Gáttaðar á því að fyrirliði Víkings var settur á bekkinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2024 14:00 Selma Dögg Björgvinsdóttir missti sæti sitt í byrjunarliðinu og sérfræðingar Bestu markanna voru hissa á því. Vísir/Diego Víkingskonur eru þegar búnir að missa einn fyrirliða frá sér á vormánuðunum þegar Nadía Atladóttir fór í Val og í annarri umferð Bestu deildarinnar var fyrirliði liðsns settur á varamannabekkinn. Sérfræðingarnir í Bestu mörkunum voru gáttaðir á þessu. Víkingskonur unnu 2-1 sigur á Stjörnunni í sínum fyrsta leik í efstu deild í 41 ár en gerðu svo 2-2 jafntefli við Fylki í annarri umferðinni í Bestu deildinni um helgina. Sérfræðingar Bestu markanna bentu á það að fyrirliði Víkings, Selma Dögg Björgvinsdóttir, var sett á bekkinn fyrir Fylkisleikinn. Hún kom svo inn á völlinn snemma í seinni hálfleiknum. Í stað Selmu bar hin sautján ára gamla Bergdís Sveinsdóttir fyrirliðabandið í leiknum eða þar til að Selma kom inn á völlinn. „Það vakti athygli okkar byrjunarlið Víkings. Selma fyrirliði ekki þar,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. Klippa: Bestu mörkin: Fyrirliði Víkings sett á bekkinn „Hann setur Töru (Jónsdóttir) og Huldu (Ösp Ágústsdóttir) inn í byrjunarliðið sem eru bara fínir leikmenn. Hann tekur fyrirliða sinn út úr liðinu og Freyju Stefánsdóttur sem er búin að vera að spila hægri væng hjá þeim. Kom reyndar inn á sem senter,“ sagði Bára Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum Mér finnst það rosalega sérstakt „Hann tekur fyrirliða sinn úr liðinu og setur þessar tvær inn á völlinn á 55. mínútu. Mér finnst það rosalega sérstakt. Á þessum tímapunkti komandi inn í mótið, af hverju ertu ekki spila sterkasta liðinu þínu? Þessir tveir leikmenn voru augljóslega ekki meiddir og á bekknum af þeim ástæðum,“ sagði Bára. „Var ætlunin að hvíla þær eða gefa einhverjum öðrum mínútur. Mér finnst þetta rosalega áhugavert. Freyja er ungur leikmaður, allt í lagi, en fyrirliðinn finnst mér persónulega mjög spes,“ sagði Bára. Driffjöðurin á miðjunni „Selma er líka mikill driffjöður á þessari miðju,“ sagði Mist Edvardsdóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum. Þær eru sammála því að Selma ætti að vera fyrst á blaði þegar þjálfari Víkings velur byrjunarlið sitt. „Ég velti því fyrir mér hver hugsunin sé þarna á bak við. Er það til þess að gefa hinum leikmönnunum mínútur? Er þetta vanmat? Hvar liggur þetta,“ spurði Bára. „Þetta er líka svolítið sérstakt af því að þetta er nýliðaslagur. Hefði Víkingur unnið þennan leik þá væru þær strax komnar með fimm stiga forskot á hina nýliðana í Fylki. Eins og við vitum þá eru nýliðar oft í vandræðum á fyrsta ári þótt að öðrum sé jafnvel spáð falli,“ sagði Helena. Spes fyrir þetta lið „Ég er bara hálfgáttuð á því að Selma hafi ekki byrjað. Ég væri til í að vita hvort hún hafi verið að glíma við einhver meiðsli í aðdragandanum því mér finnst þetta það skrýtið,“ sagði Mist. „Það er þá svo skrýtið að koma þá inn þegar það er eiginlega heill hálfleikur eftir. Þá ertu ekki það mikið meidd. Þetta er spes fyrir þetta lið,“ sagði Bára. Það má sjá þessa umræðu þeirra hér fyrir ofan. Besta deild kvenna Bestu mörkin Víkingur Reykjavík Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Fleiri fréttir Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Sjá meira
Víkingskonur unnu 2-1 sigur á Stjörnunni í sínum fyrsta leik í efstu deild í 41 ár en gerðu svo 2-2 jafntefli við Fylki í annarri umferðinni í Bestu deildinni um helgina. Sérfræðingar Bestu markanna bentu á það að fyrirliði Víkings, Selma Dögg Björgvinsdóttir, var sett á bekkinn fyrir Fylkisleikinn. Hún kom svo inn á völlinn snemma í seinni hálfleiknum. Í stað Selmu bar hin sautján ára gamla Bergdís Sveinsdóttir fyrirliðabandið í leiknum eða þar til að Selma kom inn á völlinn. „Það vakti athygli okkar byrjunarlið Víkings. Selma fyrirliði ekki þar,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. Klippa: Bestu mörkin: Fyrirliði Víkings sett á bekkinn „Hann setur Töru (Jónsdóttir) og Huldu (Ösp Ágústsdóttir) inn í byrjunarliðið sem eru bara fínir leikmenn. Hann tekur fyrirliða sinn út úr liðinu og Freyju Stefánsdóttur sem er búin að vera að spila hægri væng hjá þeim. Kom reyndar inn á sem senter,“ sagði Bára Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum Mér finnst það rosalega sérstakt „Hann tekur fyrirliða sinn úr liðinu og setur þessar tvær inn á völlinn á 55. mínútu. Mér finnst það rosalega sérstakt. Á þessum tímapunkti komandi inn í mótið, af hverju ertu ekki spila sterkasta liðinu þínu? Þessir tveir leikmenn voru augljóslega ekki meiddir og á bekknum af þeim ástæðum,“ sagði Bára. „Var ætlunin að hvíla þær eða gefa einhverjum öðrum mínútur. Mér finnst þetta rosalega áhugavert. Freyja er ungur leikmaður, allt í lagi, en fyrirliðinn finnst mér persónulega mjög spes,“ sagði Bára. Driffjöðurin á miðjunni „Selma er líka mikill driffjöður á þessari miðju,“ sagði Mist Edvardsdóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum. Þær eru sammála því að Selma ætti að vera fyrst á blaði þegar þjálfari Víkings velur byrjunarlið sitt. „Ég velti því fyrir mér hver hugsunin sé þarna á bak við. Er það til þess að gefa hinum leikmönnunum mínútur? Er þetta vanmat? Hvar liggur þetta,“ spurði Bára. „Þetta er líka svolítið sérstakt af því að þetta er nýliðaslagur. Hefði Víkingur unnið þennan leik þá væru þær strax komnar með fimm stiga forskot á hina nýliðana í Fylki. Eins og við vitum þá eru nýliðar oft í vandræðum á fyrsta ári þótt að öðrum sé jafnvel spáð falli,“ sagði Helena. Spes fyrir þetta lið „Ég er bara hálfgáttuð á því að Selma hafi ekki byrjað. Ég væri til í að vita hvort hún hafi verið að glíma við einhver meiðsli í aðdragandanum því mér finnst þetta það skrýtið,“ sagði Mist. „Það er þá svo skrýtið að koma þá inn þegar það er eiginlega heill hálfleikur eftir. Þá ertu ekki það mikið meidd. Þetta er spes fyrir þetta lið,“ sagði Bára. Það má sjá þessa umræðu þeirra hér fyrir ofan.
Besta deild kvenna Bestu mörkin Víkingur Reykjavík Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Fleiri fréttir Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Sjá meira