsla á skjön við aðra lagasetningu um nýtingarrétt á auðlindum. Núgildandi lög um fiskeldi hafa veitt tímabundin leyfi til fyrirtækja. Í orkulögum er talað um tímabundin leyfi. Í lögum um rannsóknir og nýtingu auðlinda í jörðu eru veitt tímabundin leyfi. Og í frumvarpi ríkisstjórnarinnar um hálendisþjóðgarð var talað um að tímabinda atvinnuleyfi í náttúruauðlind hálendisins. Á þessari reglu er ein stór undantekning. Útgerðirnar hafa fengið ótímabundinn rétt varðandi fiskinn í sjónum. Og um það snýst þetta mál: Vilji ríkisstjórnarinnar stendur til að gefa fiskeldisfyrirtækjum varanlegan rétt yfir auðlindunum í fjörðum landsins. Flokkarnir hafa allt þeirra samstarf varið óbreytt ástand hvað sjávarútveginn varðar og núna er ætlunin að bæta fiskeldinu undir sama hatt. 2. Lögleg verðsamráð Sami matvælaráðherra hefur líka varið þá ákvörðun að taka samkeppnislög úr sambandi í skjóli nætur hvað varðar búvörur. Hagsmunir neytenda af samkeppni viku þar snarlega fyrir hagsmunum Kaupfélags Skagfirðinga. Og ráðherrann gerir reyndar betur: Hún segir ekkert tilefni til að kanna hvers vegna þetta frumvarp úr hennar eigin ráðuneyti gjörbreyttist og varð að allt öðru máli en ætlun stóð til í upphafi. Hún ver lagasetninguna þrátt fyrir að hvergi sé gengið jafn langt í að skapa möguleika á einokun. 3. Armslengdinni slátrað Þriðja atriðið er að nýr fjármálaráðherra hefur kynnt frumvarp um að ráðherra annist núna sölu á Íslandsbanka. Í kjölfar klúðursins við síðasta hluta sölu bankans sendi ríkisstjórnin út sérstaka fréttatilkynningu um að Bankasýslan yrði lögð niður. Fyrir vikið er enginn opinber aðili sem getur annast söluna. Bankasýslan nýtur augljóslega ekki trausts ríkisstjórnarinnar til að selja en nýtt sölufyrirkomulag hefur ekki verið undirbúið. Stjórnin er of sundruð til þess að standa við loforðið um að koma á fót nýju faglegu fyrirkomulagi fyrir sölu bankans. Niðurstaðan virðist þess vegna vera sú að það sé best að Framsóknarflokkurinn sjái um þessa tugmilljarða sölu. Engin armslengd heldur sjálfur armur ráðherrans. Skildi nokkur manneskja gagnrýni eftirlitsaðila á þann hátt að vænlegast væri fyrir hagsmuni almennings að láta formann Framsóknar annast söluna á þessari eign almennings? Ríkisstjórn með forsætisráðherra í fararbroddi nýtur ekki trausts hjá landsmönnum til að annast söluna sjálf. Vandinn er staða ríkisfjármála á vakt ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin glímir við afleiðingar þess að reka ríkissjóð í mínus sama hvernig árar. Lántökur ríkisins eru dýrar og fjármunir af sölunni eru ríkissjóði því mikilvægir. En það verður að tryggja trúverðuga umgjörð um söluna. Markmiðið er að fá gott verð fyrir bankann og ekki síður að staðið sé að sölunni þannig að ekki þurfi að fara í margra mánaða úttektir á vinnubrögðum í kjölfarið. Það er mikið almannahagsmunamál að hér verði vandað til verka og að salan verði ekki menguð af hagsmunaárekstrum eins og sú síðasta. Almannahagsmunir umfram sérhagsmuni Ríkisstjórnin virðist nú vera vöknuð af sjö ára löngum blundi. Í ljós kemur að hún er betri sofandi en vakandi. Eitt stærsta verkefni stjórnmálanna er að verja almannahagsmuni fyrir ágangi sérhagsmunaafla. Að gæta þess að sérhagsmunirnir séu ekki sterkari en almannahagsmunirnir. Þar hefur ríkisstjórnin snúið hlutverki sínu á haus og gefið hraustlega í undanfarna daga. Þess vegna er svo mikið almannahagsmunamál að ríkisstjórnin fái gott frí frá frekari störfum. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun